Ekkert ráðuneyti hefur tekið skýra stefnu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið og enn fremur að á Íslandi sé fréttaflutningur af ópíóðafaraldri tengdum misnotkun morfíns daglegt brauð. Faraldri þessum fylgi ótímabær dauðsföll og krefjist hann ekki síst lífa yngra fólks.
Ekkert ráðuneyti hefur tekið skýra stefnu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið og enn fremur að á Íslandi sé fréttaflutningur af ópíóðafaraldri tengdum misnotkun morfíns daglegt brauð. Faraldri þessum fylgi ótímabær dauðsföll og krefjist hann ekki síst lífa yngra fólks.
Ekkert ráðuneyti hefur tekið skýra stefnu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið og enn fremur að á Íslandi sé fréttaflutningur af ópíóðafaraldri tengdum misnotkun morfíns daglegt brauð. Faraldri þessum fylgi ótímabær dauðsföll og krefjist hann ekki síst lífa yngra fólks.
„Í byrjun árs 2023 fór enn að bera á fréttum þess efnis að vandi tengdur misnotkun ópíóíða hefði aukist en tölur um umfang og afleiðingar voru misvísandi og þeim bar ekki alltaf saman,“ segir í pistli um skýrsluna á síðu Ríkisendurskoðunar.
Ekki væri ljóst af fjölmiðlaumfjöllun hvar áreiðanlegustu upplýsingarnar um stöðu mála væri að finna, hvaða aðilar hefðu bestu yfirsýn um vandann, hvað þá hvar forysta í málaflokknum lægi. Hafi þetta verið kveikjan að hraðúttekt Ríkisendurskoðunar í fyrrahaust og upplýsingum verið safnað frá helstu aðilum í þeim tilgangi að varpa ljósi á umfang vandans. Var úttekin afmörkuð við tímabilið 2017 til 2023.
Ópíóíðavandi er ótvírætt fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis segir í skýrslunni þar sem tekið er fram að ekki sé í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum, eldri stefna fyrir árabilið 2013 til 2020 teljist þó leiðarljós innan málaflokksins.
„Ríkisendurskoðun fær ekki séð að útrunnin stefna sem ekki var fylgt eftir með aðgerðum eða tímasettum markmiðum geti talist leiðarljós í þessum málum. Raunin er að stefnuleysi ríkir í málaflokknum,“ segir í skýrslunni.
Þá hafi ráðuneytið ekki metið fjárþörf vegna vandamálsins og ekki hafi þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur verið kortlögð heildstætt. Framboð meðferðar hafi að mestu mótast af vinnu félaga- og grasrótarsamtaka og heilbrigðisstofnunum á þeirra vegum. Meginþungi meðferðarþjónustu á Íslandi hvíli því á SÁÁ.
„Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til staðar eru á meðferðar- og heilbrigðisstofnunum. Þá eru til staðar hindranir að meðferðarþjónustu sem geta komið í veg fyrir að einstaklingar geti fengið tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Skýran ramma þurfi um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi úrræði auk skýrrar stefnu og þarfagreiningar. Þar mætti að áliti Ríkisendurskoðunar setja reglugerð um.
Fram kemur að enginn aðili hafi fulla yfirsýn yfir hve margir glími við ópíóðavanda á landinu. Söfnun gagna sé á forræði margra stofnana sem ekki sé til þess að bæta yfirsýn. Forsendur þessara aðila til gagnasöfnunar og aðbúnaður þeirra sé æði misjafn og því misræmi í upplýsingum. Ráðuneytið hafi þar með ekki fullnægjandi upplýsingar um stöðuna.
Þrátt fyrir kall eftir heildstæðri endurskoðun á gildandi samningum SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands er nýr samningur enn í burðarliðnum eftir langan undirbúning en fjárframlög ríkisins til SÁÁ byggist á slíkum samningum.
„Samningur um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn var síðast gerður árið 2014 um þjónustu við allt að 90 sjúklinga á hverjum tíma. Um árabil hefur verið ágreiningur um túlkun hans milli SÁÁ og SÍ og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir,“ segir þá í skýrslunni.
Einnig sé bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka af skornum skammti, SÁÁ hafi engan samning um veitingu slíkrar þjónustu og bráðadeild Landspítala sé ekki alltaf heppilegur vettvangur fyrir þann hóp sem um ræðir.
„Heilbrigðisráðuneyti fól SÍ um mitt ár 2023 að kostnaðarmeta framkvæmd flýtimóttöku. SÍ hefur sett undirbúning flýtimóttöku í samhengi við heildarendurskoðun samninga SÁÁ við SÍ,“ segir að lokum í samantekt um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar.