„María, ég er svo stoltur af þér“

Fæðingar og fleira | 3. maí 2024

„María, ég er svo stoltur af þér“

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og viðskiptafræðingurinn María Ósk Skúladóttir eignuðust son á dögunum. Drengurinn er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif. 

„María, ég er svo stoltur af þér“

Fæðingar og fleira | 3. maí 2024

María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust son.
María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust son.

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Daði Böðvars­son og viðskipta­fræðing­ur­inn María Ósk Skúla­dótt­ir eignuðust son á dög­un­um. Dreng­ur­inn er annað barn þeirra sam­an, en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Sunn­evu Sif. 

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Daði Böðvars­son og viðskipta­fræðing­ur­inn María Ósk Skúla­dótt­ir eignuðust son á dög­un­um. Dreng­ur­inn er annað barn þeirra sam­an, en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Sunn­evu Sif. 

Jón Daði og María til­kynntu komu drengs­ins í færslu á In­sta­gram þar sem þau birtu fal­lega mynd af syn­in­um. Við mynd­ina skrifaði Jón Daði: „Litli dreng­ur­inn okk­ar kom í heim­inn í gær­kvöldi. María, ég er svo stolt­ur af þér. Þú varst frá­bær í gegn­um þessa löngu og erfiðu fæðingu. Lífið er svo dýr­mætt. Ég er inni­lega þakk­lát­ur.“

Fyrri meðgang­an ekki sú auðveld­asta

Fjöl­skyld­an er bú­sett í Bretlandi og hef­ur verið und­an­far­in ár þar sem Jón Daði spil­ar með Bolt­on Wand­erers.

Árið 2022 fór María í ein­lægt viðtal á fjöl­skyldu­vef mbl.is þar sem hún ræddi um móður­hlut­verkið, meðgöngu og fæðingu dótt­ur þeirra sem kom í heim­inn árið 2019. Meðgang­an var ekki sú auðveld­asta fyr­ir Maríu, en hún greind­ist með hyp­ereeisi gra­vi­d­ar­um (HG) sem fel­ur í sér mikla ógleði og upp­köst, langt um fram það sem talið er eðli­legt. Hún jafnaði sig þó eft­ir 20. viku meðgöng­unn­ar. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is