Fimm bestu uppeldisráð Bolla Más

5 uppeldisráð | 4. maí 2024

Fimm bestu uppeldisráð Bolla Más

Útvarpsmaðurinn og uppistandarinn Bolli Már Bjarnason er að eigin sögn 32 ára strákur úr Laugardalnum með fasteignalán, konu, barn og stóra drauma. Hann starfar sem útvarpsmaður á K100, uppistandari og veislustjóri. 

Fimm bestu uppeldisráð Bolla Más

5 uppeldisráð | 4. maí 2024

Bolli Már Bjarnason, útvarpsmaður, uppistandari og veislustjóri, deilir sínum fimm …
Bolli Már Bjarnason, útvarpsmaður, uppistandari og veislustjóri, deilir sínum fimm bestu uppeldisráðum með lesendum. Samsett mynd

Útvarps­maður­inn og uppist­and­ar­inn Bolli Már Bjarna­son er að eig­in sögn 32 ára strák­ur úr Laug­ar­daln­um með fast­eignalán, konu, barn og stóra drauma. Hann starfar sem út­varps­maður á K100, uppist­and­ari og veislu­stjóri. 

Útvarps­maður­inn og uppist­and­ar­inn Bolli Már Bjarna­son er að eig­in sögn 32 ára strák­ur úr Laug­ar­daln­um með fast­eignalán, konu, barn og stóra drauma. Hann starfar sem út­varps­maður á K100, uppist­and­ari og veislu­stjóri. 

Bolli lærði leik­list í Kvik­mynda­skóla Íslands árið 2015 og fór síðan að vinna í aug­lýs­inga­brans­an­um. Vorið 2023 lét hann svo langþráðan draum um að vera á sviði ræt­ast þegar hann setti upp sína fyrstu sýn­ingu, Hæfi­leg­ur, í Tjarna­bíói. Fyrr á ár­inu gekk hann svo til liðs við út­varps­stöðina K100 og hef­ur sam­hliða því komið fram á uppist­ands­sýn­ing­um og veislu­stýrt hinum ýmsu viðburðum.

Bolli setti upp sína fyrstu sýningu á síðasta ári.
Bolli setti upp sína fyrstu sýn­ingu á síðasta ári.

Það er því óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Bolla, en þegar hann er ekki uppi á sviði að kitla hlát­urtaug­ar eða í út­varp­inu að hækka í gleðinni þá nýt­ur hann þess að sprella með fjöl­skyld­unni sinni.

Bolli og unn­usta hans, Berg­lind Halla Elías­dótt­ir, eiga sam­an eina dótt­ur, Krist­ínu Jónu Bolla­dótt­ur, sem er tveggja og hálfs árs og mik­ill gleðigjafi að sögn Bolla. 

Hér deil­ir Bolli fimm af sín­um bestu upp­eld­is­ráðum með les­end­um Fjöl­skyld­unn­ar á mbl.is.

Bolli og Berglind ásamt dóttur sinni, Kristínu Jónu.
Bolli og Berg­lind ásamt dótt­ur sinni, Krist­ínu Jónu.

1. Nóg af ást og knúsi

„Sko! Berg­lind unn­usta mín hló þegar ég sagði henni frá þessu, en hún er miklu mark­viss­ari upp­al­andi en ég. Boll­ar­inn er meira í frjálsu flæði. En núm­er eitt hjá mér er að elska hana stórt og knús­ast mikið.“

Bolli leggur áherslu á ástríkt uppeldi með nóg af knúsum.
Bolli legg­ur áherslu á ást­ríkt upp­eldi með nóg af knús­um.

2. Minni síma­notk­un

„Ég er að reyna að minnka síma­notk­un þegar ég er með henni, sýna barn­inu fókus og láta því líða sem mik­il­væg­ustu mann­eskj­unni í her­berg­inu. Ég er alls ekki full­kom­inn í því og er alltaf að reyna að bæta mig. 

Það er nefni­lega mik­il­vægt les­andi góður að þú átt­ir þig á því að þó ég sé að koma með ráð þá er ég ekk­ert endi­lega með þau á lási sjálf­ur.“

Bolli vill gefa dóttur sinni allan fókusinn og láta henni …
Bolli vill gefa dótt­ur sinni all­an fókus­inn og láta henni líða eins og mik­il­væg­ustu mann­eskj­unni í her­berg­inu.

3. Lyk­ill að börn leiki sér úti

„Næsta ráð er að drulla sér út að leika – það er al­gjör lyk­ill að börn leiki sér mikið úti. Mín kona er aldrei glaðari en þegar hún er úti í skíta­veðri að leita af kis­um.“

Fjölskyldan er dugleg að fara út að leika.
Fjöl­skyld­an er dug­leg að fara út að leika.

4. Gott vald á tungu­máli og ein­beit­ing

„Fjórða upp­eld­is­ráðið er að vera dug­leg að lesa bæk­ur, púsla og perla – þjálfa orðaforða og ein­beit­ingu. Við virðumst verða verri og verri í þessu. Gott vald á tungu­máli og að gera ein­beitt sér kem­ur fólki langt – gef­um börn­un­um okk­ar þá gjöf.“

Feðginin eru dugleg að lesa bækur, púsla og perla.
Feðgin­in eru dug­leg að lesa bæk­ur, púsla og perla.

5. Lengi lifi sprellið!

„Síðasta upp­eld­is­ráðið er að sprella og fífl­ast, hafa gam­an að þessu öllu sam­an. Það er mögnuð veg­ferð að fylgj­ast með barni vaxa og dafna – þetta á að vera gam­an! Það að fara mikið í sund er svo nátt­úru­lega „geit­in“ í þessu öllu sam­an.“

Að lokum minnir Bolli á mikilvægi þess að sprella, fíflast …
Að lok­um minn­ir Bolli á mik­il­vægi þess að sprella, fífl­ast og hafa gam­an!
mbl.is