„Allt breyttist þegar ég hitti manninn minn“

Framakonur | 24. apríl 2024

„Allt breyttist þegar ég hitti manninn minn“

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita.

„Allt breyttist þegar ég hitti manninn minn“

Framakonur | 24. apríl 2024

Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi.
Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur: Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir

Fyrsti koss­inn? 

„Hann er löngu týnd­ur - allt breytt­ist þegar ég hitti mann­inn minn og allt ástar­líf byrjaði að telja upp á nýtt.“ 

Hvaða pla­köt prýddu veggi her­berg­is þíns á unglings­ár­un­um? 

„Eng­in! Ég las mikið af bók­um og oft marg­ar í einu. Einnig var ég að vinna og upp­tek­in af því. Vin­kon­ur mín­ar hengdu upp pla­köt og ætli ég hafi ekki látið það duga mér.“

Fyrstu tón­leik­arn­ir?

„Ég er hrein­lega ekki viss. Við hjón­in höf­um alið börn­in okk­ar á tónlist, bæði á tón­leik­um hjá Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni með mér og í harðari tón­um hjá Baldri eig­in­manni mín­um, enda höf­um við al­ger­lega and­stæðan tón­list­arsmekk. Það finnst mér bæði gam­an og virðing­ar­vert.“ 

Upp­á­halds árstíð?

„Eng­in. Ég er þeirri gæfu gædd að finna ávallt feg­urð í hverju sem er og elska eitt­hvað við all­ar árstíðir. Vorið fyr­ir allt lífið sem er að brjót­ast fram, sum­arið fyr­ir grósku, haustið fyr­ir upp­skeru og vet­ur­inn fyr­ir snjó, kerti og kúr.“

Botnaðu setn­ing­una: Minn for­seti er: 

„Minn for­seti er póli­tískt óháður, kem­ur fyr­ir fólkið og stend­ur með þjóðinni óháð aðstæðum sem upp koma.“

mbl.is