Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Hjólreiðar | 29. apríl 2024

Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Talning á 29 sjálfvirkum reiðhjólateljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sýnir að hjólanotkun er að aukast bæði yfir vetur og sumar. Þetta á ekki síst við í úthverfum og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík.

Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Hjólreiðar | 29. apríl 2024

Sífellt fleiri velja að nota reiðhjól sem samgöngutæki allan ársins …
Sífellt fleiri velja að nota reiðhjól sem samgöngutæki allan ársins hring. Metfjöldi fór ferða sinna á hjóli fyrstu mánuði ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Taln­ing á 29 sjálf­virk­um reiðhjóla­teljurum víðs veg­ar um höfuðborg­ar­svæðið sýn­ir að hjóla­notk­un er að aukast bæði yfir vet­ur og sum­ar. Þetta á ekki síst við í út­hverf­um og öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu en Reykja­vík.

Taln­ing á 29 sjálf­virk­um reiðhjóla­teljurum víðs veg­ar um höfuðborg­ar­svæðið sýn­ir að hjóla­notk­un er að aukast bæði yfir vet­ur og sum­ar. Þetta á ekki síst við í út­hverf­um og öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu en Reykja­vík.

Fyrstu þrír mánuðir þessa árs sýna að aldrei hafa fleiri verið á ferðinni á reiðhjól­um á höfuðborg­ar­svæðinu í upp­hafi árs. Sam­kvæmt töl­um úr reiðhjóla­teljurum á höfuðborg­ar­svæðinu fyrstu þrjá mánuði árs­ins má sjá að fjölg­un var á ferðum í öll­um mánuðunum frá því í fyrra. Þá eru janú­ar og mars þeir stærstu frá upp­hafi taln­ing­ar, en covid-árið 2021 var fe­brú­ar stærri en í ár.

Októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber í fyrra voru einnig stærri en árin þar á und­an og því ljóst að vetr­ar­hjól­reiðar og notk­un hjóla til að fara í og úr vinnu eða skóla er að aukast hægt og ró­lega.

Sum­ar­mánuðirn­ir júní, júlí og ág­úst í fyrra voru einnig met­mánuðir og taka þeir all­ir um­tals­vert stökk frá ár­inu á und­an. Allt þetta bend­ir til þess að al­menn notk­un hjóla hér á landi sé að aukast, bæði til afþrey­ing­ar og hreyf­ing­ar, en einnig sem ferðamáti.

Sveiflu­kennd notk­un

Krist­inn Jón Ey­steins­son, skipu­lags­fræðing­ur á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir sjá­an­lega aukn­ingu í notk­un hjóla í vet­ur. Hann tek­ur þó fram að notk­un­in geti verið nokkuð sveiflu­kennd eft­ir veðurfari og þannig hafi bæði apríl og maí í fyrra verið minni en árið á und­an, meðan mikið stökk var í sum­ar­mánuðunum.

Þegar horft er á fyrstu þrjá mánuði árs­ins er aukn­ing­in milli ára 21% og ef allt árið í fyrra er tekið með er aukn­ing­in 12,7% milli ára.

Sumarmánuðurnir í fyrra voru metmánuðir og það átti einnig við …
Sum­ar­mánuðurn­ir í fyrra voru met­mánuðir og það átti einnig við um vet­ur­inn sem nú er liðinn. Graf/​mbl.is

Þegar aðeins er horft til þeirra sex telj­ara sem hafa lengst verið uppi í Reykja­vík; í Naut­hóls­vík, við Ægisíðu, við Hörpu, á Geirs­nefi, við Glæsi­bæ og í Elliðaár­dal við Reykja­nes­braut, þá sést að aukn­ing hef­ur verið í hjóla­ferðum á fyrstu þrem­ur mánuðum þessa árs frá ár­inu á und­an. Hins veg­ar fóru fleiri um þessa staði covid-árið 2021.

Þegar heild­ar­töl­ur fyr­ir síðasta ár eru skoðaðar sést að aukn­ing varð í hjóla­ferðum á milli ára í Reykja­vík, en hins veg­ar voru árin 2019-2021 stærri heilt á litið.

Vænt­ing­ar staðist og gott bet­ur

Krist­inn seg­ir að Reykja­vík­ur­borg hafi frá ár­inu 2010 sett fram þrjár hjól­reiðaáætlan­ir og þar hafi verið horft til um 1% vaxt­ar á ári. Miðað við ferðak­ann­an­ir sem gerðar hafa verið seg­ir hann að segja megi að 6,5-7% af ferðum sem farn­ar séu í Reykja­vík séu á hjól­um. Hins veg­ar hafi til­koma raf­magns­hlaupa­hjóla og raf­magns­hjóla aðeins flækt sam­an­b­urð. Þannig hafi flokk­ur­inn „annað“ í þess­um könn­un­um til dæm­is stækkað nokkuð mikið og hafi í síðustu könn­un verið um 5%, þar af um 2% sem eru á raf­magns­hlaupa­hjól­um.

Seg­ir Krist­inn að sé horft til allra þess­ara far­ar­tækja, í raun til allra þeirra veg­far­enda sem ferðist ekki á bíl, en noti hjóla­stíga, þá hafi öll­um vænt­ing­um varðandi virka sam­göngu­máta verið náð og gott bet­ur. Í heild­ina seg­ir Krist­inn að um 8,5-9% ferða séu sam­kvæmt ferðakönn­un­inni far­in á þess­um tækj­um og ef horft er til nú­ver­andi hjól­reiðaáætl­un­ar sé gert ráð fyr­ir að hlut­fallið kom­ist upp í 7,5-8% fyr­ir lok árs­ins 2025.

Toppi náð í fjölda not­enda á hlaupa­hjól­um

Krist­inn tel­ur hins veg­ar að teikn séu á lofti um að ákveðnum toppi í fjölda not­enda hlaupa­hjóla hafi verið náð. Töl­ur um inn­flutn­ing m.a. á raf­magns­hlaupa­hjól­um sem finna má á öðrum stað í blaðinu styðja þessa kenn­ingu Krist­ins, en tals­vert fall hef­ur verið í fjölda slíkra tækja sem flutt eru inn miðað við fyrri ár.

Grein­in birt­ist fyrst í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins sem lesa má í heild hér:

mbl.is