Katrínu finnst pítsa með pepperóní og banönum geggjuð samsetning

Skemmtilegar matarvenjur | 21. apríl 2024

Katrínu finnst pítsa með pepperóní og banönum geggjuð samsetning

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri skemmtilegheitum. Katrín telur að matarmenning sé ótrúlega mikilvægur hluti af okkar menningu og samfélagi, en hún leggur áherslu á að fólki njóti þess að borða saman.

Katrínu finnst pítsa með pepperóní og banönum geggjuð samsetning

Skemmtilegar matarvenjur | 21. apríl 2024

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra ljóstrar upp matarvenjum sínum …
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri skemmtilegheitum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri skemmtilegheitum. Katrín telur að matarmenning sé ótrúlega mikilvægur hluti af okkar menningu og samfélagi, en hún leggur áherslu á að fólki njóti þess að borða saman.

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri skemmtilegheitum. Katrín telur að matarmenning sé ótrúlega mikilvægur hluti af okkar menningu og samfélagi, en hún leggur áherslu á að fólki njóti þess að borða saman.

„Að borða saman færir okkur nær hvert öðru og getur byggt brýr á milli fólks og menningarheima. Vanmetum það ekki,“ segir Katrín einlæg.

Við kvöldmatarborðið er rætt um atburði dagsins

Þegar kemur að hennar matarvenjum eru þær í nokkuð föstum skorðum. „Ég hef lært það af langri reynslu að ég verð að fá reglulega að borða því annars missi ég húmorinn fljótt og örugglega. Við reynum að borða sem oftast saman sem fjölskylda og við kvöldmatarborðið er rætt um atburði dagsins. Stundum tökum við hring og segjum hvað við erum þakklát fyrir þann daginn eða segjum eitthvað skemmtilegt um sessunaut okkar. Okkur finnst gaman að bjóða vinum í mat og eiga góða stund yfir góðri máltíð. Elsti sonur okkar er með margháttað matarofnæmi sem gerir það að verkum að við eldum iðulega allt frá grunni. Þar eigum við hjónin hvort okkar sérrétti en ég hef til dæmis lagt mig fram við að læra að elda alls konar fisk,“ segir Katrín.

Katrín svaraði nokkr­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og þeim staðreynd­um sem tengj­ast þeim.

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég fæ mér oftast hafragraut með rjóma.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

Ég dett stundum í sætindi á milli mála.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Já, eins og ég nefndi þá eru reglubundnar máltíðir lykill fyrir mig að góðu jafnvægi.“

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Á stóru heimili á ísskápurinn það til að tæmast en gott er að eiga egg, smjör, ost og rjóma.“

Austur-Indíafélagið í miklu uppáhaldi

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Austur-Indíafélagið er í miklu uppáhaldi en ég gæti nefnt mun fleiri staði enda ótrúlega margt hæfileikaríkt fólk í veitingageiranum á Íslandi.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á „Bucket-listanum“ yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Ég er nú ekki sérfróð um neina staði í útlöndum en Gunnar finnur oft einhverja skemmtilega staði þegar við erum á ferðalögum.“

Steiktur fiskur með góðu meðlæti og miklu remúlaði

Uppáhaldsrétturinn þinn?

„Almennt borða ég allt sem fyrir mig er sett og mér finnst flestur matur góður. En sumt er betra en annað. Fiski taco, gott lambalæri eða steiktur fiskur með góðu meðlæti, sem þýðir í raun mikið remúlaði, er allt í miklu uppáhaldi.“

Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?

„Helst bæði.“

Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?

„Ég er nú betri í að matreiða en að baka og finnst það þar af leiðandi skemmtilegra. Ég hef til dæmis aldrei lagt í að baka marens og held að það sé mjög flókið og af einhverjum ástæðum verða pönnukökurnar mínar alltaf mjög þykkar. En svo lengi lærir sem lifir.“

Geggjuð samsetning frá unglingsárunum

Hver er uppáhaldspítsan þín?

„Ég get nefnt tvær samsetningar. Annars vegar hefðbundna pítsu með pepperóní og banönum sem mér hefur fundist geggjuð samsetning frá unglingsárunum. Svo er það hvít pítsa með steiktu grænkáli sem ég steiki með lauk og ólífuolíu. Ríkulega af cheddar-osti yfir.“

mbl.is