„Eina nóttina opnast gat á brjóstinu á mér“

Brjóstagjöf | 23. apríl 2024

„Eina nóttina opnast gat á brjóstinu á mér“

Eyrún Telma Jónsdóttir eignaðist tvíburadrengi með eiginmanni sínum Rúnari Geirmundssyni í maí 2019. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar þar sem hún sagði frá magnaðri sögu sinni og ræddi á einlægan máta um meðgönguna og átakanlega mánuði eftir að tvíburarnir komu í heiminn. 

„Eina nóttina opnast gat á brjóstinu á mér“

Brjóstagjöf | 23. apríl 2024

Eyrún Telma Jónsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Undirmannaðar.
Eyrún Telma Jónsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Undirmannaðar.

Eyrún Telma Jóns­dótt­ir eignaðist tví­bura­drengi með eig­in­manni sín­um Rún­ari Geir­munds­syni í maí 2019. Hún var gest­ur í hlaðvarpsþætt­in­um Und­ir­mannaðar þar sem hún sagði frá magnaðri sögu sinni og ræddi á ein­læg­an máta um meðgöng­una og átak­an­lega mánuði eft­ir að tví­bur­arn­ir komu í heim­inn. 

Eyrún Telma Jóns­dótt­ir eignaðist tví­bura­drengi með eig­in­manni sín­um Rún­ari Geir­munds­syni í maí 2019. Hún var gest­ur í hlaðvarpsþætt­in­um Und­ir­mannaðar þar sem hún sagði frá magnaðri sögu sinni og ræddi á ein­læg­an máta um meðgöng­una og átak­an­lega mánuði eft­ir að tví­bur­arn­ir komu í heim­inn. 

Eyrún og Rún­ar fengu aðstoð við barneigna­ferlið en Eyrún er með sjúk­dóm­inn en­dómetríósu og því var aðdrag­andi þung­un­ar­inn­ar krefj­andi. Þau gengu í gegn­um glasameðferð sem heppnaðist það vel að Eyrún varð ófrísk að eineggja tví­bur­um. „Það var bara sett upp eitt egg og ein­hvern tím­ann frá degi svona sex til níu, held ég, skipti eggið sér,“ seg­ir Eyrún. En það var mikið sjokk þegar þau komust að því að von væri á tví­bur­um. 

„Gröft­ur­inn eig­in­lega át leið út í gegn­um húðina“

Eft­ir krefj­andi meðgöngu biðu Eyrún­ar erfiðir mánuðir og ým­is­legt sem hún gekk í gegn­um. End­ur­tek­in sýk­ing í brjósti leiddi til inn­lagn­ar á spít­ala á sama tíma og ann­ar tví­bur­inn gekkst und­ir aðgerð. Sag­an stoppaði þó ekki þar held­ur var Eyrún inn og út af spít­ala og seg­ist hún enn þann dag í dag vera með marg­ar ósvaraðar spurn­ing­ar í tengsl­um við lok­in á meðgöng­unni og ákveðnum mis­tök­um sem gerð svo í kjöl­far sýk­ing­ar­inn­ar í brjóst­inu. 

„Eina nótt­ina opn­ast gat á brjóst­inu á mér fyr­ir ofan geir­vört­una. Það var svo mik­ill gröft­ur ennþá í brjóst­inu, það var svo svaka­lega sýkt vegna þess ég hafði ekki fengið rétta meðhöndl­un og þetta hafði fengið að grass­era svona svaka­lega lengi. Svo loks­ins þegar ég var kom­in með sýkla­lyf í æð þá ein­hvern veg­inn var eins og lík­am­inn væri ekki að taka við lyf­inu og drepa sýk­ing­una,“ seg­ir Eyrún. 

„Það var svo mik­ill gröft­ur að hann át sér eig­in­lega leið út í gegn um húðina því hann þurfti að skila sér ein­hvers staðar út og það bara opnaðist risa­stórt sár á brjóst­inu,“ bæt­ir hún við. 

mbl.is