Neysla Ozempic gæti breytt allri neysluhegðun

Þyngdarstjórnunarlyf | 25. mars 2024

Neysla Ozempic gæti breytt allri neysluhegðun

Á meðan aukin notkun sykursýkis- og þyngdartapslyfsins Ozempic kann að hafa neikvæð áhrif á matvöruverslanir er allt eins líklegt að það muni hafa aukin áhrif á fataverslun og aðra lífstengda þjónustu. Aukin notkun lyfsins mun því að öllum líkindum fela í sér umtalsverðar efnahagslegar afleiðingar.

Neysla Ozempic gæti breytt allri neysluhegðun

Þyngdarstjórnunarlyf | 25. mars 2024

Ozempic er framleitt af danska fyrirtækinu Novo Nordisk.
Ozempic er framleitt af danska fyrirtækinu Novo Nordisk. AFP

Á meðan auk­in notk­un syk­ur­sýk­is- og þyngd­artaps­lyfs­ins Ozempic kann að hafa nei­kvæð áhrif á mat­vöru­versl­an­ir er allt eins lík­legt að það muni hafa auk­in áhrif á fata­versl­un og aðra líf­stengda þjón­ustu. Auk­in notk­un lyfs­ins mun því að öll­um lík­ind­um fela í sér um­tals­verðar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar.

Á meðan auk­in notk­un syk­ur­sýk­is- og þyngd­artaps­lyfs­ins Ozempic kann að hafa nei­kvæð áhrif á mat­vöru­versl­an­ir er allt eins lík­legt að það muni hafa auk­in áhrif á fata­versl­un og aðra líf­stengda þjón­ustu. Auk­in notk­un lyfs­ins mun því að öll­um lík­ind­um fela í sér um­tals­verðar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein Helgu Viðars­dótt­ur, fjár­fest­is og eig­anda Spaks In­vest, sem birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um. Ozempic er sem kunn­ugt er fram­leitt af danska fyr­ir­tæk­inu Nova Nordisk.

Í grein­inni fjall­ar Helga um ýms­ar fram­far­ir sem hafa falið í sér efna­hags­leg­ar breyt­ing­ar og breytt neyslu­venj­um fólks var­an­lega. Þannig rek­ur Helga meðal ann­ars stutt­lega hvernig hlut­ir á borð við inn­kaupa­kerr­ur og gúmmí­stíg­vél hafa á liðnum ára­tug­um breytt neyslu­hegðun fólks og aukið veltu í smá­sölu.

„Staðreynd­in er sú að okk­ur hætt­ir til þess að van­meta hvað sum­ar hvers­dags­leg­ar nýj­ung­ar geta haft mik­il áhrif,“ seg­ir Helga í grein­inni.

Grein­ina má lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan:

Get­ur eitt nýtt lyf breytt heim­in­um?

Þegar ég var lít­il stúlka man ég eft­ir viðtali við gaml­an mann í sjón­varp­inu sem var spurður að því hvaða eina tækninýj­ung tutt­ug­ustu ald­ar hefði haft mest áhrif á líf hans. Svar manns­ins kom á óvart: Gúmmí­stíg­vél. En kannski ekki ef við hugs­um til þess að áður en gúmmí­stíg­vél eða gúmmí­skór komu til sög­unn­ar var skó­búnaður fólks ekki vatns­held­ur og yf­ir­leitt mjög lé­leg­ur. Sú fram­för að vera ekki leng­ur kald­ur og blaut­ur í fæt­urna held­ur í góðum gúmmí­stíg­vél­um fól í sér mikla aukn­ingu á lífs­gæðum fólks.

Helga Viðarsdóttir, eigandi og sjóðstjóri Spaks Invest hf.
Helga Viðars­dótt­ir, eig­andi og sjóðstjóri Spaks In­vest hf.

Staðreynd­in er sú að okk­ur hætt­ir til þess að van­meta hvað sum­ar hvers­dags­leg­ar nýj­ung­ar geta haft mik­il áhrif.

Tök­um sem dæmi inn­kaupa­kerr­una. Hún er ein af þeim upp­finn­ing­um tutt­ug­ustu ald­ar sem hafa haft hvað mest áhrif á neyslu­venj­ur fólks. Inn­kaupa­kerr­an var fyrst kynnt til sög­unn­ar 4. júní 1937 af Sylv­an Goldm­an sem rak versl­un­ar­keðju í Okla­homa sem hét Humpty Dumpty. Hann var að velta fyr­ir sér hvernig hægt væri að fá fólk til þess að kaupa meira í búðunum hans. Það gekk ekki vel í fyrstu að fá fólk til þess að nota inn­kaupa­kerr­ur. Þær þóttu minna of mikið á barna­vagna. Goldm­an varð því að ráða leik­ara til þess að keyra kerr­urn­ar um búðina til þess að sýna viðskipta­vin­un­um hvað það væri hent­ugt að nota þær. Brátt urðu kerr­urn­ar feiki­vin­sæl­ar og breidd­ust út um Banda­rík­in á stríðsár­un­um og eft­ir það um all­an heim­inn.

Inn­kaupa­kerr­an um­bylti versl­un. Áður gekk fólk upp að búðar­borði og bað um vör­ur. Starfsmaður versl­un­ar­inn­ar tíndi síðan vör­urn­ar sam­an og lét í poka. Með til­komu kerr­unn­ar urðu til stór­markaðir þar sem fólk tíndi sjálft vör­urn­ar sam­an og fór síðan með til starfs­manns­ins. Þetta leiddi bæði til samþjöpp­un­ar í versl­un og til vinnu­sparnaðar. Á Íslandi gerðist þetta með stofn­un Hag­kaups árið 1959 en þá sögu þekkja flest­ir. Þá urðu einnig rót­tæk­ar breyt­ing­ar á neyslu­venj­um. Fólk fór að versla sjaldn­ar og meira í einu. Þá varð einnig þörf fyr­ir stóra kæliskápa og frysti­kist­ur á heim­il­um. Í fram­haldi varð einnig þörf á því að eiga bif­reið til þess að keyra góssið heim. Þegar all­ir voru komn­ir á bíla skapaðist þörf fyr­ir bíla­stæði og fóru versl­an­ir að færa sig frá miðbæj­ar­kjörn­um í út­hverfi til þess að kom­ast í nægj­an­legt rými og lægra lóðaverð.

Vafa­laust væri hægt að rekja þessa or­saka­keðju enn lengra. En ég læt staðar numið hér.

Sag­an af inn­kaupa­kerr­unni er sett til áminn­ing­ar um hvað litl­ar upp­finn­ing­ar sem eru jafn­vel ekki tald­ar sér­stak­lega merki­leg­ar geta haft víðtæk áhrif. Þetta skipt­ir máli vegna þess að lík­lega er sag­an að end­ur­taka sig núna með til­komu syk­ur­sýk­is- og þyngd­artaps­lyfs­ins Ozempic eða GLP-1 sem er fram­leitt af danska fyr­ir­tæk­inu Nova Nordisk. Ljóst er að sal­an á lyf­inu geng­ur vel og gengi fé­lags­ins hef­ur hækkað um meira en 440% á aðeins fimm árum. Þá hafa lífs­gæði þeirra auk­ist sem eiga við syk­ur­sýki eða matarfíkn að stríða. Hins veg­ar virðist sem áhrif­in verði meiri og djúp­stæðari og muni koma fram mjög víða í efna­hags­líf­inu.

Nú er talið að allt að 10 millj­ón­ir lyf­seðla hafi verið gefn­ar út fyr­ir Ozempic í Banda­ríkj­un­um og ljóst að mun fleiri en offitu- og syk­ur­sýk­is­sjúk­ling­ar sækja í lyfið. Í stóra sam­heng­inu eru 10 millj­ón­ir kannski ekki há tala. Tal­an svar­ar til 3% af banda­rísku þjóðinni. Það eru fleiri lyf sem hafa sömu virkni og Ozempic og þeim fjölg­ar ört sem keppa á þess­um markaði. Þessi 3% gætu því hæg­lega verið nær 5% ef bæði Ozempic og þyngd­artaps­lyfið Wegovy eru tal­in með. En sam­kvæmt rann­sókn sem var fram­kvæmd af Morg­an Stanley er bú­ist við að 7% af banda­rísku þjóðinni muni nýta sér lyf til að hafa áhrif á lík­amsþyngd sína fyr­ir árið 2035. Þá í fram­haldi mun notk­un lyfj­anna hafa nei­kvæð áhrif á mat­vöru­versl­un. Þetta hef­ur raun­ar þegar gerst en for­stjóri Walmart John Furner sagði ný­verið í viðtali við Bloom­berg að Ozempic hefði dregið úr sölu í versl­un­um hans. Áhrif­in gætu þó verið víðtæk­ari en þetta. Ozempic virðist hjálpa fólki að stjórna margs kon­ar fíkn eða áv­ana, líkt og tób­aks-, áfeng­is- og tölvu­leikja­notk­un. Könn­un á veg­um Nu­merator sem var lögð fyr­ir 100.000 manns í nóv­em­ber í fyrra sýn­ir að fólk sem tek­ur lyf af gerðinni GLP-1 eyðir minna í mat og áfengi en meira í óá­fenga drykki. Kannski staf­ar þetta af því að þyngd­artap verður gjarn­an til þess að fólk end­ur­skoðar neyslu­mynst­ur sitt. Þannig gæti Ozempic leitt til þess að fólk dreg­ur úr hvers kon­ar óholl­ustu en bein­ir neyslu sinni að heilsu­vör­um. Þá mun grennra fólk fara að huga meira að tísku, fatnaði og ým­issi lífs­stíl­stengdri þjón­ustu.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft hætt­ir okk­ur kannski til þess að van­meta hve mik­il áhrif ofþyngd og slæm­ar neyslu­venj­ur hafa á líf svo margs fólks. Ef Ozempic hjálp­ar þeim að rjúfa þenn­an víta­hring, þá hljóta neyslu­venj­urn­ar að breyt­ast með áþreif­an­leg­um hætti. Það leiðir síðan til þess að sum fyr­ir­tæki tapa en önn­ur hagn­ast. Í því ljósi er mjög áhuga­vert að reyna að kort­leggja Ozempic og áhrif­in á banda­rísk­an hluta­bréfa­markað. Þau munu að öll­um lík­ind­um fara að koma fram. Svo er einnig lík­legt að áhrif­in verði dýpri og lang­vinn­ari en okk­ur grun­ar, líkt og þegar inn­kaupa­kerr­an leit fyrst dags­ins ljós.

mbl.is