Fæddi barn nokkrum klukkustundum eftir óvænt steypiboð

Fæðingar og fleira | 13. apríl 2024

Fæddi barn nokkrum klukkustundum eftir óvænt steypiboð

Konurnar í lífi Önnu Kristínar Guðmundsdóttur héldu óvænt steypiboð fyrir hana á fallegum haustdegi í október 2022, þegar aðeins tíu dagar voru í settan dag. Anna Kristín, sem starfar sem lögmaður hjá Kópavogsbæ, var þá ófrísk að sínu öðru barni og hafði enga hugmynd um hvað biði hennar þegar hún mætti í hádegiskaffi og nýbakaðar vöfflur til foreldra sinna. 

Fæddi barn nokkrum klukkustundum eftir óvænt steypiboð

Fæðingar og fleira | 13. apríl 2024

Anna Kristín á tvö börn með unnusta sínum, Daníel Karli.
Anna Kristín á tvö börn með unnusta sínum, Daníel Karli. Samsett mynd

Kon­urn­ar í lífi Önnu Krist­ín­ar Guðmunds­dótt­ur héldu óvænt steypi­boð fyr­ir hana á fal­leg­um haust­degi í októ­ber 2022, þegar aðeins tíu dag­ar voru í sett­an dag. Anna Krist­ín, sem starfar sem lögmaður hjá Kópa­vogs­bæ, var þá ófrísk að sínu öðru barni og hafði enga hug­mynd um hvað biði henn­ar þegar hún mætti í há­deg­iskaffi og nýbakaðar vöffl­ur til for­eldra sinna. 

Kon­urn­ar í lífi Önnu Krist­ín­ar Guðmunds­dótt­ur héldu óvænt steypi­boð fyr­ir hana á fal­leg­um haust­degi í októ­ber 2022, þegar aðeins tíu dag­ar voru í sett­an dag. Anna Krist­ín, sem starfar sem lögmaður hjá Kópa­vogs­bæ, var þá ófrísk að sínu öðru barni og hafði enga hug­mynd um hvað biði henn­ar þegar hún mætti í há­deg­iskaffi og nýbakaðar vöffl­ur til for­eldra sinna. 

Nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að boðinu lauk var Anna Krist­ín mætt upp á fæðing­ar­deild. 

„Mér brá svo mikið“

Aðspurð seg­ist Anna Krist­ín hafa verið al­veg grun­laus enda á síðustu metr­um meðgöng­unn­ar þegar vin­kon­ur henn­ar og fjöl­skylda komu henni á óvart með fal­legu steypi­boði. „Mér bár­ust skila­boð frá syst­ur minni þenn­an morg­un­inn, boð í nýbakaðar vöffl­ur og huggu­leg­heit heima hjá mömmu og pabba. 

Ég, kasólétt, þreytt og þrút­in, gat auðvitað ekki staðist slík­ar freist­ing­ar og það vissu all­ir. Þetta var mjög sniðug leið til að ná mér á staðinn enda eitt­hvað sem við fjöl­skyld­an ger­um mjög reglu­lega. Við erum dug­leg að bjóða heim og eyða tíma sam­an,“ seg­ir hún og hlær. 

Unnusti Önnu Krist­ín­ar, Daní­el Karl Eg­ils­son, var með í ráðunum og fékk verk­efni frá skipu­leggj­end­um steypi­boðsins, að passa upp á að heiðurs­gest­ur­inn væri laus þenn­an um­rædda dag, sem hon­um tókst að gera án þess að vekja upp spurn­ing­ar. 

Daníel Karli tókst að halda steypiboðinu leyndu.
Daní­el Karli tókst að halda steypi­boðinu leyndu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég rölti yfir til for­eldra minna um há­deg­is­bil. Við erum ná­grann­ar, það eru aðeins 500 metr­ar á milli hús­anna okk­ar,“ út­skýr­ir Anna Krist­ín. „Ég opnaði úti­dyra­h­urðina, gekk inn og hrökk í kút. Mér brá svo mikið við að sjá þær all­ar sam­an­komn­ar, enda gjör­sam­lega grun­laus.“

„Þetta var gegn­um­gang­andi brand­ari“

Anna Krist­ín seg­ir vin­kon­ur sín­ar hafa mikið grín­ast með að fagnaðarlæt­in myndu koma fæðingu af stað. „Hún á eft­ir að fá áfall, missa vatnið og enda upp á fæðing­ar­deild. Þetta var gegn­um­gang­andi brand­ari í steypi­boðinu, en ég missti ekki vatnið þegar ég sá þær né fann ég fyr­ir sam­drátt­um. Það átti þó allt eft­ir að breyt­ast þegar leið á kvöldið,“ seg­ir hún. 

Að loknu boðinu hélt Anna Krist­ín heim í af­slöpp­un. „Ég var al­veg sultuslök heima en rétt fyr­ir miðnætti fór allt af stað. Vatnið hafði skyndi­lega farið og fæðing­ar­hríðar ágerðust hratt, mjög hratt. 

Daní­el hringdi á sjúkra­bíl, pabbi hljóp yfir til að passa og við drif­um okk­ur rak­leiðis upp á fæðing­ar­deild. Ég var þegar kom­in með níu í út­víkk­un og ljós­mæðurn­ar sáu meira að segja í litl­ar tás­ur.“

Son­ur Önnu Krist­ín­ar og Daní­els, Tryggvi Karl, kom í heim­inn stuttu seinna. Dreng­ur­inn var tek­inn með keis­ara­sk­urði þar sem hann var í sitj­andi stöðu. 

Anna Kristín ásamt börnum sínum, Viktoríu Mist og Tryggva Karli.
Anna Krist­ín ásamt börn­um sín­um, Vikt­oríu Mist og Tryggva Karli. Ljós­mynd/​Aðsend

Átti að koma í heim­inn á af­mæl­is­degi móður sinn­ar

Anna Krist­ín var bókuð í keis­ara­sk­urð þann 25. októ­ber, sem er af­mæl­is­dag­ur henn­ar. „Tryggvi Karl átti að eiga sama af­mæl­is­dag og ég. Hann var með önn­ur áform og fékk ég því að halda af­mæl­is­deg­in­um mín­um,“ seg­ir hún og hlær. 

„Ég fékk tvö­fald­an skammt af lyfi til að stoppa fæðing­una. Ljós­mæðurn­ar voru áhyggju­full­ar, með önd­ina í háls­inu, en þær sáu ekki fram á að ná að und­ir­búa skurðstofu né deyfa mig. Allt fór þó vel, hratt og vel. 

Mamma endaði á að senda skila­boð á vin­konu­hóp­inn og til­kynnti um fæðingu barns­ins. Öllum fannst þetta vera stór­skemmti­leg til­vilj­un og eru þær flest­ar á því að fé­lags­skap­ur­inn og fagnaðarlæt­in hafi sett allt af stað.“

mbl.is