„Við áttum okkur lítið jólaleyndarmál“

Mamman | 28. apríl 2024

„Við áttum okkur lítið jólaleyndarmál“

„Móðurhlutverkið hefur lengi verið mér hugleikið,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, móðir, bóndi, félagssálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna. Hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni, Maríu Kristínu Árnadóttur, í september síðastliðnum.

„Við áttum okkur lítið jólaleyndarmál“

Mamman | 28. apríl 2024

Pálína og María Kristín eignuðust dóttur í september síðastliðnum.
Pálína og María Kristín eignuðust dóttur í september síðastliðnum. Ljósmynd/Aðsend

„Móður­hlut­verkið hef­ur lengi verið mér hug­leikið,“ seg­ir Pálína Ax­els­dótt­ir Njarðvík, móðir, bóndi, fé­lags­sál­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna. Hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sam­býl­is­konu sinni, Maríu Krist­ínu Árna­dótt­ur, í sept­em­ber síðastliðnum.

„Móður­hlut­verkið hef­ur lengi verið mér hug­leikið,“ seg­ir Pálína Ax­els­dótt­ir Njarðvík, móðir, bóndi, fé­lags­sál­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna. Hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sam­býl­is­konu sinni, Maríu Krist­ínu Árna­dótt­ur, í sept­em­ber síðastliðnum.

Pálína og María Krist­ín, sem kynnt­ust í Vindás­hlíð sum­arið 2017, byrjuðu snemma að ræða barneign­ir þegar þær tóku sam­an og voru því him­in­lif­andi með að verða mæður, en parið leitaði sér aðstoðar hjá Li­vio Reykja­vík, heil­brigðis­fyr­ir­tæki sem er í for­ystu á sviði gla­sa­frjóvg­un­ar­meðferða, til að eign­ast dótt­ur sína, Eddu Maríu.

Pálína er mörg­um kunn, hér­lend­is sem og utan land­stein­anna. Hún held­ur úti vin­sæl­um In­sta­gram-reikn­ingi und­ir nafn­inu Farmli­fe Ice­land þar sem hún kynn­ir fylgj­end­ur sína, sem telja ríf­lega 271.000, fyr­ir töfr­um og feg­urð ís­lenska sveita­lífs­ins, en Pálína er fædd og upp­al­in í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Pálína heldur úti Instagram-reikningum Farmlife Iceland.
Pálína held­ur úti In­sta­gram-reikn­ing­um Farmli­fe Ice­land. Ljós­mynd/​Aðsend

„Til­bú­in að tækla hvaða verk­efni sem er“

Pálína kann hvergi bet­ur við sig en í sveit­inni. „Lífið í sveit­inni mótaði mig. Það und­ir­bjó mig að mörgu leyti fyr­ir fæðing­una og móður­hlut­verkið þar sem verk­efn­in eru mörg, fjöl­breytt, krefj­andi, kám­ug og skemmti­leg.

Ég er al­gjör sveita­kona, til­bú­in að tækla hvaða verk­efni sem er,“ seg­ir Pálína sem er þegar byrjuð að kynna dótt­ur sína, sem er rétt tæp­lega átta mánaða göm­ul, fyr­ir sveita­líf­inu og ís­lensku dýr­un­um.

Pálína og María Krist­ín kynnt­ust þegar þær störfuðu sam­an í sum­ar­búðum Vindás­hlíðar, en það tók parið dágóðan tíma að byrja sam­an. „Við kynnt­umst sum­arið 2017 en sum­arið þar á eft­ir breytt­ist vin­skap­ur­inn í ást.

Í dag erum við bú­sett­ar í Reykja­vík en alltaf með ann­an fót­inn í sveit­inni. Sauðburður er nú að hefjast og ætl­um við að sjálf­sögðu að taka þátt.”

Pálína og María Kristín ásamt dóttur þeirra, Eddu Maríu.
Pálína og María Krist­ín ásamt dótt­ur þeirra, Eddu Maríu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég er eldri og gekk með barnið“

Pálína og María Krist­ín tóku ákvörðun snemma í sam­band­inu um að eign­ast barn en héldu áform­um sín­um leynd­um frá fjöl­skyldu og vin­um. „Þetta var planað hjá okk­ur, mjög planað,“ seg­ir Pálína og hlær.

„Við höfðum sam­band við Li­vio Reykja­vík þegar við vor­um klár­ar að hefja ferlið, sem er bæði kostnaðarsamt og tíma­frekt. Ferlið gekk hratt fyr­ir sig. Ég er eldri og gekk með barnið. Við rif­umst ekk­ert um það,” út­skýr­ir hún.

Pálína og María Krist­ín komust að því að þær ættu von á barni rétt fyr­ir jól­in. „Við vor­um mjög glaðar og átt­um okk­ur lítið jóla­leynd­ar­mál.”

Parið komst að óléttunni rétt fyrir jól.
Parið komst að ólétt­unni rétt fyr­ir jól. Ljós­mynd/​Aðsend

Fór af stað á sett­um degi

Aðspurð seg­ir Pálína meðgöng­una hafa gengið vel. „Ég var hunds­löpp í lang­an tíma en allt fór á besta veg. Mér fannst dá­sam­legt að vera ólétt. Dótt­ir okk­ar dafnaði vel. Ég horfi til baka með hlýhug, þetta voru bestu tím­ar þrátt fyr­ir ógleði og önn­ur ein­kenni.“

Ein dýr­mæt­asta stund í lífi for­eldra er fæðing barns þeirra og seg­ir Pálína fæðing­una hafa verið langa, stranga og áhuga­verða, en frá fyrstu hríð tók fæðing­ar­ferlið 47 klukku­stund­ir.

„Ég fór af stað á sett­um degi, klukk­an þrjú um nóttu. Ég vaknaði upp og hugsaði að nú væri eitt­hvað að ger­ast. Við vor­um bún­ar að ákveða að fæða barnið á Fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur en það endaði öðru­vísi en ætlað var. Við eydd­um góðum tíma á fæðing­ar­heim­il­inu í góðum hönd­um fag­manna, en fæðing­ar­ferlið gekk mjög hægt fyr­ir sig, þrátt fyr­ir sterka sam­drætti og sára verki, sem fóru versn­andi.

Frá fyrstu hríð tók fæðingin 47 klukkustundir.
Frá fyrstu hríð tók fæðing­in 47 klukku­stund­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir tæpa þrjá sól­ar­hringa héld­um við upp á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans. Þar fékk ég hríðaörv­andi dreypi sem ýtti ferl­inu af stað en ekki nægi­lega mikið og þurfti að grípa til sog­klukku og draga dótt­ur okk­ar í heim­inn,“ út­skýr­ir hún.

Pálína seg­ir orð ömmu sinn­ar, sem þá var 96 ára göm­ul, hafa hjálpað sér mikið. „Hún sagði við mig: „Mundu bara að þetta er vont en svo er þetta bara búið“, þessi orð héldu mér gang­andi í gegn­um sárs­auka­fyllsta hlut­ann.

Ein ljós­móðirin fékk mig einnig til að glotta þegar hún sagði við mig að sveita­kon­ur nálg­ist fæðing­ar á ann­an hátt, bún­ar að upp­lifa all­ar út­gáf­ur af fæðing­um í sveit­inni. Ég hef verið í sauðburði allt mitt líf og var því ekki kvíðin fyr­ir fæðing­unni en viður­kenni að ég var mjög þakk­lát þegar henni loks­ins lauk,“ seg­ir Pálína.

Edda María er þegar byrjuð að læra um lífið í …
Edda María er þegar byrjuð að læra um lífið í sveit­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­bandið hef­ur dýpkað og styrkst

Pálína seg­ir lífið gjör­breytt, skýr­ara og betra eft­ir fæðingu dótt­ur henn­ar. „Heim­ur­inn hef­ur minnkað og stækkað. Lífið snýst bara um Eddu Maríu og verður skemmti­legra með hverj­um deg­in­um.

Edda María hef­ur dýpkað tengsl okk­ar Maríu Krist­ín­ar. Við erum tengd­ar að ei­lífu, sama hvað. Ég elska að horfa á Maríu Krist­ínu, konu sem ég elska af öllu hjarta, sinna dótt­ur okk­ar. Það er ein­stök til­finn­ing sem gef­ur mér kitl í mag­ann.“

Eru þið ólík­ar mæður?

„Við erum ótrú­lega sam­stiga þegar kem­ur að upp­eldi dótt­ur okk­ar. Eng­in rifr­ildi hingað til. Við erum báðar bún­ar að læra sál­fræði og höf­um því svipaðar nálgan­ir á það sem okk­ur þykir mik­il­vægt fyr­ir dótt­ur okk­ar og fjöl­skyldu­lífið.“

Aðspurð seg­ist Pálína spennt fyr­ir kom­andi sumri. „Það verður dá­sam­legt að fylgj­ast með Eddu Maríu í sveit­inni. Ég vil að hún þekki sveita­lífið og kunni til verka.“

Hamingjusöm fjölskylda.
Ham­ingju­söm fjöl­skylda. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is