Hvert er skemmtilegast að fara í páskabíltúr?

Fjallganga | 28. mars 2024

Hvert er skemmtilegast að fara í páskabíltúr?

Yfir páskana er vinsælt að skella sér í ferðalag út á land, upp í sumarbústað eða jafnvel út fyrir landsteinana. Það er hins vegar vel hægt að nýta páskafríið til að ferðast og fræðast um landið okkar án þess að þurfa að standa í því að pakka fjölskyldunni saman fyrir næturgistingu enda nóg af spennandi stöðum í þægilegri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu fyrir dagsferðir.

Hvert er skemmtilegast að fara í páskabíltúr?

Fjallganga | 28. mars 2024

Ætlar þú að ferðast innanlands um páskana?
Ætlar þú að ferðast innanlands um páskana? Samsett mynd

Yfir pásk­ana er vin­sælt að skella sér í ferðalag út á land, upp í sum­ar­bú­stað eða jafn­vel út fyr­ir land­stein­ana. Það er hins veg­ar vel hægt að nýta páskafríið til að ferðast og fræðast um landið okk­ar án þess að þurfa að standa í því að pakka fjöl­skyld­unni sam­an fyr­ir næt­urg­ist­ingu enda nóg af spenn­andi stöðum í þægi­legri fjar­lægð frá Höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir dags­ferðir.

Yfir pásk­ana er vin­sælt að skella sér í ferðalag út á land, upp í sum­ar­bú­stað eða jafn­vel út fyr­ir land­stein­ana. Það er hins veg­ar vel hægt að nýta páskafríið til að ferðast og fræðast um landið okk­ar án þess að þurfa að standa í því að pakka fjöl­skyld­unni sam­an fyr­ir næt­urg­ist­ingu enda nóg af spenn­andi stöðum í þægi­legri fjar­lægð frá Höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir dags­ferðir.

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm hug­mynd­ir að skemmti­leg­um dags­ferðum sem til­valið er að skella sér í yfir pásk­ana.

Þing­vell­ir

Þing­vell­ir eru einn sögu­fræg­asti staður lands­ins og nátt­úru­und­ur á heimsvísu. Eins og mörg­um er kunn­ugt var Alþingi stofnað á Þing­völl­um árið 930 og kom þar sam­an ár­lega til árs­ins 1798. Þjóðgarður­inn var stofnaður árið 1928 og nær yfir Þing­velli og nán­asta um­hverfi þeirra. Þá lýstu Íslend­ing­ar einnig yfir sjálf­stæði á Þing­völl­um þann 17. júní 1944. 

Jarðsaga og vist­kerfi svæðis­ins er einnig ein­stakt, en það er hluti fleka­skila Atlants­hafs­hryggj­ar­ins og þar má meðal ann­ars sjá öfl jarðskorp­unn­ar í gjám og sprung­um. Það ættu því flest­ir að hafa gam­an af því að heim­sækja Þing­velli sem eru í um 40 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Reykja­vík. 

Það er alltaf gaman að upplifa náttúrufegurðina á Þingvöllum.
Það er alltaf gam­an að upp­lifa nátt­úru­feg­urðina á Þing­völl­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ein­ar Jóns­son

Hái­foss

Ísland er sann­kölluð fossap­ara­dís, en hér má finna fjölda fossa í hinum ýmsu stærðum og gerðum sem gam­an er að skoða. Hái­foss er einn þeirra, en hann er staðsett­ur innst í Þjórsár­dal og býður ferðalöng­um upp á magnað sjón­arspil. Foss­inn er 122 metr­ar á hæð, en við hlið hans er foss­inn Granni sem er litlu lægri. 

Það er magnað sjón­arspil að sjá Fos­sána steyp­ast fram af há­lend­is­brún­inni þar sem nærri 2 millj­ón ára göm­ul jarðlög úr þykk­um hraun­um og mó­bergi blasa við. Auðveld­asta leiðin að foss­in­um sam­kvæmt Íslenska ferðavefn­um er um línu­veg sem ligg­ur milli Tungu­fells og Sanda­fells, en þá er keyrt fram­hjá Hóla­skógi og upp að foss­in­um ofan frá. Það tek­ur um tvær klukku­stund­ir að keyra að Háa­foss frá Reykja­vík, en at­hugið að veg­ur­inn frá Hóla­skógi get­ur verið grýtt­ur og fer akst­urs­tím­inn því eft­ir aðstæðum. 

Einnig liggja jeppaleiðir frá Rauðuskriðum og Stöng í Þjórsár­dal lang­leiðina inn að foss­in­um neðan frá, en þá þarf að ganga nokk­urn spöl upp í móti til að kom­ast að foss­un­um.

Ótrúlegt sjónarspil blasir við ferðalögnum þegar gengið er að Háafossi …
Ótrú­legt sjón­arspil blas­ir við ferðalögn­um þegar gengið er að Háa­fossi í Þjórsár­dal. Ljós­mynd/​Unsplash/​Theodor Vasile

Kirkju­fell

Hið sér­kenni­lega og und­urfagra Kirkju­fell kann­ast ef­laust marg­ir við, en það er staðsett við Grund­ar­fjörð á Snæ­fellsnesi. Fjallið teyg­ir sig 463 metra yfir sjáv­ar­mál og er lík­lega í hópi þeirra fjalla sem mest hef­ur verið myndað á Íslandi í gegn­um tíðina, enda hef­ur lag fjalls­ins vakið mikla at­hygli. 

Sjón­ar­hornið frá Kirkju­fells­foss að Kirkju­fell­inu þykir sér­lega fal­legt og því gam­an að ganga að foss­in­um sem er staðsett­ur stutt frá fjall­inu. Frá Reykja­vík tek­ur um tvær klukku­stund­ir og 40 mín­út­ur að keyra að Kirkju­felli. 

Kirkjufell er frægt fyrir einstaka lögun og mikla fegurð.
Kirkju­fell er frægt fyr­ir ein­staka lög­un og mikla feg­urð. Ljós­mynd/​Unsplash/​Robert Bye

Reykja­dal­ur

Bíltúr að Reykja­dal við Hvera­gerði er full­kom­inn fyr­ir þá sem lang­ar í páska­bíltúr en geta ómögu­lega hugsað sér að sitja lengi inni í bíl og þykir spenn­andi að skoða landið fót­gang­andi. 

Reykja­dal­ur er sann­kölluð úti­vistarperla, en keyrt er að bíla­stæði fyr­ir ofan Hvera­gerði og þaðan ligg­ur göngu­stíg­ur upp dal­inn að heit­um læk sem hægt er að baða sig í. 

Það tek­ur ekki nema um 40 mín­út­ur að keyra í Hvera­gerði, en nokkr­ar göngu­leiðir eru svo um dal­ina og er sú stysta að heita lækn­um um þriggja kíló­metra löng. 

Gangan að læknum er skemmtileg og býður upp á fallegt …
Gang­an að lækn­um er skemmti­leg og býður upp á fal­legt lands­lag og mikla lita­dýrð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Selja­valla­laug

Í und­ur­fögr­um fjalla­sal fremst í Laug­ar­ár­gili und­ir Eyja­fjöll­um er að finna hina frægu Selja­valla­laug. Sund­laug­in er 25 metra löng og 10 metra breidd og er ein sú elsta á Íslandi, en hún var byggð við kletta­vegg og renn­ur heitt vatn í hana úr berg­inu. Árið 1927 var haf­in sund­kennsla í laug­inni sem hluti af skyldu­námi, en Selja­valla­laug var stærsta sund­laug lands­ins til árs­ins 1936.

Það tek­ur rúm­lega tvo tíma að keyra að laug­inni, en til þess að kom­ast þangað er ekið aust­ur um Suður­lands­veg þar til komið er að vega­mót­um Raufa­fells­veg­ar (veg­ur 242). Beygt er inn þann veg og ekið inn dal­inn sem ligg­ur að Selja­völl­um. Bíla­stæði eru við sum­ar­hús sem ligg­ur í hlíðinni, en þaðan er gengið að laug­inni sem tek­ur um 30 mín­út­ur. 

Hitastig laugarinnar er kaldara á veturna og vorin, en almennt …
Hita­stig laug­ar­inn­ar er kald­ara á vet­urna og vor­in, en al­mennt er meðal­hit­inn sagður vera frá 25-30°C. Ljós­mynd/​Unsplash/​Michael James
mbl.is