„Kærastinn sér iðulega um að elda kvöldmatinn heima“

Skemmtilegar matarvenjur | 28. apríl 2024

„Kærastinn sér iðulega um að elda kvöldmatinn heima“

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík ljóstrar upp áhugaverðum staðreyndum um matarvenjur sínar og siði sem þið vissuð ekki. Marta María er búin að vera skólameistari í Hússtjórnarskólanum í tvö ár og hefur mikla ánægju af starfi sínu. Hún segist búa vel að því að eiga kærasta sem er góður í eldhúsinu og sjái oftar um matinn en hún sjálf.

„Kærastinn sér iðulega um að elda kvöldmatinn heima“

Skemmtilegar matarvenjur | 28. apríl 2024

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans ljóstrar upp matarvenjum sínum og …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans ljóstrar upp matarvenjum sínum og siðum sem þið vissuð ekki um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík ljóstrar upp áhugaverðum staðreyndum um matarvenjur sínar og siði sem þið vissuð ekki. Marta María er búin að vera skólameistari í Hússtjórnarskólanum í tvö ár og hefur mikla ánægju af starfi sínu. Hún segist búa vel að því að eiga kærasta sem er góður í eldhúsinu og sjái oftar um matinn en hún sjálf.

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík ljóstrar upp áhugaverðum staðreyndum um matarvenjur sínar og siði sem þið vissuð ekki. Marta María er búin að vera skólameistari í Hússtjórnarskólanum í tvö ár og hefur mikla ánægju af starfi sínu. Hún segist búa vel að því að eiga kærasta sem er góður í eldhúsinu og sjái oftar um matinn en hún sjálf.

„Ég bý úti á Seltjarnarnesi ásamt mínum betri helmingi, Jakobi Helga Jónssyni og hundinum okkar henni Línu. Þar líður okkur einstaklega vel og umhverfið er einstakt. Það eru margir sem halda að ég sé síeldandi og bakandi. Það er ekki alveg rétt en Jakob Helgi kærasti minn er algjör meistarakokkur og sér iðulega um að elda kvöldmatinn heima hjá okkur. Það reyndar stafar líka af því að ég vinn svo langa vinnudaga þannig að það hentar oft betur. En ég bý vel að því. Baksturinn er hins vegar eitthvað sem ég hef verulega gaman af og geri mikið af. Ég borða afskaplega sjaldan nammi og hef litla löngun til þess en ég fæ langanir í sætindi eins og kökur og sætabrauð. Þá finnst mér gaman að finna alls konar tilefni og ástæður til að skella í kökur og fá vinkonur í kaffi eða eitthvað slíkt,“ segir Marta María. 

Húsó-hafragrauturinn með rúsínum og púðursykursslettu

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég fæ mér alltaf morgunmat. Dagurinn í Húsó hefst alltaf á því að við borðum öll morgunmat saman. Iðulega fæ ég mér Húsó-hafragrautinn með rúsínum og svo kom Katrín kennari mér upp á þann ótrúlega dásamlega ósið að setja smá púðursykurslettu út í. Það er hrikalega gott. Heima fæ ég mér alltaf AB-mjólk eða gríska jógúrt með múslí. Þegar ég vil gera vel við mig þá fæ ég mér Cheerios með mjólk, rúsínum og banönum.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Nei, nánast aldrei. Ég borða alltaf reglulega yfir daginn að þá er nánast ógerningur að fá löngun í eitthvað á milli mála. Eða jú, þegar ég fæ mér kaffi finnst mér ofboðslega gott að koma því niður með smá súkkulaðimola.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Algjörlega. Bý svo vel að hérna í vinnunni erum við alltaf með svo hollan, næringarríkan og góðan hádegismat sem nemendur elda undir styrkri stjórn Guðrúnar matreiðslukennara. Þannig að í hádeginu á virkum dögum borða ég alltaf tvíréttað hádegismat og meira að segja þríréttað á fimmtudögum því þá er „spari-dagur“ hjá okkur í Húsó.“

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Egg, mjólk, smjör, rjóma, brauðost, salatost, kókómjólk, collab.“ 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„Matarkjallarann eða Fiskfélagið.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á Bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Langar einhvern tímann að prófa Noma í Kaupmannahöfn, ég elska Köben.“

Sátt ef það eru döðlur og ananas á pítsunni

Hvað vilt þú á pítsuna þína?
„Ef það eru döðlur og ananas á henni þá er ég sátt sama hvað. Ef ég er að fá mér pítsu og brauðstangir, þá byrja ég alltaf á brauðstöngunum. Sama með hamborgara og franskar, þá verð ég að byrja á því að borða franskarnar.“

Uppáhaldsrétturinn þinn?

„Steiktur fiskur í raspi með heimagerðu remúlaði. Og ef það er súkkulaðikaka í eftirrétt þá er ekki hægt að toppa þá máltíð.“

Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?

„Hvort tveggja ómissandi. Alls ekki annað hvort, alltaf bæði.“

Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?

„Baka. Er líka miklu betri í því og geri mikið af því. En er stöðugt að verða betri og betri í eldamennskunni,“ segir Marta María að lokum með bros á vör.

mbl.is