Leynistaður hamingjunnar

Páskar | 28. mars 2024

Leynistaður hamingjunnar

Páskarnir eru stærsta hátíð kirkjunnar og því er kannski ekkert skrýtið að hún sé í uppáhaldi hjá mörgum. Páskarnir boða birtu og yl og auðvitað heilmikið súkkulaðiát og upprisu. Þessari kristilegu hátíð fylgir lítið stress – nema fólk sé mjög álagssækið og óþekkt. Flestir geta bara notið þess að vera þeir sjálfir í friði hvort sem þeim hugnast að haga sér eins og þeir séu í lífslokameðferð eða kjósa að labba án mikilla fata upp Esjuna eins og Gummi Emil.

Leynistaður hamingjunnar

Páskar | 28. mars 2024

Að finna gleðina í því einfalda og að það gefi …
Að finna gleðina í því einfalda og að það gefi raunverulega lífsfyllingu að gera praktíska hluti er skilgreining á einhverju. Ég veit bara ekki alveg hverju. Er þetta kannski bara leynistaður hamingjunnar? Samsett mynd

Pásk­arn­ir eru stærsta hátíð kirkj­unn­ar og því er kannski ekk­ert skrýtið að hún sé í upp­á­haldi hjá mörg­um. Pásk­arn­ir boða birtu og yl og auðvitað heil­mikið súkkulaðiát og upprisu. Þess­ari kristi­legu hátíð fylg­ir lítið stress – nema fólk sé mjög álags­sækið og óþekkt. Flest­ir geta bara notið þess að vera þeir sjálf­ir í friði hvort sem þeim hugn­ast að haga sér eins og þeir séu í lífs­lokameðferð eða kjósa að labba án mik­illa fata upp Esj­una eins og Gummi Emil.

Pásk­arn­ir eru stærsta hátíð kirkj­unn­ar og því er kannski ekk­ert skrýtið að hún sé í upp­á­haldi hjá mörg­um. Pásk­arn­ir boða birtu og yl og auðvitað heil­mikið súkkulaðiát og upprisu. Þess­ari kristi­legu hátíð fylg­ir lítið stress – nema fólk sé mjög álags­sækið og óþekkt. Flest­ir geta bara notið þess að vera þeir sjálf­ir í friði hvort sem þeim hugn­ast að haga sér eins og þeir séu í lífs­lokameðferð eða kjósa að labba án mik­illa fata upp Esj­una eins og Gummi Emil.

Á dög­un­um hitti ég frama­konu nokkra á snyrti­stofu. Henni hef­ur vegnað vel og virt­ist ánægð með hlut­skipti sitt í líf­inu. Við sát­um hlið við hlið í titrandi nudd­stól­um með buxna­skálm­arn­ar brett­ar upp að hnjám á meðan dauðar húðfrum­ur voru fjar­lægðar af fót­un­um. Þeim var svo pakkað inn í plast­poka með fótakremi og látn­ir taka sig en svo voru negl­urn­ar pússaðar og lakkaðar.

Hún spurði hvort ég ætlaði eitt­hvað um pásk­ana. Ég sagðist vera búin að vera á svo mikl­um þeyt­ingi, lík­am­lega og and­lega, að ég sæi pásk­ana í hill­ing­um þar sem ég gæti maga­lent í friði. Ég gæti skriðið í friði yfir þrösk­uld­inn á úti­h­urðinni miðviku­dag­inn 27. mars þar sem mín biðu verðug verk­efni. Svo fór ég ít­ar­lega yfir það hvernig ég ætlaði að end­ur­skipu­leggja skáp­ana í þvotta­hús­inu, sort­era snúr­ur, fara í Sorpu og bera olíu á glugg­ana að inn­an þegar búið væri að pússa þá upp. Og svo ætlaði ég að þvo gard­ín­urn­ar og hæg­elda skrokk og finna góðan felu­stað fyr­ir páska­egg son­ar­ins og eig­in­manns­ins.

Hvernig væri að ryksuga upp allt glimmerið og taka til?
Hvernig væri að ryk­suga upp allt glimmerið og taka til? Unsplash

Ein­hvern veg­inn bjóst ég við að heyra hrot­ur úr næsta stól. Hún hefði sofnað því leiðin­legri sessu­naut er lík­lega ekki hægt að hafa á snyrti­stofu. Mér til undr­un­ar var hún glaðvak­andi með aug­un sperrt. Hún leit á mig og sagði: „Ég er að tengja.“ Hún þráði að fá marga daga til þess að fá að taka til í friði, end­ur­skipu­leggja, þrífa og losa sig við dót sem eitt sinn var bráðnauðsyn­legt að eign­ast en nú vildi hún helst að það væri eign ein­hvers ann­ars.

Það er hægt að velta fyr­ir sér hvort þetta sé ald­ur­inn? Eru kon­ur á okk­ar aldri svona? Eða eru þetta lægðirn­ar sem ganga yfir landið? Óbreytt­ir stýri­vext­ir? Kaup Lands­bank­ans á TM? Eða áhyggj­ur af fjár­mögn­un á nýrri þjóðar­höll? Eða er þetta and­leg þreyta vegna of­fram­boðs af for­setafram­bjóðend­um?

Á hvaða stað er mann­eskja sem vill verja pásk­un­um með Brené Brown í eyr­un­um á meðan hún tek­ur til? Er hún leiðin­leg eða er hún kannski bara að njóta lífs­ins í botn? Að finna gleðina í því ein­falda og að það gefi raun­veru­lega lífs­fyll­ingu að gera praktíska hluti er skil­grein­ing á ein­hverju. Ég veit bara ekki al­veg hverju. Er þetta kannski bara leyn­istaður ham­ingj­unn­ar? Er ekki alltaf verið að segja að hinir gjör­spilltu Vest­ur­landa­bú­ar finni ekki ham­ingj­una því þeir eru alltaf að leita að ein­hverju sem er ekki til. Ein­hverri full­komn­un sem veit­ir augna­bliks­glit en guf­ar svo upp.

Ég er auðvitað ekki með svarið. Eina sem ég veit er að ég verð með mjög mjúk­ar tær og vel lakkaðar þegar glugg­arn­ir verða pússaðir og olíu­born­ir. Ég hlakka til. Er mjög spennt. Sæl­ir eru ein­fald­ir!

Gleðilega páska!

mbl.is