Ótrúleg tilviljun átti sér stað í Alabama

Barnanöfn | 28. apríl 2024

Ótrúleg tilviljun átti sér stað í Alabama

Þau undur og stórmerki áttu sér stað á dögunum að tvær mæður, ókunnar hvor annarri, fæddu börn sín, dreng og stúlku, á sama degi og sama sjúkrahúsi í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. 

Ótrúleg tilviljun átti sér stað í Alabama

Barnanöfn | 28. apríl 2024

June Carter og Johnny Cash.
June Carter og Johnny Cash. Skjáskot/Instagram

Þau und­ur og stór­merki áttu sér stað á dög­un­um að tvær mæður, ókunn­ar hvor ann­arri, fæddu börn sín, dreng og stúlku, á sama degi og sama sjúkra­húsi í Ala­bama-fylki í Banda­ríkj­un­um. 

Þau und­ur og stór­merki áttu sér stað á dög­un­um að tvær mæður, ókunn­ar hvor ann­arri, fæddu börn sín, dreng og stúlku, á sama degi og sama sjúkra­húsi í Ala­bama-fylki í Banda­ríkj­un­um. 

Mæðurn­ar, Sophie Clark og Nicole Dav­is, voru báðar bún­ar að ákveða nöfn­in vel fyr­ir fæðing­ar­dag­inn, en undrið ligg­ur í því. Dreng­ur­inn hlaut nafnið Johnny Cash og heit­ir stúlk­an June Cart­er, eins og ein þekkt­ustu tón­list­ar­hjón sög­unn­ar, Johnny og June Cart­er Cash. 

Áttu bágt með að trúa þessu

Mæðurn­ar ræddu við Good Morn­ing America um þessa skemmti­legu til­vilj­un. Kon­urn­ar sögðust hafa átt bágt með að trúa þessu í fyrstu og viður­kenndu að hafa fengið al­gjört sjokk þegar þær heyrðu tíðind­in. Mæðurn­ar segja fjöl­skyld­urn­ar tengd­ar fyr­ir lífstíð. 

Cash og Cart­er, sem komu í heim­inn með nokk­urra klukku­stunda milli­bili á Huntsville-sjúkra­hús­inu, fengu að hitt­ast á fæðing­ar­deild­inni áður en þau héldu heim, en starfs­fólk sjúkra­húss­ins skipu­lagði sam­veru­stund fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar. 

Johnny Cash, einn þekkt­asti sveita­söngv­ari allra tíma, lést í sept­em­ber 2003, aðeins ör­fá­um mánuðum eft­ir að eig­in­kona hans June Cart­er féll frá. Hjón­in, sem voru gift í 35 ár, skilja eft­ir sig því­líka arf­leið, en lög þeirra hafa staðist tím­ans tönn.

View this post on In­sta­gram

A post shared by ABC News (@abc­news)

mbl.is