„Þetta er vandamál okkar allra“

Rammaáætlun | 19. mars 2024

„Þetta er vandamál okkar allra“

„Það sem við gerðum hér er hægt að gera í mjög stórum hluta heimsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í málstofu um framtíð verndar- og orkunýtingaráætlunar, eða rammaáætlunar, í orkumálum sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í morgun en í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um endurskoðun laga um áætlunina svo tryggja megi ábyrga og skynsama nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi

„Þetta er vandamál okkar allra“

Rammaáætlun | 19. mars 2024

Guðlaugur Þór Þórðarson setti málstofuna með ávarpi og kvað Íslendinga …
Guðlaugur Þór Þórðarson setti málstofuna með ávarpi og kvað Íslendinga hafa sýnt kraft og frumkvæði. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem við gerðum hér er hægt að gera í mjög stór­um hluta heims­ins,“ sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í mál­stofu um framtíð vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar, eða ramm­a­áætl­un­ar, í orku­mál­um sem hald­in var í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í morg­un en í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar er kveðið á um end­ur­skoðun laga um áætl­un­ina svo tryggja megi ábyrga og skyn­sama nýt­ingu og vernd landsvæða á Íslandi

„Það sem við gerðum hér er hægt að gera í mjög stór­um hluta heims­ins,“ sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í mál­stofu um framtíð vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar, eða ramm­a­áætl­un­ar, í orku­mál­um sem hald­in var í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í morg­un en í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar er kveðið á um end­ur­skoðun laga um áætl­un­ina svo tryggja megi ábyrga og skyn­sama nýt­ingu og vernd landsvæða á Íslandi

Markaði mál­stof­an upp­haf vinnu starfs­hóps sem ráðherra skipaði til áðunefndr­ar end­ur­skoðunar lag­anna.

Sagðist ráðherra telja að Íslend­ing­ar nú væru í grunn­inn eins og fyrri kyn­slóðir og hefðu sýnt kraft og frum­kvæði sem væri ástæðan fyr­ir því að banda­ríski orku­málaráðherr­ann hafi óskað eft­ir sam­vinnu og að Ísland miðli af þekk­ingu sinni og reynslu.

Ramm­a­áætl­un ekki virkað sem skyldi

„Við erum sam­mála um að skyn­sam­legra sé að nýta græna orku en jarðefna­eldsneyti,“ sagði Guðlaug­ur Þór og benti enn frem­ur á að Íslend­ing­ar væru einnig á þeim stað að vera nátt­úru­vernd­arsinn­ar í eðli sínu, eng­in til­vilj­un væri að er­lend­ir gest­ir sæktu til lands­ins til að upp­lifa ósnort­in víðerni. „Það var ástæðan fyr­ir því að menn fóru í ramm­a­áætl­un­ina,“ sagði hann.

Jón G. Pétursson benti á að rammaáætlunin væri lögbundið stjórntæki …
Jón G. Pét­urs­son benti á að ramm­a­áætl­un­in væri lög­bundið stjórn­tæki sem falið væri að vega sam­an ólík sjón­ar­mið. Mik­il ásókn væri í þau gæði sem ís­lensk­ar nátt­úru­auðlind­ir væru og hefðu lög­in síst minna gildi nú en árið 2011 þegar þau voru samþykkt. Ljós­mynd/​Brynj­ar Gauti

Hins veg­ar yrði að horf­ast í augu við það að ramm­a­áætl­un hefði ekki virkað sem skyldi. „Við erum kom­in á al­var­leg­an stað í græn­um orku­mál­um [...] það ligg­ur á ef við ætl­um að ná ár­angri í græn­um orku­mál­um. Við vilj­um hafa jafn­vægi á milli nátt­úru­vernd­ar og þess að nýta græna orku,“ sagði Guðlaug­ur Þór enn frem­ur.

Benti hann á að Íslend­ing­ar notuðu enn dísel­knú­in raf­orku­ver, „þetta er vanda­mál okk­ar allra þótt þetta eigi bara við um ein­staka lands­hluta [...] það er mikið und­ir og fáir mála­flokk­ar jafn mik­il­væg­ir og þessi“.

Lög­bundið stjórn­tæki

Vissu­lega væru ólík­ir ein­stak­ling­ar í starfs­hópn­um en hann yrði engu að síður að kom­ast að niður­stöðu, ell­egar yrði hætt við að fara þyrfti aðrar leiðir. „Við þurf­um að vera með gott fyr­ir­komu­lag, ég mun hlakka til að fylgj­ast með vinnu hóps­ins. Við Íslend­ing­ar erum öf­undsverðir að vera í þeirri stöðu sem við erum í hvað varðar græna orku,“ sagði ráðherra að lok­um.

Þá tók Jón G. Pét­urs­son til máls, formaður verk­efn­is­stjórn­ar fimmta áfanga ramm­a­áætl­un­ar. Ræddi Jón um for­sögu ramm­a­áætl­un­ar, upp­bygg­ingu henn­ar og hvernig hún virkaði en um þess­ar mund­ir er rúm­ur ára­tug­ur liðinn síðan lög um áætl­un­ina tóku gildi vorið 2013 en mik­il seink­un varð á af­greiðslu Alþing­is á þriðja áfanga henn­ar.

Jón nefndi Kárahnjúkavirkjun sem dæmi um eitt margra þrætuepla á …
Jón nefndi Kára­hnjúka­virkj­un sem dæmi um eitt margra þrætu­epla á sviði nátt­úru­vernd­ar og orku­mála. mbl.is/​RAX

Benti Jón á að ramm­a­áætl­un­in væri lög­bundið stjórn­tæki sem falið væri að vega sam­an ólík sjón­ar­mið. Mik­il ásókn væri í þau gæði sem ís­lensk­ar nátt­úru­auðlind­ir væru og hefðu lög­in síst minna gildi nú en árið 2011 þegar þau voru samþykkt, tveim­ur árum fyr­ir gildis­tök­una. Þetta væri mik­il­vægt að hafa í huga enda hefðu mik­il átök risið í sam­fé­lag­inu um nýt­ingu þess­ara gæða, sagði Jón og nefndi Kára­hnjúka­virkj­un sem dæmi um slíkt þrætu­epli.

Sagði formaður­inn aug­ljóst að seint yrði sátt um all­ar ákv­arðanir sem tekn­ar væru, ís­lensk lög­gjöf væri byggð á svipaðri lög­gjöf og sú norska um sam­bæri­leg mál þar en Norðmenn hafi hins veg­ar verið mun fyrr á ferð í sinni vinnu.

Norðmenn luku sinni ramm­a­áætl­un 2016

Vinna hóps­ins hafi fram til þessa verið í áföng­um en vilji hans standi til þess að færa hana yfir í sam­fellda fram­vindu. Lagði Jón áherslu á að mik­il­vægt væri að hafa í huga að ramm­a­áætl­un væri hluti af mun stærra ákvörðun­ar­ferli. „Verk­efn­is­stjórn er ekki leyf­is­veita, hún legg­ur fram til­lög­ur sem ráðherra samþykk­ir og svo Alþingi,“ sagði Jón og benti á að hvor­ir tveggju aðilarn­ir gætu þó gert breyt­ing­ar á til­lög­un­um.

Sjón­ar­miðin sem sett hefðu verið fram þegar lög­in voru sett hefðu breyst mikið. Norska áætl­un­in fjallaði ein­göngu um vatns­afl, hér­lend­is væri hins veg­ar verið að tala um þrjár teg­und­ir orku, vatn, jarðvarma og vind.

„Haf­andi unnið núna í þrjú ár sem formaður hafa ekki komið upp nein­ir hnökr­ar í lög­gjöf­inni,“ sagði Jón og bætti því við að ramm­inn væri hið miðlæga ákvörðun­ar­tæki og mik­il­vægt væri að draga fram ólík sjón­ar­mið, lag­aramm­inn byði upp á þróun og inn­an hans væri rými fyr­ir um­bæt­ur.

Loka­punkt­inn sagði Jón vera að eðli máls­ins sam­kvæmt lyki vinnu ramm­a­áætl­un­ar, „það er búið að fjalla um flest í orku­mál­um á Íslandi. Það er mjög mik­il­vægt að líta til þess að Norðmenn luku sinni ramm­a­áætl­un árið 2016 [...] við erum mjög upp­tek­in af því að bæta ákv­arðana­töku og vinna að því að þær ákv­arðnir sem við erum að vinna að séu tekn­ar,“ sagði Jón.

mbl.is