Þriggja ára ofuraðdáandi Laufeyjar miður sín yfir atvikinu

Laufey | 23. apríl 2024

Þriggja ára ofuraðdáandi Laufeyjar miður sín yfir atvikinu

Í gær, mánudag, fór myndband af leiðinlegu atviki á tónleikum Laufeyjar Lín Jónsdóttur á flug á samfélagsmiðlum og vakti mikla reiði. Í myndbandinu má heyra hóp af áhorfendum byrja að öskra gríðarlega hátt í miðju lagi og trufla aðra tónleikagesti, en tónleikarnir sem um ræðir voru í Dallas í Texas. 

Þriggja ára ofuraðdáandi Laufeyjar miður sín yfir atvikinu

Laufey | 23. apríl 2024

Langþráður draumur hins þriggja ára gamla Leons rættist á dögunum …
Langþráður draumur hins þriggja ára gamla Leons rættist á dögunum þegar hann fékk að fara á tónleika með Laufeyju. Samsett mynd

Í gær, mánu­dag, fór mynd­band af leiðin­legu at­viki á tón­leik­um Lauf­eyj­ar Lín Jóns­dótt­ur á flug á sam­fé­lags­miðlum og vakti mikla reiði. Í mynd­band­inu má heyra hóp af áhorf­end­um byrja að öskra gríðarlega hátt í miðju lagi og trufla aðra tón­leika­gesti, en tón­leik­arn­ir sem um ræðir voru í Dallas í Texas. 

Í gær, mánu­dag, fór mynd­band af leiðin­legu at­viki á tón­leik­um Lauf­eyj­ar Lín Jóns­dótt­ur á flug á sam­fé­lags­miðlum og vakti mikla reiði. Í mynd­band­inu má heyra hóp af áhorf­end­um byrja að öskra gríðarlega hátt í miðju lagi og trufla aðra tón­leika­gesti, en tón­leik­arn­ir sem um ræðir voru í Dallas í Texas. 

Meðal áhorf­enda á tón­leik­un­um var Leon, þriggja ára gam­all of­uraðdá­andi Lauf­eyj­ar, sem fékk langþráðan draum sinn loks­ins upp­fyllt­an. Móðir drengs­ins deildi þó nokkr­um mynd­skeiðum frá kvöld­inu á TikT­ok sem hafa sprengt krúttskalann, en í einu mynd­band­inu ræðir hann at­vikið við móður sína. 

„Leon, manstu eft­ir stelp­un­um sem voru að öskra þegar Lauf­ey var að syngja í gær­kvöldi? Hvað finnst þér um það?“ spyr móðir hans í upp­hafi mynd­bands­ins. 

„Þær voru mjög slæm­ar og mér líkaði ekki við þær því þær öskruðu svo rosa­lega hátt,“ svar­ar Leon. 

Þá spyr móðir hans hvað hann hafi sagt við þær og af hverju. „Að hætta! Að hætta að öskra! Vegna þess að þær voru að trufla sýn­ing­una henn­ar,“ svar­ar hann. 

„Ég elska þig Lauf­ey“

Þrátt fyr­ir að at­vikið hafi vakið mikla at­hygli og reiði meðal áhorf­enda og annarra aðdá­enda þá átti sér einnig stað skemmti­legt augna­blik þar sem Leon bræddi hjörtu Lauf­eyj­ar og tón­leika­gesta þegar hann kallaði upp á sviðið: „Ég elska þig Lauf­ey.“

Eins og sjá má á mynd­bönd­un­um skemmti Leon sér kon­ung­lega á tón­leik­un­um en hann kann text­ana að sjálf­sögðu utan að.



mbl.is