„Ég er á móti því að eiga spariföt“

Fatastíllinn | 4. maí 2024

„Ég er á móti því að eiga spariföt“

Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, er mikill tískuunnandi með gott auga fyrir fallegri hönnun. Hún hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og var strax komin með sterkar skoðanir á fatavali þegar hún var á leikskólaaldri. 

„Ég er á móti því að eiga spariföt“

Fatastíllinn | 4. maí 2024

Margrét Mist Tindsdóttir er mikill fagurkeri með gott auga fyrir …
Margrét Mist Tindsdóttir er mikill fagurkeri með gott auga fyrir fallegum flíkum og hönnun. Samsett mynd

Mar­grét Mist Tinds­dótt­ir, oft­ast kölluð Mæja, er mik­ill tísku­unn­andi með gott auga fyr­ir fal­legri hönn­un. Hún hef­ur haft áhuga á tísku frá því hún man eft­ir sér og var strax kom­in með sterk­ar skoðanir á fata­vali þegar hún var á leik­skóla­aldri. 

Mar­grét Mist Tinds­dótt­ir, oft­ast kölluð Mæja, er mik­ill tísku­unn­andi með gott auga fyr­ir fal­legri hönn­un. Hún hef­ur haft áhuga á tísku frá því hún man eft­ir sér og var strax kom­in með sterk­ar skoðanir á fata­vali þegar hún var á leik­skóla­aldri. 

Að und­an­förnu hef­ur tísku­áhugi Mæju fengið að blómstra enn frek­ar, en hún er með BA gráðu í Bus­iness & Design frá KEA-há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn og starfar sem markaðsstjóri hjá fata­versl­un­inni Húrra Reykja­vík og hjá sprota­fyr­ir­tæk­inu Regn sem er nýtt síma­for­rit býður not­end­um að kaupa og selja notaðan fatnað. 

Mæja útskrifaðist fyrir tveimur árum frá KEA-háskólanum í Kaupmannahöfn.
Mæja út­skrifaðist fyr­ir tveim­ur árum frá KEA-há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn.

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á tísku?

„Já ætli það ekki, pabbi gafst að minnsta kosti ansi fljótt upp á því að koma með til­lög­ur af fatnaði fyr­ir leik­skól­ann þar sem ég hafði yf­ir­leitt sterk­ar skoðanir og þeim var ekki haggað. Ég man líka að ein skemmti­leg­asta jóla­gjöf­in frá mín­um yngri árum var þegar ég fékk Hag­kaup­s­poka full­an af af­gangs efn­um sem ég dundaði mér við að sauma sam­an og búa til fatalínu.“

Þegar Mæja var yngri þótti henni fátt skemmtilegra en að …
Þegar Mæja var yngri þótti henni fátt skemmti­legra en að fá af­gangs efni að gjöf sem hún saumaði svo sam­an og bjó til flík­ur úr.

Hvernig mynd­ir þú lýsa fata­stíln­um þínum?

„Ég myndi lýsa hon­um sem kven­leg­um í bland við „sporty“.“

Mæja er með flottan fatastíl, en hún lýsir honum sem …
Mæja er með flott­an fata­stíl, en hún lýs­ir hon­um sem blöndu af kven­leg­um og „sporty“ stíl.

Hvernig klæðir þú þig dags­dag­lega? En þegar þú ferð eitt­hvað fínt?

„Ég er á móti því að eiga spari­föt og finnst synd að loka fal­leg­ar flík­ur inni í skáp og bíða eft­ir fínna til­efni svo ég nota kjóla, pils og glimmer óháð því hvort það sé mánu­dag­ur eða laug­ar­dags­kvöld.

Eini mun­ur­inn er að ég klæði flík­ina þá frek­ar niður – fer t.d. í há­skólapeysu við út­vítt pils og striga­skó. Dags­dag­lega er ég praktísk­ari í skóvali þar sem ég labba alltaf í vinnu en stefni á að end­ur­vekja Kö­ben­lífstíl­inn og fá mér hjól en þá verður ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að skella mér í hæla.“

Mæja er lunkin við að klæða flíkur upp og niður.
Mæja er lunk­in við að klæða flík­ur upp og niður.

Fyr­ir hverju fell­ur þú oft­ast?

„Ljós­um lit­um, glimmeri og sett­um.“

Ljósir litir heilla Mæju.
Ljós­ir lit­ir heilla Mæju.

Bestu fata­kaup­in?

„Þessa dag­ana fer ég ekki úr hvít­um pels sem ég fékk í jóla­gjöf en hann var ein­mitt keypt­ur notaður á Regn app­inu. Svo glæsi­leg­ur og pass­ar við allt.“

Hvítur pels sem Mæja fékk í jólagjöf er í miklu …
Hvít­ur pels sem Mæja fékk í jóla­gjöf er í miklu upp­á­haldi um þess­ar mund­ir.

Verstu fata­kaup­in?

„Óþægi­leg­ir skór og föt úr lé­leg­um efn­um sem verða þar af leiðandi eins og lufs­ur eft­ir fyrstu notk­un.“

Áttu þér upp­á­halds­fylgi­hlut?

„Sá fylgi­hlut­ur sem ég hef notað hvað mest er hvít Bottega Veneta taska sem ég keypti mér þegar ég vann þar. Hún er svo vönduð og hægt að breyta henni í „clutch“ með því að smella bönd­un­um af eða smella þeim sam­an og þar með lengja í ól­inni.“

Uppáhaldsfylgihluturinn er hvít taska frá tískuhúsinu Bottega Veneta.
Upp­á­halds­fylgi­hlut­ur­inn er hvít taska frá tísku­hús­inu Bottega Veneta.

Hvað er efst á óskalist­an­um þínum um þess­ar mund­ir?

„Hingað til hef ég verið að fá lánaða Mai­son Margiela hæla hjá syst­ur minni en þeir eru svo fal­leg­ir og þægi­leg­ir að ég væri al­veg til í að eign­ast mitt eigið par.“

Mæju dreymir um að eignast hælaskó frá Maison Margiela.
Mæju dreym­ir um að eign­ast hæla­skó frá Mai­son Margiela.

Áttu þér upp­á­halds­merki?

„Mér finnst allt fal­legt frá Chanel og elska að fylgj­ast með tísku­sýn­ing­un­um þeirra.“

Tískuhúsið Chanel er í miklu uppáhaldi hjá Mæju.
Tísku­húsið Chanel er í miklu upp­á­haldi hjá Mæju.

Hvar versl­ar þú oft­ast?

„Ef ég lít yfir síðustu ár, þá hef ég mest verslað „elskuð föt“ eða „second hand“. Hér heima versla ég mest á Regn app­inu og þegar ég fæ mér eitt­hvað nýtt þá er það úr Húrra. Þegar ég fer er­lend­is elska ég að skoða í þess­um fínni versl­un­um með notuð föt en í síðustu ferð keypti ég mér t.d. þessa æðis­legu ull­ar­dragt.“

Mæja er hrifin af því að kaupa notuð eða „elskuð“ …
Mæja er hrif­in af því að kaupa notuð eða „elskuð“ föt hvort sem hún er hér á Íslandi eða er­lend­is.

Sjálf­bær fata­kaup á Íslandi tek­in skref­inu lengra

Að und­an­förnu hef­ur Mæja verið að vinna að nýju síma­for­riti, Regn, þar sem not­end­ur geta bæði keypt og selt notaðan fatnað. „Þegar ég bjó úti notaði ég fata­sölu­öpp enda­laust – bæði til að kaupa og selja notuð föt. Þegar ég komst að því að sam­bæri­legt ís­lenskt app væri í bíg­erð varð ég að fá að vera með fing­urna í því en síðasta ág­úst fór Regn á App Store. Sjálf er ég gríðarlega stolt af app­inu sem hef­ur nú tekið sjálf­bær fata­kaup á Íslandi skref­inu lengra,“ seg­ir hún. 

Þegar Mæja var búsett erlendis þá notaði hún fatasöluforrit mikið.
Þegar Mæja var bú­sett er­lend­is þá notaði hún fata­sölu­for­rit mikið.

Aðspurð seg­ir Mæja nafnið vera beina til­vís­un í nátt­úr­una og hringrás henn­ar. „Við erum mjög ánægð með nafnið sem er bein til­vís­un í nátt­úr­una og hringrás­ina; vatn guf­ar upp og verður að skýi sem svo rign­ir niður. Regn appið bygg­ir á sömu hringrás­ar­hug­mynd, nema þar eru það elskaðar flík­ur sem mynda hringrás­ina,“ út­skýr­ir hún. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Regn (@regn_app)

Hvert sæk­ir þú inn­blást­ur þegar þú set­ur sam­an dress?

„Mér finnst oft gam­an að blanda sam­an and­stæðum – striga­skóm og kjól eða hvers­dags­leg­um galla­bux­um við fína skyrtu. Mér finnst líka oft koma vel út að blanda sam­an mis­mun­andi efn­um í sama lit. Ann­ars fæ ég oft­ast hug­mynd­ir frá mömmu, systr­um mín­um og frænk­um – og svo auðvitað In­sta­gram.“

Mæju þykir gaman að blanda saman mismunandi efnum í sama …
Mæju þykir gam­an að blanda sam­an mis­mun­andi efn­um í sama lit.

Hver finnst þér vera best klæddi ein­stak­ling­ur­inn í heim­in­um í dag?

„Ég elska að fylgj­ast með Jos­efine Haan­ing, Em­ili Sind­lev og Sofia Richie.“ 

Það er margt spennandi framundan hjá Mæju!
Það er margt spenn­andi framund­an hjá Mæju!
mbl.is