Styrkleikar Höllu liggja ekki í eldhúsinu en er gift heilsukokki

Skemmtilegar matarvenjur | 17. apríl 2024

Styrkleikar Höllu liggja ekki í eldhúsinu en er gift heilsukokki

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir segir frá sínum mat­ar­venj­um og fleiri skemmti­leg­heit­um. Halla telur fátt sameina fjölskyldur og vini betur en góður matur og einlægt samtal í kringum matarborðið. Hún segist líka vera lánsöm að vera gift heilsukokki sem sér meira og minna um alla matargerðina.

Styrkleikar Höllu liggja ekki í eldhúsinu en er gift heilsukokki

Skemmtilegar matarvenjur | 17. apríl 2024

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ljóstrar hér upp matarvenjum sínum og hæfileikum …
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ljóstrar hér upp matarvenjum sínum og hæfileikum í eldhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir segir frá sínum mat­ar­venj­um og fleiri skemmti­leg­heit­um. Halla telur fátt sameina fjölskyldur og vini betur en góður matur og einlægt samtal í kringum matarborðið. Hún segist líka vera lánsöm að vera gift heilsukokki sem sér meira og minna um alla matargerðina.

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir segir frá sínum mat­ar­venj­um og fleiri skemmti­leg­heit­um. Halla telur fátt sameina fjölskyldur og vini betur en góður matur og einlægt samtal í kringum matarborðið. Hún segist líka vera lánsöm að vera gift heilsukokki sem sér meira og minna um alla matargerðina.

Vann í fiski

Halla er alin upp í Kópavogi en býr í dag á Klapparstíg í miðbæ höfuðborgarinnar en Halla hefur lært og starfað í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Danmörku en kemur alltaf aftur heim, enda best að búa á Íslandi og hvergi betri matur, eða betri kokkar. Hún var í sveit, vann í fiski, tók virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, bjó til og leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var annar stofnenda Auðar Capital.

„Ég er svo lánsöm að vera gift heilsukokki svo hann hefur eiginlega tekið yfir allt sem tengist eldhúsinu á okkar heimili. En stöku sinnum fæ ég þó að hjálpa aðeins til og stundum set ég saman matseðilinn, þó hann sjái að mestu um eldamennskuna. Ég fagna þessu, enda er allt sem hann eldar betra en það sem ég gæti gert og ég hef þá einlægu trú að hvert og eitt okkar eigi að vinna með styrkleika sína, mínir liggja ekki í eldhúsinu, en hans gera það sannarlega,“ segir Halla einlæg.

Gríðarleg tækifæri til framtíðar

Halla er hrifin af því sem er að gerast í matarmenningu landsins og fékk smjörþefinn af því um nýliðna helgi. „Matarkista Íslands er algjörlega einstök og í því felast gríðarleg tækifæri til framtíðar eins og mátti sjá á Matarmarkaði Íslands í Hörpu síðustu helgi. Þar var sköpunargáfa Íslendinga svo sannarlega til sýnis sem og hjá keppendum um Kokk ársins sem var líka um síðustu helgi,“ segir Halla.

Halla er á því að matur skipti miklu máli fyrir okkur öll og samfélagið í heild sinni. Hún svaraði nokkr­um spurningum um mat­ar­venj­ur sínar og þeim staðreyndum sem tengjast þeim.

Borðar ekki morgunmat

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég borða ekki morgunmat. Ég drekk eitt vatnsglas með sítrónu og einn svartan kaffibolla.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég borða ekki oft á milli mála, hef sjaldan tíma til þess, en ef ég fæ mér eitthvað á milli mála þá eru það helst ávextir.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Já, hádegisverðurinn er fyrsta máltíð dagsins hjá mér og mér finnst best þegar ég næ að borða mína aðalmáltíð í hádeginu, en almennt borða ég bara tvær máltíðir á dag.“

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Kristal, sítrónu, íslenskt smjör og skyr.“

Þegar þú ætlar að gera vel við þig og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„Ég held mikið uppá Austur Indíafélagið en finnst alltaf gaman að prófa nýja staði og flestir veitingastaðir á Íslandi eru bara virkilega góðir.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á „Bucket“-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Okkur hefur lengi langað á Blue Hill Farm to Table veitingastaðinn í New York þar sem unnið er með öll hráefni beint frá bónda. Allt hráefni er sótt í nærumhverfið. Finnst þetta spennandi hugmyndafræði og myndi vilja sjá okkur vinna enn meira með slíka hugsun í íslenskri ferðaþjónustu.“

Steiktur fiskur með lauk og kartöflum á sess í mínum maga

Uppáhaldsrétturinn þinn?

„Steiktur fiskur með lauk og kartöflum á alveg sérstakan sess í mínum maga. Það er svona „ég er komin heim“ matur fyrir mér.“

Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?

„Það fer alveg eftir því hvað ég er að borða, stundum vel ég bæði.“

Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?

„Ég er mun líklegri til að elda mat en að baka, en ég sé þó alltaf um að gera jólaísinn og baka Sörur með æskuvinkonu minni.“

Föstudagar pítsudagar

Þegar þú færð þér pítsu hvað velur þú á hana?

„Björn bakar pítsur á föstudögum og býr þær til frá grunni. Ég fæ ekki betri pítsur neins staðar, en þær eru jafn fjölbreyttar og föstudagarnir eru margir og eru orðnar svo vinsælar að fólk finnur sér gjarnan tilefni til að heimsækja okkur á föstudagskvöldum. Mín uppáhalds er með grænmeti, döðlum og geitaosti og Bjössa „special“ sósu.“

mbl.is