Hvatinn ekki sá sami

Orkuskipti | 7. maí 2024

Hvatinn ekki sá sami

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, kveðst ekki sjá þá þróun á tölum að fólk sé að gefast upp á rafmagnsbílum og kaupa sér heldur bensín- eða dísilbíla. Verulegur samdráttur hefur orðið í nýskráningu rafbíla milli ára og nýskráningu dísilbíla fjölgað lítillega.

Hvatinn ekki sá sami

Orkuskipti | 7. maí 2024

Bílaumferð á Vesturlandsvegi.
Bílaumferð á Vesturlandsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

María Jóna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, kveðst ekki sjá þá þróun á töl­um að fólk sé að gef­ast upp á raf­magns­bíl­um og kaupa sér held­ur bens­ín- eða dísil­bíla. Veru­leg­ur sam­drátt­ur hef­ur orðið í ný­skrán­ingu raf­bíla milli ára og ný­skrán­ingu dísil­bíla fjölgað lít­il­lega.

María Jóna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, kveðst ekki sjá þá þróun á töl­um að fólk sé að gef­ast upp á raf­magns­bíl­um og kaupa sér held­ur bens­ín- eða dísil­bíla. Veru­leg­ur sam­drátt­ur hef­ur orðið í ný­skrán­ingu raf­bíla milli ára og ný­skrán­ingu dísil­bíla fjölgað lít­il­lega.

Skrán­ing raf­bíla dregst sam­an um 72,3% á meðan dísil­bíl­um fjölg­ar um 2,9%. Sam­drátt­ur í skrán­ing­um ný­skráðra fólks­bíla er 46,4% milli ára. Sam­drátt­ur­inn er því fyrst og fremst í raf­drifn­um fólks­bíl­um.

„Ég vil ekki meina það, þó svo að ég sé ekki með tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar þá finn­um við að þeir sem eru á raf­bíl og eru að end­ur­nýja eru í flest­öll­um til­fell­um að fá sér aft­ur raf­bíl. Hins veg­ar sýna þess­ar töl­ur að veru­leg aft­ur­för er að eiga sér stað í orku­skipt­um,“ seg­ir María Jóna.

María Jóna Magnúsdóttir.
María Jóna Magnús­dótt­ir.

María Jóna seg­ir margt koma til því á 12 mánaða tíma­bili frá ára­mót­un­um 2022 og 2023 hafa marg­ar breyt­ing­ar verið gerðar á lög­um tengd­um hrein­orku­bíl­um.

„Virðis­auka­skatt­sí­viln­un var breytt í styrk frá Orku­sjóði sem hef­ur lækkað á tveim árum um 42% úr 1.560.000 kr. í 900.000 kr. Bif­reiðagjald var tvö­faldað, úr 7.540 kr. í 15.080 kr. Af­nám virðis­auka­skatt­sí­viln­un­ar á út­leigu hrein­orku­bíla ger­ir það að verk­um að 24% virðis­auka­skatt­ur leggst á, bæði þegar um skamm­tíma- og lang­tíma­leigu á öku­tæki er að ræða. Álagn­ing 5% vöru­gjalds gerði það að verk­um að mun­ur­inn milli los­un­ar­lágra bíla og los­un­ar­hárra bíla minnkaði. Um síðustu ára­mót var sett á kíló­metra­gjald á raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla sem kost­ar bif­reiðaeig­end­ur 90.000 kr. á ári fyr­ir raf­bíl og 30.000 kr. á ári fyr­ir ten­gilt­vinn­bíl, ef miðað er við 15.000 km meðalakst­ur á ári. Þó er mik­il­vægt að benda á að þrátt fyr­ir þess­ar aðgerðir er rekst­ur raf­bíla enn mun hag­stæðari en sam­bæri­legs jarðefna­eldsneyt­is­bíls,“ seg­ir María Jóna.

„Það vantar dýpri nálgun og vandaðari vinnu af hálfu yfirvalda,“ …
„Það vant­ar dýpri nálg­un og vandaðari vinnu af hálfu yf­ir­valda,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son. Sam­sett mynd/​mbl.is/​sisi/Á​rni Sæ­berg

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, tel­ur fjár­hags­stöðu fólks yf­ir­leitt ráða för í þróun á bíla­sölu. Hann telji sam­drátt í bíla­sölu al­mennt því fyrst og fremst fylgja efn­hags­um­hverf­inu hverju sinni. Breyt­ing­ar á íviln­ana­kerfi hafi þó án efa sett sinn svip á þró­un­ina. Hvat­inn til að fjár­festa í raf­bíl sé ekki sá sami eft­ir að íviln­an­ir til kaup­enda raf­magns­bíla féllu niður um ára­mót­in.

„Það vant­ar dýpri nálg­un og vandaðari vinnu af hálfu yf­ir­valda,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að ekki sé hægt að segj­ast stefna að orku­skipt­um án þess að vinna heima­vinn­una sína. Eðli­legra hefði verið að trappa íviln­an­irn­ar niður þar til fram­leiðslu­kostnaður á raf­magns­bíl­um væri kom­inn á par við dísil- og bens­ín­bíla, en talið sé að því mark­miði verði náð inn­an næstu þriggja ára. Hvað kunni að skýra aukn­ingu á sölu dísil­bíla seg­ir Run­ólf­ur að m.a. lægra verð og óvin­sæld­ir er­lend­is og sam­drátt­ur í fram­leiðslu komi til greina.

„Kannski fólk sé að reyna að tryggja sér dísil­bíl áður en það er um sein­an.“

mbl.is