Er hægt að læknast af kvíða?

Er hægt að læknast af kvíða?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hægt sé að læknast af kvíða. 

Er hægt að læknast af kvíða?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur | 2. apríl 2024

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort hægt sé að lækn­ast af kvíða. 

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort hægt sé að lækn­ast af kvíða. 

Sæl

Er hægt að lækn­ast af kvíða?

Kveðja, Sigga

Sæl Sigga. 

Kvíði get­ur verið gagn­leg­ur og nauðsyn­leg­ur fyr­ir okk­ur og því töl­um við ekki um að lækn­ast af kvíða eða losna við hann. Við vilj­um frek­ar ná stjórn á kvíðanum, þannig að hann verði ekki of mik­ill og fari að stjórna/​hamla okk­ur. Það get­ur verið hjálp­legt að finna fyr­ir smá kvíða fyr­ir próf sem ger­ir það ef til vill að verk­um að við und­ir­bú­um okk­ur bet­ur fyr­ir prófið. En á sama tíma get­ur það verið hamlandi fyr­ir okk­ur að finna fyr­ir óstjórn­leg­um kvíða sem veld­ur því að við för­um að finna fyr­ir lík­am­leg­um kvíðaein­kenn­um og/​eða reyn­um að koma okk­ur und­an því að mæta í prófið.

Hug­ræn at­ferl­is­meðferð (HAM) er ár­ang­urs­rík meðferð í þeim til­gangi að hjálpa ein­stak­ling­um (börn­um og full­orðnum) að ná stjórn á kvíðanum sín­um. Meðferðin er tvíþætt, unnið er með hugs­ana­skekkj­ur ann­ars veg­ar og ber­skjöld­un (tak­ast á við ótt­ann með því að mæta hon­um) hins veg­ar. Þó ber að hafa í huga að börn þurfa að hafa náð ákveðnum þroska áður en hægt er að vinna með þau á þenn­an hátt, þau eiga oft erfitt með að skoða hugs­an­ir sín­ar og skilja tengsl­in á milli hugs­ana og til­finn­inga. Einnig er það sem svo að at­b­urður/​hlut­ur sem er kvíðavald­andi fyr­ir einn ein­stak­ling veld­ur ekki endi­lega öðrum ein­stak­lingi kvíða. Einnig er ekki víst að sami at­b­urður­inn valdi okk­ur ít­rekað kvíða. Hugs­an­ir okk­ar og túlk­an­ir á at­b­urðinum stjórna því hvernig okk­ur líður. Við finn­um fyr­ir kvíða ef túlk­un okk­ar á aðstæðunum gef­ur til kynna að ástæða sé til að ótt­ast eitt­hvað.

Vona að þetta svari spurn­ingu þinni. 

Bestu kveðjur,

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is