Stærsti sigurinn að hætta að drekka

Edrúland | 11. apríl 2024

Stærsti sigurinn að hætta að drekka

Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndhöfundur fagnar því í dag að vera búin að lifa án áfengis í eitt ár. Hún segir að margt hafi breyst við það að hætta að drekka. Hún segir að stærsti sigur lífsins hafi verið að hætta að drekka og er hún þá að vísa í virt bókmenntaverðlaun sem hún hefur hlotið í gegnum tíðina. 

Stærsti sigurinn að hætta að drekka

Edrúland | 11. apríl 2024

Bergrún Íris Sævarsdóttir er búin að vera edrú í eitt …
Bergrún Íris Sævarsdóttir er búin að vera edrú í eitt ár. Þessi ljósmynd var tekin þegar hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit­höf­und­ur og mynd­höf­und­ur fagn­ar því í dag að vera búin að lifa án áfeng­is í eitt ár. Hún seg­ir að margt hafi breyst við það að hætta að drekka. Hún seg­ir að stærsti sig­ur lífs­ins hafi verið að hætta að drekka og er hún þá að vísa í virt bók­mennta­verðlaun sem hún hef­ur hlotið í gegn­um tíðina. 

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit­höf­und­ur og mynd­höf­und­ur fagn­ar því í dag að vera búin að lifa án áfeng­is í eitt ár. Hún seg­ir að margt hafi breyst við það að hætta að drekka. Hún seg­ir að stærsti sig­ur lífs­ins hafi verið að hætta að drekka og er hún þá að vísa í virt bók­mennta­verðlaun sem hún hef­ur hlotið í gegn­um tíðina. 

„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að kom­ast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegn­um til­finn­ing­ar án þess að styðjast við hækju í vökv­a­formi,“ seg­ir Bergrún Íris í færslu á fé­lags­miðlin­um Face­book.

Við það að hætta að drekka urðu marg­ar breyt­ing­ar á lífi henn­ar.

„Ég tíndi upp úr öll­um skúff­um minn­ing­ar og áföll, sort­eraði og fór í gegn­um það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa tak­inu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegn­um árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sig­ur­inn og það sem ég er hvað stolt­ust af. Verk­efn­inu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði. Alka­hólismi er miklu flókn­ari sjúk­dóm­ur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómet­an­legt að vita að eng­inn þarf að standa í þessu einn með sjálf­um sér.“

Hún seg­ir að edrúsam­fé­lagið sé stórt og fullt af stuðningi, kær­leik og visku. 

„Ef ein­hver er for­vit­in/​nn/ð ​og vill byrja að kynna sér áfeng­is­laus­an lífs­stíl þá eru til alls kyns góðar bæk­ur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyr­ir mig virkaði best að tala við fólk sem hef­ur upp­lifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta. Ferðalagið snýst minnst um áfengi, og mest um djúpa sjálfs­vinnu og það að læra að elska sjálfa mig, alls­gáð, með öll­um mín­um eig­in­leik­um. Skref­in hafa ekki alltaf verið auðveld, en þau eru stór og í rétta átt.“

mbl.is