Páskafjör fyrir alla fjölskylduna

Föndur og afþreying | 28. mars 2024

Páskafjör fyrir alla fjölskylduna

Páskarnir eru skemmtilegur tími til að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Það þarf engum að leiðast um páskana enda nóg hægt að gera sér til skemmtunar, hvort sem það er að baka gómsætt bakkelsi, fara í páskaeggjaleit eða páskagöngutúr!

Páskafjör fyrir alla fjölskylduna

Föndur og afþreying | 28. mars 2024

Það þarf engum að leiðast um páskana!
Það þarf engum að leiðast um páskana! Samsett mynd

Pásk­arn­ir eru skemmti­leg­ur tími til að njóta í faðmi fjöl­skyldu og vina. Það þarf eng­um að leiðast um pásk­ana enda nóg hægt að gera sér til skemmt­un­ar, hvort sem það er að baka góm­sætt bakk­elsi, fara í páska­eggja­leit eða páska­göngu­túr!

Pásk­arn­ir eru skemmti­leg­ur tími til að njóta í faðmi fjöl­skyldu og vina. Það þarf eng­um að leiðast um pásk­ana enda nóg hægt að gera sér til skemmt­un­ar, hvort sem það er að baka góm­sætt bakk­elsi, fara í páska­eggja­leit eða páska­göngu­túr!

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is tók sam­an nokkr­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir að afþrey­ingu um pásk­ana sem hent­ar öll­um ald­urs­hóp­um. 

Páska­eggja­leit

Páska­eggja­leit er ómiss­andi hluti af pásk­un­um og al­gjör mis­skiln­ing­ur að hún sé aðeins fyr­ir yngstu kyn­slóðina. Það geta nefni­lega all­ir haft gam­an að páska­eggja­leit í góðum fé­lags­skap, hvort sem hún er í garðinum heima eða skipu­lögð af öðrum – til dæm­is eru mörg sveita­fé­lög sem standa fyr­ir páska­eggja­leit.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Tima Miros­hnichen­ko

Prjóna eða hekla

Páskafríið er til­val­inn tími til að taka fyrstu skref­in með prjón­ana, sama á hvaða aldri þú ert. Veldu glaðlega og og páska­lega liti í garni og taktu frá smá tíma á hverj­um degi til að prjóna eða hekla, hvort sem þú ákveður að byrja að byrja á tusku, trefli eða ein­hverju allt öðru!

Ljós­mynd/​Pex­els/​Miriam Alon­so

Baka góm­sætt bakk­elsi

Pásk­arn­ir eru mik­il hátíð fyr­ir mat­gæðinga og sæl­kera, enda ein­kenn­ast þeir iðulega af góðum mat og nóg af sæt­ind­um. Það er um að gera að nýta fríið í að baka með fjöl­skyld­unni eða vin­un­um, en það er til fullt af spenn­andi pás­ka­upp­skrift­um á net­inu fyr­ir öll getu­stig!

Ljós­mynd/​Unsplash/​Mik­hail Ni­lov

Páska­göngu­túr

Það er nauðsyn­legt að kom­ast aðeins út, fá sér ferskt loft og hreyfa sig um pásk­ana. Það vant­ar ekki upp á góðar göngu­leiðir á Höfuðborg­ar­svæðinu, en það er til­valið að velja ein­hverja skemmti­lega göngu­leið og bjóða fjöl­skyldu og vin­um í páska­göngu – hvort sem það er í hverf­inu, í Heiðmörk eða ein­fald­lega upp á Úlfars­fell!

Ljós­mynd/​Pex­els/​Tatiana Syri­kova

Mála páska­egg

Það er fátt páska­legra en að mála egg og þar er svo sann­ar­lega hægt að láta hug­mynd­arflugið ráða för. Það eina sem þú þarft eru egg, máln­ing og góða skapið!

Ljós­mynd/​Pex­els/​Pavel Danilyuk

Páska­bíltúr

Það er alltaf gam­an að ferðast um landið okk­ar en í ná­grenni Höfuðborg­ar­svæðis­ins er nóg að skoða og til­valið að skella sér í æv­in­týra­lega dags­ferð. Þú get­ur meira að segja tekið páska­eggið með í nesti!

Ljós­mynd/​Unsplash/​Tim Moss­holder
mbl.is