Stóri plokkdagurinn haldinn í sjöunda sinn

Umhverfisvitund | 28. apríl 2024

Stóri plokkdagurinn haldinn í sjöunda sinn

Stóri plokkdagurinn er í dag og verður nú haldinn í sjöunda sinn. 

Stóri plokkdagurinn haldinn í sjöunda sinn

Umhverfisvitund | 28. apríl 2024

Stóri plokkdagurinn er í dag.
Stóri plokkdagurinn er í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Stóri plokk­dag­ur­inn er í dag og verður nú hald­inn í sjö­unda sinn. 

Stóri plokk­dag­ur­inn er í dag og verður nú hald­inn í sjö­unda sinn. 

Rótarý-hreyf­ing­in á Íslandi skipu­legg­ur dag­inn með aðstoð Lands­virkj­un­ar og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra. Lang­flest sveit­ar­fé­lög taka þátt í verk­efn­inu.

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra setja dag­inn form­lega klukk­an 10 við Grafar­vog. Safn­ast verður sam­an fyr­ir neðan Stór­höfða 17. Róatrý-klúbbur­inn í Grafar­vogi hef­ur skipu­lagt „plokkviðburð“ þar á milli klukk­an 10 og 12 og hvetja alla til þátt­töku. 

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu taka á móti plokkuðu rusli end­ur­gjalds­laust dag­ana í kring­um Stóra plokk­dag­inn. 

Hér að neðan má sjá skipu­lagða viðburði á Stóra plokk­deg­in­um:

  • Mos­fells­bær: Rótarý plokk­ar kl. 13, hist við Rótarý­lund­in­um við Skar­hóla­braut.
  • Reykja­vík, Rótarý­klúbb­ur Reykja­vík­ur plokk­ar Öskju­hlíð kl 11, hist við Naut­hól.
  • Reykja­vík, Grafar­vog­ur: Rótarý plokk­ar Grafar­vog­inn sjálf­an kl. 10-12. Setn­ing Plokk dags­ins, hist fyr­ir neðan Nings Stór­höfða.
  • Reykja­vík, Breiðholt: Rótarý­klúbbur­inn Reykja­vík-Breiðholt kl. 11 við Gerðuberg. Pylsupartý á eft­ir.
  • Reykja­vík, Árbær-Norðlinga­holt: Rótarý plokk­ar kl. 13.30-16 hist við Ársel. Pulsugrill og gos á eft­ir.
  • Kópa­vog­ur: HK-ing­ar plokka kl. 11-13 við Kór­inn og nærum­hverfi. Veit­ing­ar á eft­ir.
  • Garðabær: Rótarý Hof og Garðar plokka kl. 12-14 við Víf­ilstaði. Pulsugrill á eft­ir.
  • Garðabær: Sjá­lands­skóli plokk­ar við skól­ann kl. 14. Ís á eft­ir.
  • Álfta­nes: Rauði Kross­inn og for­set­inn plokka Álfta­nesið.
  • Hafn­ar­fjörður: Rótarý plokk­ar kl. 10-12 við Sólvang, Lækj­ar­skóla og Læk­inn. Kaffi og klein­ur á eft­ir.
  • Hafn­ar­fjörður: Rótarý Straum­ur plokk­ar kl. 10-12 í miðbæn­um.

Norður­land

  • Ak­ur­eyri: Rótarý plokk­ar kl. 10-12 hitt­ast við Leiru­nesti.
  • Keldu­hverfi: Rót­ar­skot í Norðaustri plokk­ar kl. 13-15 fjör­una við Fjalla­höfn. Vöfflukaffi á eft­ir.

Aust­ur­land

  • Stöðvar­fjörður: Plokkað kl. 11 hitt­ast við Grunn­skóla Stöðvar­fjarðar. Grill á eft­ir.

Suður­land

  • Sel­foss: Rótarý plokk­ar kl. 13-15 vest­ast á Suður­hól­um. Hist við Há­heiði 2.
  • Hvera­gerði: Plokkað kl. 10 og hist við Lystig­arðinn.
  • Eyr­ar­bakki: Plokkað kl. 10 og hist við Olís sjopp­una. 

Vest­f­irðir

  • Tálkna­fjörður: Tálkna­fjarðarskóli plokk­ar kl. 13 á Lækj­ar­torgi. Kök­ur og drykk­ir á eft­ir. 

Þá má einnig finna ýms­ar upp­lýs­ing­ar á plokk.is.

mbl.is