Versta matarupplifunin var í fegurðarsamkeppni í Mexíkó

Ítalía | 20. apríl 2024

Versta matarupplifunin var í fegurðarsamkeppni í Mexíkó

Guðrún Sigurbjörnsdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða heiminn, en hún starfar sem yfirflugfreyja hjá flugfélaginu Play og rekur ásamt því eigið fyrirtæki sem heitir Glow Label. 

Versta matarupplifunin var í fegurðarsamkeppni í Mexíkó

Ítalía | 20. apríl 2024

Guðrún Sigurbjörnsdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða …
Guðrún Sigurbjörnsdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða heiminn. Samsett mynd

Guðrún Sig­ur­björns­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast og skoða heim­inn, en hún starfar sem yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play og rek­ur ásamt því eigið fyr­ir­tæki sem heit­ir Glow Label. 

Guðrún Sig­ur­björns­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast og skoða heim­inn, en hún starfar sem yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play og rek­ur ásamt því eigið fyr­ir­tæki sem heit­ir Glow Label. 

Guðrún hef­ur verið dug­leg að ferðast um heim­inn, en hún held­ur úti In­sta­gram-síðu þar sem hún deil­ir töfr­andi ferðamynd­um. „Ég ferðaðist mikið sem krakki, bæði á Íslandi og er­lend­is. Ég fór einnig til Ástr­al­íu í ár sem skipt­inemi og elskaði að vera þar í hit­an­um með all­ar fal­legu strend­urn­ar, en það er enda­laust hægt að skoða þar,“ seg­ir Guðrún. 

„Ég starfaði einnig hjá Eti­had í Abú Dabí sem flug­freyja sem var auðvitað frá­bært tæki­færi til þess að skoða heim­inn,“ bæt­ir hún við. 

Guðrún starfar í dag sem yfirflugfreyja hjá flugfélaginu Play.
Guðrún starfar í dag sem yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play.

„Hika ekki við að elta draum­ana mína“

Í dag er Guðrún gift og á dótt­ur sem er sjö ára og stjúp­dótt­ur sem er fimmtán ára. Auk ferðalaga eru helstu áhuga­mál Guðrún­ar úti­vist og hreyf­ing, en um þess­ar mund­ir er hún einnig að klára fram­halds­nám­skeið í leik­list og seg­ir draum­inn vera að gera meira í þeim bransa. 

„Ég reyni að grípa öll tæki­færi sem gef­ast í líf­inu og hika ekki við að elta draum­ana mína, enda er lífið alltof stutt til að gera það ekki,“ seg­ir Guðrún. 

Guðrún ásamt dóttur sinni á Ítalíu.
Guðrún ásamt dótt­ur sinni á Ítal­íu.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Upp­á­halds­ferðalög­in mín eru klár­lega þar sem er hiti og strend­ur. Ég elska að vera úti í nátt­úr­unni og því eru borg­ar­ferðir ekki of­ar­lega á list­an­um þegar kem­ur að því að plana ferðir – nema það sé fyr­ir fjöl­skyld­una.“

Guðrún elskar sólrík ferðalög þar sem er hiti og strendur.
Guðrún elsk­ar sól­rík ferðalög þar sem er hiti og strend­ur.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið er­lend­is?

„Maldív­eyj­ar standa upp úr sem eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið. Ég fór þangað í þrjár næt­ur út af vinn­unni þegar ég vann hjá flug­fé­lag­inu Eti­had. Það var draumi lík­ast að fljúga yfir eyj­urn­ar þar og sjá hve tær sjór­inn var.“

Þegar Guðrún starfaði sem flugfreyja hjá Etihad í Abú Dabí …
Þegar Guðrún starfaði sem flug­freyja hjá Eti­had í Abú Dabí fór hún til Maldív­eyja.

En inn­an­lands?

„Ég á erfitt með að velja upp­á­haldsstað til að ferðast á hér á Íslandi, en mér finnst Ísland fal­leg­asta landið og alltaf gam­an að ferðast hér um landið. Ég er frá Hvera­gerði og hef því ferðast mikið um suður­landið frá því ég var lít­il í t.d. úti­leg­ur á sumr­in og svo­leiðis. 

Ég hef ferðast um allt landið en sjaldn­ast fyr­ir aust­an. Ég er því spennt fyr­ir að skoða mig bet­ur um á þeim slóðum þegar sum­arið okk­ar kem­ur.“

Guðrún hefur verið dugleg að ferðast innanlands og þá sérstaklega …
Guðrún hef­ur verið dug­leg að ferðast inn­an­lands og þá sér­stak­lega um suður­landið.

Áttu þér upp­á­halds­borg í Evr­ópu?

„Ég elska Ítal­íu og við héld­um brúðkaups­veislu í Pisa síðasta sum­ar. Mér hef­ur alltaf fund­ist mest spenn­andi að heim­sækja þær borg­ir þar sem mikið er af fal­leg­um göml­um bygg­ing­um og stutt í fal­lega nátt­úru.“

En utan Evr­ópu?

„Mér finnst alltaf gam­an að fara til New York-borg­ar, en ég fædd­ist í Banda­ríkj­un­um og var þar fyrstu sex árin af lífi mínu. Þannig ég hef alltaf fundið sér­staka teng­ingu við Banda­rík­in út af því.“

New York-borg er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðrúnu.
New York-borg er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Guðrúnu.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Ég elska að fara til Ak­ur­eyr­ar. Mér finnst svo margt í boði þar sem hægt er að gera – t.d. fara í skíðaferð á vet­urna og kíkja þangað á sumr­in í góða veðrið og taka röltið.“

Guðrúnu þykir alltaf jafn gaman að heimsækja Akureyri.
Guðrúnu þykir alltaf jafn gam­an að heim­sækja Ak­ur­eyri.

Besti mat­ur sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Mat­ur­inn á Ítal­íu stend­ur upp úr – öll hrá­efn­in eru svo fersk og mikið lagt upp úr því að gera góðan mat frá grunni þar. 

Versta upp­lif­un af mat var þegar ég var í Mexí­kó að keppa í feg­urðarsam­keppni fyr­ir hönd Íslands. Þar feng­um við þessa fínu súpu, að við héld­um, nema þegar við vor­um að klára að borða hana var okk­ur til­kynnt að þetta væri ein­hvers kon­ar pödd­usúpa. Það var mikið drama eins og við var að bú­ast og marg­ar sem ældu þegar þær tóku eft­ir pödd­un­um sem búið var að mauka í súp­una. Súp­an smakkaðist reynd­ar mjög vel.“

Versta matarupplifun Guðrúnar var þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppni …
Versta mat­ar­upp­lif­un Guðrún­ar var þegar hún tók þátt í feg­urðarsam­keppni í Mexí­kó.

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu á ferðalagi?

„Þótt ótrú­legt sé þá hef ég aldrei lent í neinu hræðilegu á ferðalagi en ég hef líka alltaf farið var­lega og ekki verið að fara á svæði sem ég veit að eru hættu­leg.“

Hvað er ómiss­andi í flug­vél­inni?

„Áður en ég fer í flug þá tjékka ég millj­ón sinn­um hvort ég og aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir séu með vega­bréf­in með sér. Ég hleð alltaf niður kvik­mynd­um og þátt­um í sím­ann til að horfa á í flug­vél­inni. Ég tek líka heyrnatól og bók sem ég gleymi svo að lesa.“

„Það er líka mik­il­vægt að taka hleðslu­tæki ef sím­ar verða batte­rís­laus­ir í löngu flugi. Ég tek alltaf jakka eða hlýja peysu tl að nota sem kodda eða til að breiða yfir litlu stelp­una mína ef henni verður kalt. 

Og eitt tips fyr­ir farþega sem flug­freyja – aldrei labba á sokk­un­um eða tán­um á kló­settið í flug­vél­un­um!“

Guðrún tekur alltaf með sér bók í flugvélina.
Guðrún tek­ur alltaf með sér bók í flug­vél­ina.

Hvert dreym­ir þig um að fara?

„Mig lang­ar rosa­lega mikið að fara til Balí og það er á laupal­ist­an­um (e. bucketlist).“

Eru ein­hver ferðalög á dag­skrá hjá þér í vor eða sum­ar?

„Við fjöl­skyld­an erum að fara í ferð til Svíþjóðar í maí og ætl­um í Astrid Lind­gren-garðinn og enda svo í Dan­mörku og fara meðal ann­ars í Tív­olíið þar. 

Í sum­ar er ekk­ert sér­stakt planað. Við eig­um hús á Alican­te þannig það verður ör­ugg­lega farið þangað og svo finnst mér líka alltaf gam­an að hoppa út á vit æv­in­týra með litl­um fyr­ir­vara.“

Guðrún biðlar til farþega að fara ekki á sokkunum eða …
Guðrún biðlar til farþega að fara ekki á sokk­un­um eða tán­um inn á kló­sett í flug­vél­um.
Guðrún er á leiðinni í skemmtilega ferð ásamt fjölskyldu sinni …
Guðrún er á leiðinni í skemmti­lega ferð ásamt fjöl­skyldu sinni í maí næst­kom­andi.
mbl.is