Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum „DNG by Slippurinn“ hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum „DNG by Slippurinn“ hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum „DNG by Slippurinn“ hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Í samningnum felst að Skipasýn, sem fer með hönnun nýs 29 metra togskips fyrir Vinnslustöðina, mun hanna lest skipsins á þann hátt að hægt sé að koma fyrir 250 til 280 kera sjálfvirku flutningskerfi. Þar að auki er hannaður vinnslubúnaður með bestu mögulegu hráefnismeðferð að leiðarljósi.
„Samstarfið við Vinnslustöðina í Vestmanneyjum og Skipasýn hefur verið mjög gott og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur að koma að verkefninu svona á fyrstu stigum hönnunar. Samningurinn er rökrétt framhald af þeirri forvinnu sem hefur átt sér stað í verkefninu undanfarin misseri,“ segir Magnús Blöndal sviðsstjóri Slippsins Akureyri.