Vilja stofna gervigreindarmiðstöð Íslands

Gervigreind | 16. mars 2024

Vilja stofna gervigreindarmiðstöð Íslands

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að fýsileiki þess að stofna svokallaða máltækni- og gervigreindarmiðstöð Íslands verði skoðaður

Vilja stofna gervigreindarmiðstöð Íslands

Gervigreind | 16. mars 2024

Stýrihópinn skipuðu Björgvin Ingi Ólafsson formaður, Lilja Dögg Jónsdóttir og …
Stýrihópinn skipuðu Björgvin Ingi Ólafsson formaður, Lilja Dögg Jónsdóttir og Páll Ásgeir Guðmundsson. Með hópnum starfaði Óttar Kolbeinsson Proppé hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið legg­ur til að fýsi­leiki þess að stofna svo­kallaða mál­tækni- og gervi­greind­armiðstöð Íslands verði skoðaður

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið legg­ur til að fýsi­leiki þess að stofna svo­kallaða mál­tækni- og gervi­greind­armiðstöð Íslands verði skoðaður

Þetta kem­ur fram í nýrri mál­tækni­áætl­un sem ráðuneytið kynnti á fimmtu­dag. Áætl­un­in, sem var unn­in af stýri­hóp ráðuneyt­is­ins, tel­ur fram sjö til­lög­ur og kjarna­verk­efni og bygg­ir á fyrri mál­tækni­áætl­un ráðuneyt­is­ins.

Ein til­laga felst í svo­kallaðri mál­tækni- og gervi­greind­armiðstöð Íslands og er það álit hóps­ins að æski­legt sé að stjórn­völd stefni að því að koma á fót sam­bæri­legri gervi­greind­ar- og mál­tækni­stofn­un á Íslandi og þekk­ist í öðrum Norður­lönd­um og víðar í Evr­ópu.

Miðstöðinni yrði komið á fót í sam­starfi við há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið.

100 millj­ón­ir á ári í þróun mál­tækni­verk­efna

Þá er einnig lagt til að 60 millj­ón­um króna verði varið ár­lega í hag­nýt­ing­ar­verk­efni í mál­tækni og að áhersla á kynn­ing­ar­starf og ráðgjöf fyr­ir mál­tækni veðri stór­auk­in.

Í áætl­un­inni er einnig lagt til að 100 millj­ón­um króna sé varið ár­lega í áfram­hald­andi þróun kjarna­verk­efna í mál­tækni. Þá verði einnig nýtt viðhalds­fyr­ir­komu­lag fyr­ir mál­tækni­innviði sett á lagg­irn­ar.

Þá verði einnig út­tekt gerð á CL­AR­IN-sam­starf­inu, rann­sókn­ar­innviðaverk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is