Það virðist ekki skipta máli hversu oft maður heimsækir Kaupmannahöfn í Danmörku, hún hittir alltaf beint í mark. Blaðamaður ferðavefs mbl.is skellti sér í langa helgarferð til borgarinnar síðasta sumar og upplifði hönnunarmekkað í allri sinni dýrð.
Það virðist ekki skipta máli hversu oft maður heimsækir Kaupmannahöfn í Danmörku, hún hittir alltaf beint í mark. Blaðamaður ferðavefs mbl.is skellti sér í langa helgarferð til borgarinnar síðasta sumar og upplifði hönnunarmekkað í allri sinni dýrð.
Það virðist ekki skipta máli hversu oft maður heimsækir Kaupmannahöfn í Danmörku, hún hittir alltaf beint í mark. Blaðamaður ferðavefs mbl.is skellti sér í langa helgarferð til borgarinnar síðasta sumar og upplifði hönnunarmekkað í allri sinni dýrð.
Kaupmannahöfn býður upp á ótal margt spennandi, þar á meðal magnaða hönnunarsenu sem hefur vakið heimsathygli. Margir af frægustu húsgagnahönnuðum heims koma frá Danmörku, en danir eru sérstaklega flinkir í því að hanna fallega og tímalausa stóla sem prýða ófá heimili.
Eftir að hafa eytt nokkrum dögum í Kaupmannahöfn voru nokkrir staðir sem stóðu upp úr og ættu að vera á dagskrá allra sem leggja leið sína til borgarinnar.
Hjóla um borgina
Þú finnur ekki betri stað til að hjóla á en Danmörku, en þar er lítið sem ekkert af brekkum og frábærir hjólastígar sem gera þér kleift að komast hvert sem er. Hjólið er því tilvalinn ferðamáti til að skoða borgina.
Synda í Sandkaj havnebad
Á sumrin myndast ljúf stemning á bryggjunum í Kaupmannahöfn sem fyllast af sólþyrstu fólki. Á sólríkum degi er tilvalið að skella sér á einhverja af eftirsóttu bryggjum borgarinnar til að njóta sólarinnar og dýfa sér aðeins ofan í sjóinn.
Í Norðurhöfn í Østerbro er skemmtileg bryggja sem kallast Sandkaj Brygge, en þar er hægt að sóla sig og hoppa í sjóinn.
Nýhöfn
Það er alltaf jafn gaman að ganga niður Nýhöfn og sérstaklega á fallegm degi. Þar er líka úrval af spennandi veitingahúsum og notaleg upplifun að sitja úti með góðan mat á meðan sólin sest.
Hönnunarverslanir á hverju horni
Kaupmannahöfn er sannkallað hönnunarmekka, en þar má sjá fallega hönnun á hverju horni. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í borginni, hvort sem það eru stórar og glæsilegar hönnunarbúðir eða litlar sjarmerandi búðir í hliðargötunum sem heilla þig.
Heillandi heimili í Vestebro
Þegar kemur að gistingu í Kaupmannahöfn er mikið úrval af fallegum hótelum og heimilum til útleigu. Það getur þó skipt sköpum í hvaða hverfi þú gistir, en að þessu sinni varð falleg íbúð í Vestebro fyrir valinu sem hitti beint í mark. Íbúðin var innréttuð á sjarmerandi máta og upplifunin eins og að vera innfæddur.
Íbúðin var til útleigu á bókunarvef Airbnb en virðist þó ekki vera þar inni eins og er. Hverfið kom skemmtilega á óvart, en þar var mikið af krúttlegum litlum búðum og hönnunarstúdíóum, sjarmerandi kaffihúsum og svo tók aðeins nokkrar mínútur að ganga í metro-ið.
Andersen & Maillard
Það er svo sannarlega ekki skortur á góðum kaffihúsum og bakaríum í Kaupmannahöfn. Það sem stóð þó upp úr var Andersen & Maillard, en bakaríið má finna á þremur mismunandi stöðum í Kaupmannahöfn og hefur hver staður sinn sjarma.
Það er tilvalið að skella sér í bakaríið sem staðsett er við Norðurhöfn á leiðinni í sjósund, en þar finnur þú guðdómlega fallega hannað bakarí með ljúffengu bakkelsi sem gleður bæði bragðlaukana og augað.
Reffen-matarmarkaður
Reffen-matarmarkaðurinn í Kaupmannahöfn er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, en þar er ekki einungis ævintýralegt úrval af matarbásum heldur einnig lífleg og fjörug stemning, lifandi tónlist og guðdómlegt hafnarútsýni.