Furða sig á ákvörðun í máli Weinsteins

MeT­oo - #Ég líka | 26. apríl 2024

Furða sig á ákvörðun í máli Weinsteins

Hollywood-stjörnur, þar á meðal hópur leikkvenna sem sakaði Harvey Weinstein um kynferðisbrot, brugðust ókvæða við eftir að dómar yfir kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi í bandaríska ríkinu New York voru ógiltir.

Furða sig á ákvörðun í máli Weinsteins

MeT­oo - #Ég líka | 26. apríl 2024

Ashley Judd og Harvey Weinstein á samsettri mynd.
Ashley Judd og Harvey Weinstein á samsettri mynd. AFP

Hollywood-stjörn­ur, þar á meðal hóp­ur leik­kvenna sem sakaði Har­vey Wein­stein um kyn­ferðis­brot, brugðust ókvæða við eft­ir að dóm­ar yfir kvik­mynda­fram­leiðand­an­um fyrr­ver­andi í banda­ríska rík­inu New York voru ógilt­ir.

Hollywood-stjörn­ur, þar á meðal hóp­ur leik­kvenna sem sakaði Har­vey Wein­stein um kyn­ferðis­brot, brugðust ókvæða við eft­ir að dóm­ar yfir kvik­mynda­fram­leiðand­an­um fyrr­ver­andi í banda­ríska rík­inu New York voru ógilt­ir.

Ros­anna Arqu­ette, Ashley Judd og Mira Sor­vino voru á meðal þeirra sem tjáðu sig um málið eft­ir ákvörðun dóm­stóls­ins í gær.

Wein­stein, sem einnig afplán­ar 16 ára dóm fyr­ir nauðgun í Kali­forn­íu, fer aft­ur fyr­ir rétt í New York vegna hinna mál­anna.

„Har­vey var rétti­lega fund­inn sek­ur. Það er slæmt að dóm­stóll­inn hafi snúið dóm­in­um við. Sem eft­ir­lif­andi þá er ég meira en lítið von­svik­in,” sagði leik­kon­an Ros­anna Arqu­ette við The Hollywood Report­er.

Rosanna Arquette.
Ros­anna Arqu­ette. AFP/​Robyn Beck

„Þetta er ósann­gjarnt gagn­vart fórn­ar­lömb­un­um. Við lif­um í okk­ar sann­leika. Við vit­um hvað gerðist,” sagði leik­kon­an Asley Judd á In­sta­gram.

„Hrylli­legt!...Síðan hvenær leyfa dóm­stól­ar ekki sann­an­ir sem sýna fram á mynstur slæmr­ar hegðunar sem hef­ur áður átt sér stað? Hann hef­ur framið fjölda brota og nauðgaði eða skaðaði yfir 200 kon­ur! Það er viðbjóðslegt að dóms­kerfið hall­ist í átt að gerend­um en ekki fórn­ar­lömb­um,” skrifaði leik­kon­an Mira Sor­vino á X.  

mbl.is