Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Á ferðalagi | 26. mars 2024

Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Steiney Skúladóttir, spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur, er komin aftur á gamlar og sólríkar slóðir. Hún er stödd í borg englanna, Los Angeles, um þessar mundir, en árið 2019 fluttist hún til Los Angeles, tímabundið, til að læra spunalistina.

Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Á ferðalagi | 26. mars 2024

Steiney er mikill húmoristi.
Steiney er mikill húmoristi. Skjáskot/Instagram

Steiney Skúla­dótt­ir, spuna­leik­kona, rapp­ari og sket­sa­höf­und­ur, er kom­in aft­ur á gaml­ar og sól­rík­ar slóðir. Hún er stödd í borg engl­anna, Los Ang­eles, um þess­ar mund­ir, en árið 2019 flutt­ist hún til Los Ang­eles, tíma­bundið, til að læra spuna­list­ina.

Steiney Skúla­dótt­ir, spuna­leik­kona, rapp­ari og sket­sa­höf­und­ur, er kom­in aft­ur á gaml­ar og sól­rík­ar slóðir. Hún er stödd í borg engl­anna, Los Ang­eles, um þess­ar mund­ir, en árið 2019 flutt­ist hún til Los Ang­eles, tíma­bundið, til að læra spuna­list­ina.

Steiney birti stór­skemmti­lega myndaseríu frá heim­sókn sinni á In­sta­gram á þriðju­dag.

„Góður mat­ur, spuni, hitta vini sem ég hef saknað, spuni, drekka kampa­vín á sund­laug­ar­bakka, spuni, vera elt af minotaur, spuni, fara í drag brunch, spuni, horfa á hóprimm, spuni, Magic Castle, spuni...spuni, spuni, spuni. Allt með þess­um sjúk­lega skemmti­lega hóp. Ég held að ég hafi reynd­ar fundið mörk­in yfir hvað ég get spunnið mikið. Gott að sjá þig aft­ur LA, ég áttaði mig ekki á hvað ég saknaði þín mikið,” skrifaði hún við færsl­una.

Steiney er mik­il flökkukind að eðlis­fari og hef­ur ferðast víða. Hún hef­ur meðal ann­ars búið í Ástr­al­íu, Banda­ríkj­un­um og Par­ís.

mbl.is