Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Ferming | 30. mars 2024

Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Embla Sólveig Arnarsdóttir er í 9. bekk í Hagaskóla en hún fermdist fyrir tæpu ári í Neskirkju  í Vesturbænum í Reykjavík. Embla hélt veisluna heima enda býr hún í fremur rúmgóðu húsi með foreldrum sínum, eldri systur og ketti. Hún var einstaklega heppin með veður á fermingardaginn sem hún er afskaplega ánægð með þegar hún horfir til baka.

Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Ferming | 30. mars 2024

Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir átti frábæran fermingardag í fyrra.
Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir átti frábæran fermingardag í fyrra. Samsett mynd

Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir er í 9. bekk í Haga­skóla en hún fermd­ist fyr­ir tæpu ári í Nes­kirkju  í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík. Embla hélt veisl­una heima enda býr hún í frem­ur rúm­góðu húsi með for­eldr­um sín­um, eldri syst­ur og ketti. Hún var ein­stak­lega hepp­in með veður á ferm­ing­ar­dag­inn sem hún er af­skap­lega ánægð með þegar hún horf­ir til baka.

Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir er í 9. bekk í Haga­skóla en hún fermd­ist fyr­ir tæpu ári í Nes­kirkju  í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík. Embla hélt veisl­una heima enda býr hún í frem­ur rúm­góðu húsi með for­eldr­um sín­um, eldri syst­ur og ketti. Hún var ein­stak­lega hepp­in með veður á ferm­ing­ar­dag­inn sem hún er af­skap­lega ánægð með þegar hún horf­ir til baka.

Embla seg­ist hafa verið svo­lítið með fiðrildi í mag­an­um á ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an og það hafi líka verið mikið að gera dag­ana á und­an. „Ég fermd­ist þann 10. apríl síðastliðinn og mamma hjálpaði mikið til við skipu­lagn­ing­una. Ég var með ákveðnar hug­mynd­ir um veit­ing­arn­ar og litaþemað sem ég hafði hvítt og ljós­blátt því þetta hafa alltaf verið mín­ir lit­ir, sér­stak­lega ljós­blátt. Ég vildi líka alls ekki hafa bleik­an því að svo marg­ir eru með hann.“ Hún bæt­ir við að hún telji ljós­blá­an og hvít­an lit eld­ast vel þegar fram líði stund­ir. Föt­in eru stór hluti af ferm­ing­unni og oft mik­ill haus­verk­ur. Hún keypti sér hvít­an klass­ísk­an kjól í Galleri 17 og hvít­an jakka við í HM. Nike Air Force 1 striga­skó keypti amma henn­ar í Lund­ún­um.

Embla keypti kjólinn í Gallerí 17.
Embla keypti kjól­inn í Galle­rí 17. Ljós­mynd/​Aðsend

Nammi­bar­inn sló í gegn

„Varðandi veit­ing­arn­ar gaf ég mömmu bara hug­mynd­ir um hvað mér fannst gott og hvernig ég vildi hafa þetta og ég fór með henni í búðir að kaupa skrautið og serví­ett­urn­ar. Veit­ing­arn­ar voru að mestu heima­gerðar en það var mamma og fjöl­skylda mín sem hjálpuðust að við að út­búa þær. Það var boðið upp á ýmsa smá­rétti eins og sus­hi, kín­versk­ar boll­ur, rækjutakó og smá­borg­ara. Á öðru borði vor­um við með alls kon­ar sætt, eins og litl­ar kó­kos­boll­ur, lít­il páska­egg, súkkulaðihjúpuð jarðarber og eitt­hvert Oreo-gúm­melaði í litl­um glös­um sem mamma bjó til. Hún gerði líka kran­sa­köku. Svo var líka nammi­b­ar sem mik­il ánægja var með. Það voru u.þ.b. 80 manns í veisl­unni og fullt af börn­um svo það var gott að geta nýtt pall­inn hérna en þar sett­um við til dæm­is upp nammi­bar­inn.“

Nammibarinn var flottur.
Nammi­bar­inn var flott­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Stressuð þegar hún gekk inn kirkjugólfið

Embla seg­ir að ferm­ing­ar­dag­ur­inn hafi verið tek­inn snemma og hún hafi byrjað á því að fara í hár­greiðslu. „Ég vaknaði um klukk­an 8 og fór á hár­greiðslu­stof­una Barbar­ellu, þar sem ferm­ing­ar­greiðslan var gerð á mér og ég var líka aðeins máluð. Hár­greiðslu­kon­an á stof­unni setti á mig smá­veg­is bronser, kinna­lit, maskara og gloss, en ég vildi ekki vera mikið máluð. Eft­ir það fór ég í Nes­kirkju og var al­veg frek­ar stressuð því ég þurfti að ganga fremst og halda á kross­in­um en þetta gekk allt mjög vel samt. Eft­ir at­höfn­ina hitti ég mömmu og pabba og afa og ömmu sem óskuðu mér til ham­ingju og síðan fór­um við heim þar sem vin­kona mömmu sem er ljós­mynd­ari myndaði mig. Þetta var smá stress líka en ég hafði ætlað að vera búin að fara til henn­ar í mynda­töku áður en þá var ég svo veik að ég komst ekki. Ég sé svo­lítið eft­ir því að hafa verið að elt­ast við mynda­tök­una á ferm­ing­ar­dag­inn þar sem ég hafði gleymt að láta stilla gler­aug­un mín og þau runnu svo­lítið fram á nefnið á mér þannig að aug­un mín sáust lítið á mynd­un­um.“

Embla fór í hárgreiðslu á stofunni Barbarellu.
Embla fór í hár­greiðslu á stof­unni Barbar­ellu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hélt ræðu og spilaði á pí­anó fyr­ir gest­ina

Eft­ir mynda­tök­una seg­ist hún hafa farið heim að und­ir­búa veisl­una ásamt afa sín­um og ömmu. „Ég fór heim og æfði mig svo­lítið á pí­anóið á meðan mamma og nokkr­ir úr fjöl­skyld­unni hjálpuðu til við að und­ir­búa veisl­una. Ég man að ég var svo­lítið stressuð áður en gest­irn­ir komu. Ég tók svo á móti þeim og þegar all­ir voru komn­ir hélt ég ræðu sem ég var búin að æfa og það gekk bara mjög vel,“ seg­ir hún glöð á svip og bæt­ir við að hún hafi svo tekið þrjú lög á pí­anóið en Embla hef­ur lært á pí­anó í mörg ár. „Ég var búin að æfa þessi þrjú lög rosa­lega mikið. Ég spilaði eitt lag úr bók­inni minni frá Suzuki-skól­an­um, eitt ís­lenskt lag og eitt klass­ískt, sem bet­ur fer ruglaðist ég ekki á neinni nótu og all­ir klöppuðu fyr­ir mér.“

Ljós­mynda­vegg­ur­inn vakti lukku

Embla setti upp fal­leg­an glimmer-ljós­blá­an ljós­mynda­vegg þar sem hún bauð hverj­um og ein­um veislu­gesti að stilla sér upp með henni og taka mynd á Pol­aroid-mynda­vél sem minn­ingu um ferm­ing­una og seg­ir hún að þetta hafi vakið mikla lukku meðal gesta. „Mér fannst þetta gam­an og núna á ég all­ar þess­ar mynd­ir og þær varðveita minn­ing­una um fólkið sem var í veisl­unni, það finnst mér mik­il­vægt.“

Embla fermdist í fyrra.
Embla fermd­ist í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Lagði all­an ferm­ingar­pen­ing­inn inn á sparnaðar­reikn­ing

Þegar Embla er spurð um ferm­ing­ar­gjaf­irn­ar seg­ist hún hafa fengið mjög góðar gjaf­ir en samt ekk­ert óhóf­legt. „Ég var mjög ánægð með all­ar gjaf­irn­ar sem mér voru gefn­ar. Þetta voru mikið skart­grip­ir og bara gagn­leg­ir hlut­ir eins og lampi, nótna­bók eft­ir Chop­in sem er mjög fræg­ur pí­anó­leik­ari og nótna­lampi á pí­anóið. Svo fékk ég nátt­úru­lega mikið af pen­ing­um en alls ekk­ert eina millj­ón eins og sum­ir. Mamma og pabbi gáfu mér svo Halloween-ferð til frænd­fólks míns í Seattle í Banda­ríkj­un­um sem ég fór í í októ­ber á síðasta ári, það var mjög gam­an.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi notað ferm­ingar­pen­ing­ana til að kaupa gjald­eyri neit­ar hún því og seg­ist vera að spara þá fyr­ir framtíðina, hún hafi lagt þá alla inn á banka og ekki snert eina krónu.

Ráðlegg­ur stelp­um að mála sig ekki of mikið á ferm­ing­ar­dag­inn

Skyldi Embla eitt­hvað hafa velt fyr­ir sér gildi ferm­ing­ar­inn­ar? „Já, ég geri mér grein fyr­ir að nú er ég al­veg orðin krist­in og full­orðin kona en svo fannst mér þetta bara voða gam­an, en maður er kannski ekki að spá eitt­hvað djúpt í það.“ Þegar hún er spurð hvort hún geti gefið krökk­um sem eru að ferm­ast núna ein­hver ráð er hún fljót að svara: „Já, ég myndi ráðleggja stelp­um að vera ekki að mála sig neitt voða mikið, hafa máln­ing­una hlut­lausa og fal­lega, því ég held að það sé ekki gam­an að horfa á mynd­ir seinna með allt of mikið make-up því tísk­an breyt­ist líka alltaf. Annað ráð er að vera vel skipu­lagður til að minnka stress á ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an, vera með smá­veg­is æðru­leysi, ég meina flest­ir gest­irn­ir í ferm­ingu eru fólk sem maður þekk­ir og þykir vænt um.“

Hún ráðleggur stelpum að mála sig ekki of mikið á …
Hún ráðlegg­ur stelp­um að mála sig ekki of mikið á ferm­ing­ar­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is