Streisand birti óviðeigandi athugasemd við færslu McCarthy

Poppkúltúr | 1. maí 2024

Streisand birti óviðeigandi athugasemd við færslu McCarthy

Söng- og leikkonan Barbra Streisand, 82 ára, skildi í gærdag eftir athugasemd við Instagram-færslu leikkonunnar Melissu McCarthy. Athugasemd Streisand vakti mikla athygli netverja og þótti mörgum hún afar óviðeigandi.

Streisand birti óviðeigandi athugasemd við færslu McCarthy

Poppkúltúr | 1. maí 2024

Barbra Streisand hristi upp í Instagram.
Barbra Streisand hristi upp í Instagram. Samsett mynd

Söng- og leik­kon­an Barbra Streisand, 82 ára, skildi í gær­dag eft­ir at­huga­semd við In­sta­gram-færslu leik­kon­unn­ar Mel­issu McCart­hy. At­huga­semd Streisand vakti mikla at­hygli net­verja og þótti mörg­um hún afar óviðeig­andi.

Söng- og leik­kon­an Barbra Streisand, 82 ára, skildi í gær­dag eft­ir at­huga­semd við In­sta­gram-færslu leik­kon­unn­ar Mel­issu McCart­hy. At­huga­semd Streisand vakti mikla at­hygli net­verja og þótti mörg­um hún afar óviðeig­andi.

Streisand vildi fá að vita hvort að McCart­hy hefði nýtt sér syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic til að grenn­ast, en leik­kon­an hef­ur grennst tölu­vert á síðastliðnum vik­um.

McCart­hy, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn í hlut­verki sínu sem Sookie St. James í banda­rísku þáttaröðinni The Gilmore Gir­ls, birti mynd af sér ásamt leik­stjór­an­um Adam Shankm­an. Leik­kon­an var afar glæsi­leg í mynt­ug­ræn­um kjól og brosti sínu bjarta brosi, en McCart­hy er þekkt fyr­ir glaðlegt lund­erni. 

Marg­ar heims­fræg­ar stjörn­ur, þar á meðal Glenn Close og Octa­via Spencer, skrifuðu at­huga­semd­ir við færsl­una og hrósuðu McCart­hy fyr­ir fal­leg­an klæðaburð, en at­huga­semd Streisand vakti hvað mesta at­hygli. 

„Ég bið að heilsa, notaðir þú Ozempic?“ skrifaði Streisand við færsl­una. McCart­hy eyddi færsl­unni stuttu síðar. 

McCart­hy og Streisand hafa þekkst í nokk­ur ár en þær kynnt­ust við upp­tök­ur á plötu Streisand, Encore. Streisand og McCart­hy sungu lagið Anything You Can Do úr söng­leikn­um Annie Get Your Gun.



mbl.is