Laufey fagnar 25 ára afmæli

Poppkúltúr | 24. apríl 2024

Laufey fagnar 25 ára afmæli

Laufey Lín Bing Jónsdóttir, tónlistarkona, Grammy-verðlaunahafi og stórstjarna, fagnaði 25 ára afmæli sínu í gær, þriðjudaginn 23. apríl.

Laufey fagnar 25 ára afmæli

Poppkúltúr | 24. apríl 2024

Laufey Lín afmælisbarn.
Laufey Lín afmælisbarn. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir

Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir, tón­list­ar­kona, Grammy-verðlauna­hafi og stór­stjarna, fagnaði 25 ára af­mæli sínu í gær, þriðju­dag­inn 23. apríl.

Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir, tón­list­ar­kona, Grammy-verðlauna­hafi og stór­stjarna, fagnaði 25 ára af­mæli sínu í gær, þriðju­dag­inn 23. apríl.

Tón­list­ar­kon­an er stödd í Washingt­on, höfuðborg Banda­ríkj­anna, þar sem hún held­ur tvenna tón­leika, í kvöld og annað kvöld, löngu upp­selda að sjálf­sögðu. Lauf­ey er um þess­ar mund­ir á helj­ar­inn­ar tón­leika­ferðalagi um heim­inn.

Hún birti myndaseríu á In­sta­gram-síðu sinni í til­efni af­mæl­is­dags­ins. Heilla­ósk­um rigndi yfir af­mæl­is­barnið frá aðdá­end­um víðs veg­ar um heim­inn.

Lauf­ey hef­ur verið á sann­kallaðri sig­ur­för síðastliðna mánuði. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á ár­inu ­fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna og spilaði á selló í sögu­fræg­um flutn­ingi Billy Joel á hátíðinni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is