„Tóku þátt í hryðjuverkum gegn Ísrael“

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

„Tóku þátt í hryðjuverkum gegn Ísrael“

Talsmenn Ísraelshers sögðu í dag að þeir sem féllu í árás á ræðismannsskrifstofu Írans í Damaskus í Sýrlandi þann 1. apríl hefðu tekið þátt í hryðjuverkum gegn Ísrael.

„Tóku þátt í hryðjuverkum gegn Ísrael“

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

Daniel Hagari.
Daniel Hagari. AFP

Tals­menn Ísra­els­hers sögðu í dag að þeir sem féllu í árás á ræðismanns­skrif­stofu Írans í Dam­askus í Sýr­landi þann 1. apríl hefðu tekið þátt í hryðju­verk­um gegn Ísra­el.

Tals­menn Ísra­els­hers sögðu í dag að þeir sem féllu í árás á ræðismanns­skrif­stofu Írans í Dam­askus í Sýr­landi þann 1. apríl hefðu tekið þátt í hryðju­verk­um gegn Ísra­el.

„Eft­ir því sem ég best veit voru þeir sem voru myrt­ir í Dam­askus liðsmenn Quds-sveit­ar­inn­ar. Þetta var fólk sem tók þátt í hryðju­verk­um gegn Ísra­els­ríki,“ sagði Daniel Hag­ari, talsmaður Ísra­els­hers, við frétta­menn í dag.

Hag­ari sagði að meðal þess­ara hryðju­verka­manna hafi verið liðsmenn His­bollah og ír­ansk­ir aðstoðar­menn.

Eng­inn óbreytt­ur borg­ari var drep­inn

„Það var ekki einn ein­asti stjórn­ar­er­ind­reki þar eins og ég best veit. Ég veit ekki um neinn óbreytt­an borg­ara sem var drep­inn í þess­ari árás,“ sagði Hagri enn­frem­ur.

Árás Íran á Ísra­el á sunnu­dag­inn var andsvar við þess­ari mann­skæðu árás Ísra­els­manna á ræðismanna­skrif­stofu Írans í Dam­askus. Alls lét­us átta úr sveit­um ír­anskra bylt­ing­ar­varða í árás­inni og voru tveir hers­höfðingj­ar í þeirra hópi.

mbl.is