Rúrik opnar sig í viðtali við Sports Illustrated

Áhrifavaldar | 27. mars 2024

Rúrik opnar sig í viðtali við Sports Illustrated

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason fór í einlægt viðtal hjá tímaritinu Sports Ilustrated í Þýskalandi þar sem hann opnaði sig um feril sinn og ýmsa erfiðleika sem hann upplifði í Þýskalandi þegar hann lék með knattspyrnuliðunum Nürnberg og Sandhausen.

Rúrik opnar sig í viðtali við Sports Illustrated

Áhrifavaldar | 27. mars 2024

Rúrik Gíslason opnaði sig um erfiða tíma hjá þýska knattspyrnuliðinu …
Rúrik Gíslason opnaði sig um erfiða tíma hjá þýska knattspyrnuliðinu Sandhausen í viðtali við tímaritið Sports Illustrated. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son fór í ein­lægt viðtal hjá tíma­rit­inu Sports Ilustra­ted í Þýskalandi þar sem hann opnaði sig um fer­il sinn og ýmsa erfiðleika sem hann upp­lifði í Þýskalandi þegar hann lék með knatt­spyrnuliðunum Nürn­berg og Sand­hausen.

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son fór í ein­lægt viðtal hjá tíma­rit­inu Sports Ilustra­ted í Þýskalandi þar sem hann opnaði sig um fer­il sinn og ýmsa erfiðleika sem hann upp­lifði í Þýskalandi þegar hann lék með knatt­spyrnuliðunum Nürn­berg og Sand­hausen.

Rúrik á glæst­an knatt­spyrnu­fer­il að baki, en hann skaust eft­ir­minni­lega upp á stjörnu­him­in­inn sum­arið 2018 þegar hann fór á heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu með ís­lenska landsliðinu. Á ferli sín­um spilaði hann einnig á Englandi, í Dan­mörku og Þýskalandi. 

Fékk ekki að fara heim í jarðarför móður sinn­ar

Árið 2020 lagði Rúrik fót­bolta­skóna á hill­una og hef­ur síðan þá verið að gera það gott sem fyr­ir­sæta, leik­ari, söngv­ari, dans­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna. „Ég er hepp­inn að geta gert ým­is­legt. Og ég er stolt­ur af sjálf­um mér fyr­ir að hafa sagt já við svona mörgu,“ seg­ir Rúrik. 

Í viðtal­inu opn­ar Rúrik sig um erfiða tíma hjá þýska liðinu Sand­hausen sem hann lék með á ár­un­um 2018 til 2020. „Ég var ekki hrif­inn af því hvernig komið var fram við mig í Sand­hausen í lok fer­ils míns. Ég mátti ekki ferðast heim til að fara í jarðarför móður minn­ar,“ út­skýr­ir hann. 

„Það var sagt í blöðunum að ég hafi komið aft­ur frá Íslandi í engu formi vegna þess að ég hefði ekki æft þar. Sann­leik­ur­inn er sá að ég var á Íslandi til að styðja móður mína á henn­ar síðustu stund­um,“ bæt­ir hann við. 

„Ég er viss um að þú mynd­ir æfa miklu meira ef þú vær­ir ljót­ur“

Rúrik seg­ir út­litið ekki alltaf hafa unnið með sér í fót­bolt­an­um. „Ég var með nokkra þjálf­ara í Þýskalandi sem sýndu enga mis­kunn þegar kom að svona hlut­um. Einn þeirra setti mig á bekk­inn vegna þess að hann sagði að ég væri ekki að ein­beita mér að fót­bolta því ég væri að safna hári,“ seg­ir Rúrik.

„Ann­ar sagði: „Ég er viss um að þú mynd­ir æfa miklu meira ef þú vær­ir ljót­ur“,“ bæt­ir hann við. 

mbl.is