Upplýstu stjórnvöld í Bandaríkjunum

Íran gerir árás á Ísrael | 19. apríl 2024

Upplýstu stjórnvöld í Bandaríkjunum

Fjölmiðlar vestanhafs segja stjórnvöld í Ísrael hafa upplýst bandarísk stjórnvöld um fyrirætlanir sínar áður en Ísrael lét til skarar skríða. Bandaríkjamenn hefðu þó hvorki stutt aðgerðina né tekið þátt í henni.

Upplýstu stjórnvöld í Bandaríkjunum

Íran gerir árás á Ísrael | 19. apríl 2024

Frá heimsókn Bidens til Ísraels í október á síðasta ári.
Frá heimsókn Bidens til Ísraels í október á síðasta ári. AFP/Brendan Smialowski

Fjöl­miðlar vest­an­hafs segja stjórn­völd í Ísra­el hafa upp­lýst banda­rísk stjórn­völd um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar áður en Ísra­el lét til skar­ar skríða. Banda­ríkja­menn hefðu þó hvorki stutt aðgerðina né tekið þátt í henni.

Fjöl­miðlar vest­an­hafs segja stjórn­völd í Ísra­el hafa upp­lýst banda­rísk stjórn­völd um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar áður en Ísra­el lét til skar­ar skríða. Banda­ríkja­menn hefðu þó hvorki stutt aðgerðina né tekið þátt í henni.

Snemma í morg­un greindi ír­anska frétta­stof­an Fars News frá því að þrjár spreng­ing­ar hefðu heyrst í grennd við Shek­ari-her­bækistöðina í norðvest­ur­hluta Is­fa­h­an-héraðsins.

Talsmaður geim­vís­inda­stofn­un­ar Írans, Hossein Dal­iri­an, sagði að nokkr­ir drón­ar hefðu verið skotn­ir niður en að flug­skeyt­um hefði ekki verið skotið „í bili“.

Þá greindu ír­ansk­ir miðlar jafn­framt frá því að loft­varna­kerfi í nokkr­um borg­um hefðu verið virkjuð.

Þver­taka fyr­ir árás

Ísra­els­her hef­ur ekki viljað tjá sig um árás­ina en banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafa staðfest við miðla vest­an­hafs að ísra­elskt flug­skeyti hafi hæft Íran. Ekki er þó vitað um um­fang tjóns­ins eða hvert skot­markið var. Ísra­elsk­ur emb­ætt­ismaður hef­ur einnig staðfest að Ísra­el hafi gert loft­árás á Íran.

Síðar í morg­un þver­tók ír­anska frétta­stof­an Tasnim fyr­ir að Íran hefði orðið fyr­ir ut­anaðkom­andi árás.

Við svipaðan tón kvað hjá ír­anska rík­is­fréttamiðlin­um IRIB sem sagði  allt vera „með kyrr­um kjör­um“ í Is­fa­h­an.

Flug­ferðum af­lýst

Flug­ferðum til borg­anna Tehran, Is­fa­h­an og Shiraz var af­lýst og lá starf­semi niðri á nokkr­um flug­völl­um, sam­kvæmt Mehr-frétta­stof­unni.

Flug­vél á veg­um Emirati-flug­fé­lags­ins hafði þegar tekið á loft og stefndi til Tehran þegar henni var snúið við.

mbl.is