Dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar

Íslenska | 23. apríl 2024

Dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fækka ráðherranefndum og munu því sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks ekki vera starfandi.

Dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar

Íslenska | 23. apríl 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lagði fram tillöguna á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lagði fram tillöguna á ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fækka ráðherranefndum og munu því sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks ekki vera starfandi.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fækka ráðherranefndum og munu því sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks ekki vera starfandi.

Tillagan, sem kom frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Alls verða fimm ráðherranefndir starfandi og fækkar þeim þar með um þrjár frá fyrri skipan.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, vakti athygli á málinu í Facebook-hópnum Málspjall.

Eiríkur Rögnvaldsson gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega.
Eiríkur Rögnvaldsson gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítið heyrst frá nefndinni

Í innleggi Eiríks kemur fram að fyrir hálfu öðru ári hafi verið sett á stofn sérstök ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu og tilkynnt um hana á málþingi sem haldið var í tengslum við dag íslenskrar tungu 2022. 

Í fréttatilkynningu um stofnun nefndarinnar sagði að henni væri „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins.“ 

Eiríkur bendir á að lítið hafi heyrst frá nefndinni frá stofnun hennar. Í haust stóð nefndin að að þingsályktunartillögu, sem lögð var fram hálfu ári eftir áætlun, um aðgerðaáætlun um íslenska tungu.

Tillagan er enn í meðförum Alþingis en henni er ætlað að gilda fyrir árin 2023-2026. 

„Vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar“

Hann segist hafa staðið í þeirri meiningu að nefndinni væri ætlað að starfa áfram og fylgja eftir þingsályktunartillögunni. Eiríkur segir ekki veita af, því að aðgerðir í áætluninni eru lítið fjármagnaðar og mikilvægt að einstök ráðuneyti og ráðherrar vinni að fjármögnun þeirra. 

„Þetta er dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar – málefnum sem eru brýnni en nokkru sinni fyrr – og bætist ofan á það áhugaleysi og getuleysi sem birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun næstu fimm ára eins og hér var rakið nýlega,“ skrifar Eiríkur. 

Eiríkur ræddi við mbl.is um gagnrýni sína á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar sagði hann meðal ananrs lítið fjármagn fylgja loforðum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í málefnum íslenskunnar.

Hægt er að lesa viðtalið við Eirík hér að neðan.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að áfram verði fjallað um málaflokkana þrjá í ráðherranefnd um samræmingu mála.

mbl.is