Hvers vegna er þetta fermingargjöf ársins að mati ELKO?

Ferming | 26. mars 2024

Hvers vegna er þetta fermingargjöf ársins að mati ELKO?

Af þeim sem þátt tóku í árlegri fermingarkönnun ELKO nefndu margir hljómflutningstæki sem eftirminnilegustu fermingargjöfina eða um fimmtungur svarenda. Þá minntist fólk einnig armbandsúra, svefnpoka, skartgripa og ferða bæði innanlands og til útlanda.

Hvers vegna er þetta fermingargjöf ársins að mati ELKO?

Ferming | 26. mars 2024

Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá ELKO.
Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá ELKO. Ljósmynd/Aðsend

Af þeim sem þátt tóku í ár­legri ferm­ing­ar­könn­un ELKO nefndu marg­ir hljóm­flutn­ings­tæki sem eft­ir­minni­leg­ustu ferm­ing­ar­gjöf­ina eða um fimmt­ung­ur svar­enda. Þá minnt­ist fólk einnig arm­bandsúra, svefn­poka, skart­gripa og ferða bæði inn­an­lands og til út­landa.

Af þeim sem þátt tóku í ár­legri ferm­ing­ar­könn­un ELKO nefndu marg­ir hljóm­flutn­ings­tæki sem eft­ir­minni­leg­ustu ferm­ing­ar­gjöf­ina eða um fimmt­ung­ur svar­enda. Þá minnt­ist fólk einnig arm­bandsúra, svefn­poka, skart­gripa og ferða bæði inn­an­lands og til út­landa.

Snjallúr efst á óskalist­an­um

Væru þátt­tak­end­ur könn­un­ar­inn­ar að ferm­ast í ár þá væru snjallúr ferm­ing­ar­gjöf árs­ins 2024. Fast á hæla þeirra koma svo iP­ho­ne snjallsím­ar og þriðja sæt­inu deila sjón­varps­tæki og góð heyrn­ar­tól. Þegar svör fólks eru greind um hvað væri efst á óskalista þess ef það væri að ferm­ast í dag nefna flest­ir, eða um 37%, raf­tæki. Fjórðung­ur nefn­ir ut­an­lands­ferðir og litlu færri pen­inga­gjaf­ir.

„Okk­ur finnst af­skap­lega gam­an að kanna á ári hverju hug fólks til bæði ferm­inga og ferm­ing­ar­gjafa og völd­um að hafa spurn­ing­una um eft­ir­minni­leg­ustu ferm­ing­ar­gjöf­ina mjög opna í ár. Það var virki­lega gam­an og áhuga­vert að fara yfir niður­stöðurn­ar og fróðlegt að sjá tækniþró­un­ina sem hef­ur átt sér stað í hinum gömlu klass­ísku ferm­ing­ar­gjöf­um,“ seg­ir Ar­in­björn Hauks­son, for­stöðumaður markaðssviðs ELKO.

Ar­in­björn seg­ir að þó greina megi ákveðna tækniþróun í ferm­ing­ar­gjöf­um þá hafi áhuga­svið ferm­ing­ar­barna tals­verð áhrif á stærri ferm­ing­ar­gjaf­irn­ar frá nán­ustu fjöl­skyldu. Nú velji marg­ir far­tölv­ur og leikja­tölv­ur í stað borðtölva áður og marg­ir horfi til heilsu­úra í stað hefðbund­inna arm­bandsúra. Þá hafi hljóm­flutn­ings­græj­ur þró­ast yfir í ferðahátal­ara og heyrn­ar­tól og má segja að góð heyrn­ar­tól hafi þar vinn­ing­inn.

„Svo verða snjallsím­ar stöðugt vin­sælli til gjafa ásamt sjón­vörp­um. Mynda­vél­ar hafa einnig lengi notið vin­sælda og sjá­um við í dag ákveðna end­ur­komu í filmu­mynda­vél­um sem sýn­ir að við erum mögu­lega kom­in í ein­hvers­kon­ar hring í þeim efn­um. Skyndi­mynda­vél­ar og Pol­aroid-mynda­vél­ar hafa til dæm­is verið vin­sæl viðbót í hinum ýmsu veisl­um, hvort sem um er að ræða ferm­ing­ar eða brúðkaup.“

Snjallúr eru vinsæl.
Snjallúr eru vin­sæl.

Ekki nauðsyn­legt að vera með mynda­kassa

Könn­un ELKO leiðir í ljós að heit­ir brauðrétt­ir er klass­ík sem flest­ir stóla á í veisl­um. En þar á eft­ir koma pinna­mat­ur og brauðtert­ur. Í op­inni spurn­ingu um hvað annað fólk langaði í voru flat­kök­ur með hangi­kjöti oft­ast nefnd­ar, ásamt súpu og brauði.

Tæp­ur helm­ing­ur tel­ur að of mikið sé lagt í ferm­ing­ar­veisl­ur nú um stund­ir og telja 88,5 pró­sent svar­enda ekki þörf á nammi­b­ar og þrír fjórðu töldu hvorki þörf á svo­kölluðum mynda­kassa eða sér­merkt­um serví­ett­um í ferm­ing­ar­veisl­una.

Fyr­ir hvað mikið á að gefa?

Stóra spurn­ing­in sem brenn­ur á mörg­um er varðandi hvaða upp­hæðir fólk miðar við til ferm­ing­ar­gjafa, nefndu 38,8% 11–15 þúsund krón­ur og 36,7% 7-10 þúsund krón­ur. 14,8% sögðust miða við 16-20 þúsund og 6,2% sögðust halda sig und­ir sex þúsund krón­um. Aðrir völdu hærri upp­hæðir, en gera má ráð fyr­ir því að upp­hæðin teng­ist þá fjöl­skyldu­tengsl­um, án þess þó að það hafi verið rann­sakað sér­stak­lega.

Árleg ferm­ing­ar­könn­un ELKO fór fram dag­ana 6. til 17. mars sl. og byggja niður­stöður henn­ar á um 2.500 svör­um við marg­vís­leg­um spurn­ing­um um ferm­ing­ar og veislu­höld þeim tengd. Af þeim sem þátt tóku höfðu 95,7% fermst, 93,8% í kirkju og 1,9% borg­ara­lega. Þátt­tak­end­ur voru á breiðu ald­urs­bili og þátt­taka nokkuð jöfn meðal fólks á full­orðins­aldri. Stærsti hóp­ur­inn var 36-50 ára, eða 36% og 27,5% á aldr­in­um 51-64 ára. Tæp­ur fimmt­ung­ur var á bil­inu 18-45 ára og 14,2% yfir 61 ári, en yngri en 18 ára bara 3,1% þátt­tak­enda.

mbl.is