Þýskaland „á réttri leið“ í átt að markmiðum

Loftslagsvá | 15. mars 2024

Þýskaland „á réttri leið“ í átt að markmiðum

Þýsk stjórnvöld segjast í fyrsta sinn vera á réttri leið í átt að loftslagsmarkmiðum sínum fyrir árið 2030.

Þýskaland „á réttri leið“ í átt að markmiðum

Loftslagsvá | 15. mars 2024

Þýski ráðherrann Robert Habeck á leið á ríkisstjórnarfund í Berlín …
Þýski ráðherrann Robert Habeck á leið á ríkisstjórnarfund í Berlín í gær. AFP/Ralf Hirschberger

Þýsk stjórn­völd segj­ast í fyrsta sinn vera á réttri leið í átt að lofts­lags­mark­miðum sín­um fyr­ir árið 2030.

Þýsk stjórn­völd segj­ast í fyrsta sinn vera á réttri leið í átt að lofts­lags­mark­miðum sín­um fyr­ir árið 2030.

Auk­in notk­un á end­ur­nýj­an­legri orku og veik­ari efna­hag­ur, ásamt hærri orku­kostnaði átti þátt í því að út­blást­ur á kolt­ví­sýr­ingi dróst sam­an um 10,1 pró­sent á milli ára, að sögn þýska efna­hags­ráðuneyt­is­ins.

Þýska­land, sem er stærsta efna­hags­ríki Evr­ópu, hef­ur sett sér það mark­mið að draga úr út­blæstri kolt­ví­sýr­ings um 65% fyr­ir árið 2030 og að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2045.

Góð tíðindi í skýrslu

Ný skýrsla frá um­hverf­is­stofn­un Þýska­lands (UBA) sýn­ir að bú­ist er við því að út­blást­ur drag­ist sam­an um næst­um 64% fyr­ir árið 2030 miðað við stöðuna í land­inu árið 1990.

Í skýrslu frá ár­inu 2021 kom fram að reiknað væri með því að út­blástur­inn myndi aðeins drag­ast sam­an um 49%.

„Þessi spá sýn­ir í fyrsta sinn að við erum á réttri leið og að við get­um náð lofts­lags­mark­miðum okk­ar fyr­ir árið 2030,” sagði Robert Habeck, efna­hags­ráðherra Þýska­lands, á blaðamanna­fundi.

mbl.is