Strand skemmtiferðaskips kallar á erlenda aðstoð

Öryggi sjófarenda | 26. apríl 2024

Strand skemmtiferðaskips kallar á erlenda aðstoð

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna alvarlegs sjóatviks sem varð skammt frá Viðey í fyrra skömmu eftir að skemmtiferðaskipið með á fimmta þúsund manns innanborðs lagði úr höfn í Reykjavík kalli í sjálfu sér ekki nein viðbrögð að hálfu gæslunnar.

Strand skemmtiferðaskips kallar á erlenda aðstoð

Öryggi sjófarenda | 26. apríl 2024

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Auðunn F. Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa vegna al­var­legs sjó­at­viks sem varð skammt frá Viðey í fyrra skömmu eft­ir að skemmti­ferðaskipið með á fimmta þúsund manns inn­an­borðs lagði úr höfn í Reykja­vík kalli í sjálfu sér ekki nein viðbrögð að hálfu gæsl­unn­ar.

Auðunn F. Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa vegna al­var­legs sjó­at­viks sem varð skammt frá Viðey í fyrra skömmu eft­ir að skemmti­ferðaskipið með á fimmta þúsund manns inn­an­borðs lagði úr höfn í Reykja­vík kalli í sjálfu sér ekki nein viðbrögð að hálfu gæsl­unn­ar.

„Við erum al­veg búin að vera meðviðuð um þessa stöðu í þó nokk­ur ár. Við erum með verklags­regl­ur og með lands­hluta­bundn­ar áætlan­ir varðandi fjölda­björg­un sem reynd­ar miðar við held­ur minni skip held­ur en í þessu til­felli,“ seg­ir Auðunn við mbl.is.

Skipið sem um ræðir heit­ir Norweg­i­an Prima og sigl­ir und­ir flaggi Bahama. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa seg­ir að 50 hnúta vind­ur hafi gert það að verk­um að stjórn­end­ur skips­ins misstu tíma­bundið stjórn á því.

Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að hún hafi ekki farið í skrúf­ur skips­ins en ef slíkt hefði hent eru all­ar lík­ur á því að skiptið hefði misst frek­ari stjórn. Í fram­hald­inu rak skipið áfram og fór inn­an við tíu metra frá grynn­ing­um við Viðey þar sem sjáv­ar­dýpt er ein­ung­is 0,4 metr­ar ef miðað er við stór­straums­fjöru.

Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima.
Skemmti­ferðaskipið Norweg­i­an Prima.

Auðunn seg­ir að byggt hafi verið upp gott sam­starf við út­gerðir og þá sér­stak­lega hjá minni skemmti­ferðaskip­um. Hann seg­ir að það hafi farið fram marg­ar æf­ing­ar, bæði skrif­leg­ar og verk­leg­ar.

Mun koma upp aft­ur

„Í mars síðastliðinn vor­um við með vinnu­stof­ur og skrif­lega æf­ingu með út­gerðum skemmti­ferðaskipa þar sem var farið ná­kvæm­lega yfir þetta. Við erum því al­veg á tán­um og þetta at­vik í fyrra er eitt­hvað sem við vit­um að get­ur gerst og mun koma upp aft­ur,“ seg­ir Auðunn.

Er viðbragðsgeta ís­lenskra viðbragðsaðila næg til að ráða við að skemmti­ferðaskip af þess­ari stærð strandi?

„Nei hún er það ekki. Það er ekk­ert ríki sem býr yfir getu til að geta leyst svona mál bara einn, tveir og þrír. Við erum með öfl­ug varðskip og drátt­ar­skip og þau ráða við að draga öll þessi skip sem eru á ferðinni í kring­um landið,“ seg­ir Auðunn.

Hann seg­ir að áætlan­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar gangi út á að reyna að koma vél­ar­vana skip­um eða þeim sem lenda í óhöpp­um í ör­ugga höfn án þess að það þurfi að rýma þau.

Verðum að fá er­lenda aðstoð

„Að rýma svona skip er mikið verk­efni sem reyn­ir á alla innviði og er­lenda aðstoð sem við verðum að fá. Okk­ar áætlan­ir miða við að geta tórað og gert það sem við get­um þar til aðstoð berst. Við erum með all­ar teng­ing­ar. Við vit­um við hverja við eig­um að tala, vit­um hvað skip­in eru lengi á leiðinni og við höf­um æft með þeim aðilum sem koma til með að hjálpa okk­ur. Það tek­ur er­lenda björg­un­araðila að koma með skip til aðstoðar þrjá til fjóra sól­ar­hringa í það minnsta.“

Auðunn seg­ir að rým­ing á svona skipi sé ekki þyrlu­verk­efni enda tæki það allt of lang­an tíma. Hann seg­ir að fólk þurfi að yf­ir­gefa skipið í björg­un­ar­báta og um borð í varðskip eða ná­læg skip.

Ef skip af þess­ari stærðargráðu strand­ar á Viðaeyj­ar­sundi, er lík­legt að hægt sé að koma öll­um farþegum til bjarg­ar ef skipið fer að sökkva/​fer á hliðina?

„Svo framar­lega sem fólk kæm­ist heilt út úr skip­inu væri það viðráðan­legt á Viðeyj­ar­sundi enda staðsetn­ing­in sú besta heimi. En ef þetta myndi ger­ast á Horn­strönd­um, út að Aust­fjörðum eða Norður­landi þá yrði það mik­il áskor­un. Við erum ágæt­lega í stakk búin miðað við stærð þjóðar­inn­ar að eiga við þetta.“

Mynd­um gjarn­an vilja hafa bæði skip­in í rekstri

Auðunn seg­ir áhyggju­efnið sé viðbragðstím­inn þar sem á sumr­in sé Land­helg­is­gæsl­an aðeins með eitt varðskip til taks hverju sinni og það geti tekið einn og hálf­an sól­ar­hring að kom­ast á vett­vang slysa inn­an land­helg­inn­ar.

„Við mynd­um svo gjarn­an vilja hafa bæði skip­in okk­ar í rekstri yfir allt sum­arið en það er bara ekki staðan eins og er.“

mbl.is