Fegurðin dregin fram með förðunartrixum

Brúðkaup | 27. apríl 2024

Fegurðin dregin fram með förðunartrixum

Dýrleif Sveinsdóttir förðunarmeistari farðaði Arnhildi Önnu Árnadóttur kraftlyftingakonu fyrir Brúðkaupsblað Morgunblaðsins. Hún vildi hafa húðina glóandi og augnförðunina milda og áhrifaríka. Hún ýkti möndlulaga form augnanna með leynitrixi sem þið getið lært. 

Fegurðin dregin fram með förðunartrixum

Brúðkaup | 27. apríl 2024

Arnhildur Anna Árnadóttir tekur sig vel út með brúðarförðun sem …
Arnhildur Anna Árnadóttir tekur sig vel út með brúðarförðun sem Dýrleif Sveinsdóttir töfraði fram. Ljósmyndir/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Dýr­leif Sveins­dótt­ir förðun­ar­meist­ari farðaði Arn­hildi Önnu Árna­dótt­ur kraft­lyft­inga­konu fyr­ir Brúðkaups­blað Morg­un­blaðsins. Hún vildi hafa húðina gló­andi og augn­förðun­ina milda og áhrifa­ríka. Hún ýkti möndlu­laga form augn­anna með leynitrixi sem þið getið lært. 

Dýr­leif Sveins­dótt­ir förðun­ar­meist­ari farðaði Arn­hildi Önnu Árna­dótt­ur kraft­lyft­inga­konu fyr­ir Brúðkaups­blað Morg­un­blaðsins. Hún vildi hafa húðina gló­andi og augn­förðun­ina milda og áhrifa­ríka. Hún ýkti möndlu­laga form augn­anna með leynitrixi sem þið getið lært. 

Dýr­leif seg­ir að það skipti miklu máli að hugsa vel um húðina vik­urn­ar fyr­ir brúðkaup til að brúðarförðun njóti sín sem best. Ef húðin er vel nærð eru meiri lík­ur á að förðunin verði framúrsk­ar­andi.

„Hreins­un er nauðsyn­legt byrj­un­ar­skref að mínu mati. Abeille Royale Fortify­ing Loti­on with Royal Jelly frá Gu­erlain breyt­ir húðinni í silki og baðar hana í nær­andi hun­angs­ríkri hý­al­úrón­sýru. Góður raki og vel unn­in húð er lyk­ill­inn að fal­legri förðun ásamt góðu mataræði og mik­illi vatns­drykkju,“ seg­ir Dýr­leif aðspurð hvað geti aukið feg­urð á brúðkaups­dag­inn. Dýr­leif nuddaði Abeille Royale Advanced Youth Watery Oil vel inn í húðina en um er að ræða blöndu af serumi og hun­ang­sol­íu. Hún seg­ir hægt að nota það eitt og sér en það sé af­bragð að blanda því út í farðann ef fólk vill létt­ari áferð. Svo bar hún Abeille Royale Dou­ble R Renew & Repa­ir Eye Ser­um í kring­um aug­un en það inni­held­ur hý­al­úrón­sýru, peptíð og koff­ín sem vinn­ur sér­stak­lega vel á þreyttu augnsvæði og hent­ar því vel fyr­ir stórviðburði eins og brúðkaup. 

„Í lok húðmeðferðar­inn­ar setti ég Dou­ble R-and­litss­erumið á Arn­hildi en það er svo ein­stak­lega þægi­leg formúla sem læs­ir rak­ann í húðinni og veit­ir langvar­andi nátt­úru­leg­an ljóma sem skín í gegn um farðann um leið og það vinn­ur á fín­um lín­um.“

Dýr­leif notaði Terracotta Le Teint-farðann á Arn­hildi. Svo setti hún Terracotta-hylj­ara und­ir aug­un og skyggði and­litið með sólar­púðri.

„Ég valdi Terracotta Bronz­ing Powder í litn­um Medi­um á bæði and­litið og aug­un á Arn­hildi en hann gef­ur svo fal­leg­an sól­kysst­an ljóma. Sólar­púður er best að bera á öll út­stæðustu bein­in á and­lit­inu eins og kinn­bein, enn­is­bein, augn­bein og nef­bein. Mér finnst best að bera það á með stór­um bursta ef ég vil ná fram draum­kenndri áferð. Ef ég er hins veg­ar að skyggja and­litið mjög ná­kvæm­lega finnst mér best að nota minni bursta,“ seg­ir Dýr­leif.

Dýrleif notaði Terracotta Le Teint-farðann því hann gefur húðinni fallega …
Dýr­leif notaði Terracotta Le Teint-farðann því hann gef­ur húðinni fal­lega áferð. Hið klass­íska Terracotta Bronz­ing Powder stend­ur alltaf fyr­ir sínu þegar and­litið þarf frísk­legra yf­ir­bragð.

Þegar hún er spurð hver gald­ur­inn sé við að ná fram hinni full­komnu skygg­ingu á and­litið seg­ist hún nota hylj­ara und­ir kinn­bein­in.

„Þegar búið er að skyggja and­litið set ég smá hylj­ara und­ir kinn­bein­in til þess að lyfta and­lit­inu upp,“ seg­ir Dýr­leif. Þegar hún var búin að nota þetta trix á Arn­hildi setti hún kinna­lit í kinn­arn­ar.

„Ég valdi mild­an kór­al-lit á Arn­hildi en hann gef­ur heild­ar­mynd­inni mikla hlýju sem mér finnst und­ir­strika nátt­úru­lega brúðarförðun,“ seg­ir hún.

Hér sést vel hvernig Dýrleif skyggði augun á Arnhildi Önnu …
Hér sést vel hvernig Dýr­leif skyggði aug­un á Arn­hildi Önnu til þess að ná því besta fram. Ljós­mynd­ir/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir

Ýkti möndlu­laga form augn­anna með förðun

„Arn­hild­ur er með svo ótrú­lega fal­leg græn og björt augu svo við völd­um liti sem draga fram það besta. Augnskuggapall­ett­an Im­per­ial Moon frá Gu­erlain er hin full­komna lita­sam­setn­ing fyr­ir alla. Ég þori að lofa að þess­ir lit­ir draga ekki ein­ung­is fram græn­an augn­lit held­ur hvaða augn­lit sem er. Mér finnst gam­an að nota liti í kald­ari kant­in­um á móti hlýja brúna augn­blý­ant­in­um, sólar­púðrinu og kinna­litn­um,“ seg­ir Dýr­leif og bæt­ir við:

„Fyrst var brúni augn­blý­ant­ur­inn sett­ur í ytri augnkrók og blandaður út líkt og augnskuggi með litl­um þétt­um bursta. Þannig verður til meiri dýpt og blý­ant­ur­inn virk­ar eins og lím fyr­ir augnskugg­ann sem kem­ur ofan á. Hann helst bet­ur á.

Lit­ur­inn í neðra hægra horn­inu á augnskuggapall­ett­unni er svo­kallaður „taupe“-lit­ur og er blanda af brún­um, grá­um, gyllt­um og sanseruðum lit sem klikk­ar ekki yfir hvaða augn­lok sem er. Hann fór yfir allt augn­lokið og upp að augn­beini eða þar sem sólar­púðrið tók við. Lit­ur­inn var blandaður með stór­um bursta svo hvorki sást hvar augn­förðunin byrjaði né endaði. Það skipt­ir máli að hafa hafa lít­inn lit í burst­an­um svo að blönd­un­in gangi sem best en hér er góð blönd­un mik­il­væg. Svo bætti ég silfraða augnskugg­an­um yfir mitt augn­lokið til þess að fram­kalla birtu beint yfir fal­legu grænu aug­un­um henn­ar Arn­hild­ar.

Brúni augn­blý­ant­ur­inn var bor­inn aft­ur á ytri augnkrók til þess að draga aug­un aðeins út og al­veg niðri við rót­ina með ör­litl­um spíss til að styrkja endalín­una við maskar­ann,“ seg­ir Dýr­leif.

Til þess að gera aug­un meira möndlu­laga setti Dýr­leif augn­blý­ant­inn aðeins á 1/​4 í end­ann á vatns­lín­unni. Það ramm­ar aug­un bet­ur inn og ger­ir heild­ar­mynd­ina heill­andi.

Guerlain Noir G-maskarinn þykkir og lengir augnhárin.
Gu­erlain Noir G-maskar­inn þykk­ir og leng­ir augn­hár­in. Ljós­mynd­ir/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir

Kyssi­leg­ar var­ir

„Varapri­mer er besti vin­ur varalitar­ins og hef­ur Kiss Kiss Lip Lift frá Gu­erlain slétt­andi áhrif bæði á var­irn­ar og varalín­una. Ég bar hann yfir all­ar var­irn­ar og ör­lítið út fyr­ir til þess að koma í veg fyr­ir að varalit­ur­inn eða gloss­inn smitaðist út í lín­ur. Einnig gull­trygg­ir hann langvar­andi end­ingu og und­ir­býr var­irn­ar svo kom­andi vör­ur hald­ist enn bet­ur á. Ég dumpaði varalit með flöffí bursta á var­irn­ar til að halda þeim nátt­úru­leg­um. Til að toppa setti ég hun­angs­blönduðu vara­olíu­lín­una yfir. Áferðin er al­gjör­lega ávana­bind­andi og fram­kall­ar speglagl­ans á var­irn­ar sem fær þær til að glampa í kíló­metra­fjar­lægð,“ seg­ir hún. 

Til þess að full­komna heild­ar­mynd­ina setti Dýr­leif ljóma­púður yfir kinn­ar, enni, nef og bringu en púðrið kom á markað 1987 og þótti mikið förðunar­und­ur og þykir reynd­ar enn.

„Þessi íkon­íska förðun­ar­vara kom fyrst á markað árið 1987 og eru blandaðar púðurperl­ur sem sam­eina alla kosti púðurs og ljóma í einni vöru. Þær lita­leiðrétta, festa farða, matta og lýsa upp loka­út­litið á ein­stak­an hátt sem viðheld­ur nátt­úru­leg­um ljóma all­an dag­inn,“ seg­ir Dýr­leif og bæt­ir við:

„Síðast en ekki síst skipt­ir máli að ilma vel á brúðkaups­dag­inn því oft geym­ir ilm­ur dýr­mæt­ustu minn­ing­arn­ar. Ilm­ur­inn sem Arn­hild­ur valdi í lok brúðarförðun­ar­inn­ar var Aqua Alleg­oria Flora Bloom sem er unaður fyr­ir skyn­fær­in, en hann er gerður úr kókós­hnetu, muski og sandal­viði. Hjart­anót­an í ilm­in­um er safa­rík­ur sítrus,“ seg­ir hún.

Guerlain Meteorites kom á markað 1987 og er ennþá vinsælt. …
Gu­erlain Meteo­rites kom á markað 1987 og er ennþá vin­sælt. Dýr­leif notaði það á enni, nef og í kinn­ar til að kalla fram töfr­ana.
mbl.is