Fiskistofa lokar starfsstöð eftir að mygla fannst

Mygla í húsnæði | 1. maí 2024

Fiskistofa lokar starfsstöð eftir að mygla fannst

Fiskistofa hefur tímabundið lokað starfsstöð sinni í Borgum á Akureyri eftir að mygla fannst í húsnæðinu. 

Fiskistofa lokar starfsstöð eftir að mygla fannst

Mygla í húsnæði | 1. maí 2024

Fiskistofa hefur tímabundið lokað starfstöð sinni í Borgum á Akureyri …
Fiskistofa hefur tímabundið lokað starfstöð sinni í Borgum á Akureyri vegna myglu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fiskistofa hefur tímabundið lokað starfsstöð sinni í Borgum á Akureyri eftir að mygla fannst í húsnæðinu. 

Fiskistofa hefur tímabundið lokað starfsstöð sinni í Borgum á Akureyri eftir að mygla fannst í húsnæðinu. 

Þetta staðfestir Jón Kolbeinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita, í samtali við mbl.is. Um er að ræða húsnæði í eigu Reita sem er að hluta í útleigu til Fiskistofu.

Aðspurður segir Jón að óværa, eða mygla, hafi fundist við framkvæmdir í þessum hluta húsnæðisins og að unnið sé að því að leysa málið í samstarfi við Fiskistofu. Enn eigi eftir að meta umfang myglunnar. 

Beðið eftir niðurstöðum í öðrum hluta húsnæðisins

Á heimasíðu Fiskistofu segir að lokað sé vegna óviðráðanlegra orsaka. Halla María Sveinbjörnsdóttir, mannauðs- og þjónustustjóri Fiskistofu, vísaði á Reiti þegar upplýsinga var leitað. 

Háskólinn á Akureyri er meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem er með hluta húsnæðisins á leigu.

Eyjólfur Guðmundsson rektor segir í samtali við mbl.is að upp hafi komið vandamál í þeim hluta húsnæðisins sem Fiskistofa leigir. Engin vandamál hafi þó verið staðfest í þeim hluta húsnæðisins sem háskólinn leigir. 

„Þetta er allt saman í rannsókn eins og er, þannig að við bara bíðum eftir niðurstöðu.“

mbl.is