Þurftu að tilkynna nafnið extra snemma

Frægar fjölskyldur | 16. apríl 2024

Þurftu að tilkynna nafnið extra snemma

Atli Bjarnason, stofnandi og eigandi Nóbel námsbúða, og Anna Bergmann markaðsstjóri eignuðust sitt annað barn saman 5. apríl síðastliðinn. Þau tilkynntu nafn sonarins í gær. 

Þurftu að tilkynna nafnið extra snemma

Frægar fjölskyldur | 16. apríl 2024

Fjölskylda Atla Bjarnasonar og Önnu Bergmann stækkaði fyrr í þessum …
Fjölskylda Atla Bjarnasonar og Önnu Bergmann stækkaði fyrr í þessum mánuði! Skjáskot/Instagram

Atli Bjarna­son, stofn­andi og eig­andi Nó­bel náms­búða, og Anna Berg­mann markaðsstjóri eignuðust sitt annað barn sam­an 5. apríl síðastliðinn. Þau til­kynntu nafn son­ar­ins í gær. 

Atli Bjarna­son, stofn­andi og eig­andi Nó­bel náms­búða, og Anna Berg­mann markaðsstjóri eignuðust sitt annað barn sam­an 5. apríl síðastliðinn. Þau til­kynntu nafn son­ar­ins í gær. 

„Hæ heim­ur, ég heiti Marinó Berg­mann Atla­son. Við höld­um í hefðina og til­kynn­um nafnið extra snemma en í þessu til­felli er ástæðan sú að einn 2ja ára er hvort sem er bú­inn að segja öll­um nafnið – enda mjög mont­inn stóri bróðir,“ skrifuðu þau við fal­lega mynd af syni sín­um. 

Atli og Anna kynnt­ust sum­arið 2019 og eignuðust sitt fyrsta barn sam­an, hann Mána, í árs­byrj­un 2022, en fyr­ir á Atli tvö börn, þau Breka og Sunnu. Þau gengu svo í það heil­aga á fal­leg­um og sól­rík­um degi í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík í mars síðastliðnum.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með nafnið!

mbl.is