Ný útgáfa af einum frægasta stól heims

Heimili | 24. mars 2024

Ný útgáfa af einum frægasta stól heims

Í tilefni af 110 ára afmæli danska húsgagnahönnuðarins Hans J. Wegner hefur húsgagnaframleiðandinn Carl Hansen & Søn afhjúpað nýja útgáfu af hinum geysivinsæla CH24-stól, einnig þekktur sem Wishbone-stóllinn eða Y-stóllinn, í minni stærð sem hentar framtíðar hönnunarunnendum. 

Ný útgáfa af einum frægasta stól heims

Heimili | 24. mars 2024

Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans …
Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans tönn! Samsett mynd

Í til­efni af 110 ára af­mæli danska hús­gagna­hönnuðar­ins Hans J. Wegner hef­ur hús­gagna­fram­leiðand­inn Carl Han­sen & Søn af­hjúpað nýja út­gáfu af hinum geysi­vin­sæla CH24-stól, einnig þekkt­ur sem Wis­h­bo­ne-stóll­inn eða Y-stóll­inn, í minni stærð sem hent­ar framtíðar hönn­unar­unn­end­um. 

Í til­efni af 110 ára af­mæli danska hús­gagna­hönnuðar­ins Hans J. Wegner hef­ur hús­gagna­fram­leiðand­inn Carl Han­sen & Søn af­hjúpað nýja út­gáfu af hinum geysi­vin­sæla CH24-stól, einnig þekkt­ur sem Wis­h­bo­ne-stóll­inn eða Y-stóll­inn, í minni stærð sem hent­ar framtíðar hönn­unar­unn­end­um. 

Wegner er einn fremsti og þekkt­asti hús­gagna­hönnuður heims og hannaði á ferli sín­um yfir 500 stóla sem marg­ir hverj­ir eru heimsþekkt­ir. Vin­sæl­asti stóll­inn er þó án efa CH24-stóll­inn sem kom fyrst á markað árið 1950 og hef­ur verið óslitið í fram­leiðslu síðan þá. 

Að mati margra er CH24-stóll­inn einn feg­ursti stóll heims. Hann hef­ur heillað ófáa Íslend­inga upp úr skón­um í gegn­um tíðina, en árið 2023 var hann mest seldi stóll­inn í hönn­un­ar­versl­un­inni Epal. 

Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com

Lengi verið draum­ur að hanna minni út­gáfu af Y-stóln­um

CH24-barna­stóll­inn hent­ar börn­um þriggja ára og eldri og kem­ur í sölu í apríl 2024. Hann mun án efa fegra ófá barna­her­bergi í framtíðinni, enda klass­ísk og tíma­laus hönn­un sem stenst tím­ans tönn.

„Okk­ur hef­ur dreymt um að búa til barna­stærð af hinum goðsagna­kennda Wis­h­bo­ne-stól í mörg ár og erum ánægð með út­kom­una. Þessi minni út­gáfa af stóln­um pass­ar full­kom­lega við önn­ur hús­gögn á heim­il­inu og er til­val­in gjafa­hug­mynd fyr­ir framtíðar­hönn­unar­unn­end­ur,“ seg­ir Knud Erik Han­sen, for­stjóri Carl Han­sen & Søn í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com
Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com
mbl.is