Ísfélagið kaupir skoska skipið Pathway

Ísfélag hf | 26. apríl 2024

Ísfélagið kaupir skoska skipið Pathway

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar.

Ísfélagið kaupir skoska skipið Pathway

Ísfélag hf | 26. apríl 2024

Ísfélagið hefur fest kaup á skoska uppsjávarskipinu Pathway.
Ísfélagið hefur fest kaup á skoska uppsjávarskipinu Pathway. Ljósmynd/Karstensens Skibsværft

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar.

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar.

Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði afhent í maí á næsta ári.

mbl.is