Færa smábátasjómönnum öryggisapp að kostnaðarlausu

Öryggi sjófarenda | 1. maí 2024

Færa smábátasjómönnum öryggisapp að kostnaðarlausu

Nýsköpunarfyrirtækið Alda öryggi býður nú íslenskum smábátasjómönnum sérhannað öryggisstjórnunarkerfi fyrir smábáta endurgjaldslaust. Um er að ræða lausn sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála hjá smábátasjómönnum á stafrænan máta.

Færa smábátasjómönnum öryggisapp að kostnaðarlausu

Öryggi sjófarenda | 1. maí 2024

Smáforritið Aggan er öryggisstjórnunarkerfi sem smábátasjómenn geta nálgast endurgjaldslaust.
Smáforritið Aggan er öryggisstjórnunarkerfi sem smábátasjómenn geta nálgast endurgjaldslaust. Samsett mynd

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Alda ör­yggi býður nú ís­lensk­um smá­báta­sjó­mönn­um sér­hannað ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta end­ur­gjalds­laust. Um er að ræða lausn sem nú­tíma­væðir, auðveld­ar og ein­fald­ar allt ut­an­um­hald ör­ygg­is­mála hjá smá­báta­sjó­mönn­um á sta­f­ræn­an máta.

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Alda ör­yggi býður nú ís­lensk­um smá­báta­sjó­mönn­um sér­hannað ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta end­ur­gjalds­laust. Um er að ræða lausn sem nú­tíma­væðir, auðveld­ar og ein­fald­ar allt ut­an­um­hald ör­ygg­is­mála hjá smá­báta­sjó­mönn­um á sta­f­ræn­an máta.

Smá­for­ritið nefn­ist Agg­an og hef­ur þróun henn­ar verið í ná­inni sam­vinnu við Sigl­ingaráð, Lands­sam­band smá­báta­eig­anda og Sam­göngu­stofu í tæpt ár. Smá­báta­sjó­menn geta nálg­ast for­ritið á heimasíðu Ögg­un­ar.

„Það er trú okk­ar hjá Öld­unni að með Ögg­unni séum við að nú­tíma­væða og færa ör­ygg­is­mál­in nær smá­báta­sjó­mönn­um sem mun leiða til auk­inn­ar ör­yggis­vit­und­ar á meðal þeirra og stuðla að ör­ugg­ari sjó­sókn,“ seg­ir Gunn­ar Rún­ar Ólafs­son, þró­un­ar­stjóri hjá Öldu Öryggi.

Skoðanir og áhættumat

Í Ögg­unni get­ur sjó­maður­inn fram­kvæmt eig­in skoðanir á bátn­um sín­um, gert ein­falt áhættumat, skoðað ýmis kon­ar ör­ygg­is­fræðslu og skráð at­vik í AT­VIK-sjó­menn. Mark­miðið hef­ur verið að skila for­riti sem er ein­falt í notk­un og gef­ur sjó­mönn­um aðgengi að öll­um upp­lýs­ing­um er varðar ör­ygg­is­mál á ein­um stað.

„Agga fæst frítt af því að vilj­um ná til allra smá­báta­sjó­manna og fá þá í sam­vinnu við okk­ur um að þróa ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta sem verður fyr­ir­mynd á heimsvísu. Það er sýn okk­ar í Öld­unni að Ísland eigi að vera kís­ildal­ur í ör­ygg­is­mál­um sjó­manna,“ seg­ir Gísli Níls Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Öld­unn­ar.

Smáforrtið er sérhannað fyrri smábaáta og er hægt að nota …
Smá­forrtið er sér­hannað fyrri smá­ba­áta og er hægt að nota í snjallsíma. Skjá­skot/​Alda ör­yggi
mbl.is