Þakklát fyrir að vera á lífi eftir árás skógarbjarnar

Furðulegt á ferðalögum | 24. apríl 2024

Þakklát fyrir að vera á lífi eftir árás skógarbjarnar

Skoskur ferðamaður slasaðist þegar hann reyndi að ná mynd af skógarbirni.

Þakklát fyrir að vera á lífi eftir árás skógarbjarnar

Furðulegt á ferðalögum | 24. apríl 2024

Skógarbjörn.
Skógarbjörn. Wikipedia

Skosk­ur ferðamaður slasaðist þegar hann reyndi að ná mynd af skóg­ar­birni.

Skosk­ur ferðamaður slasaðist þegar hann reyndi að ná mynd af skóg­ar­birni.

Hin 72 ára gamla Moira Gallacher er þakk­lát fyr­ir að vera á lífi eft­ir árás skóg­ar­bjarn­ar. Óhappið átti sér stað á nátt­úru­svæði í Rúm­en­íu.

Gallacher, sem er á ferðalagi ásamt vin­konu sinni, ákvað að heim­sækja fjallag­arð, Carp­at­hi­an Mountains, á mánu­dag, en svæðið er vin­sæll áfangastaður fyr­ir ferðamenn og nátt­úru­unn­end­ur.

Vin­kon­urn­ar komu skjótt auga á skóg­ar­björn og hún og vildu ólm­ar ná góðri ljós­mynd, enda ekki á hverj­um degi sem maður rekst á bjarn­dýr. Skóg­ar­björn­inn gekk upp að bíl vin­kvenn­anna og sáu þær því gott tæki­færi til að festa augna­blikið á mynd.

Gallacher skrúfaði niður bíl­rúðuna og var það þá sem skóg­ar­björn­inn réðst til at­lögu og beit hana í hand­legg­inn. Gallacher seg­ist vera hepp­in að ekki fór verr en meiðsli henn­ar eru sögð smá­vægi­leg. 

mbl.is