Íris Svava er orðin móðir

Fæðingar og fleira | 7. maí 2024

Íris Svava er orðin móðir

Þroskaþjálfinn og áhrifavaldurinn Íris Svava Pálmadóttir og sambýlismaður hennar, Arnþór Fjalarson, eignuðust stúlku þann 3. maí síðastliðinn. Stúlkan er fyrsta barn parsins saman. 

Íris Svava er orðin móðir

Fæðingar og fleira | 7. maí 2024

Íris Svava Pálmadóttir og sambýlismaður hennar Arnþór Fjalarsson eignuðust stúlku …
Íris Svava Pálmadóttir og sambýlismaður hennar Arnþór Fjalarsson eignuðust stúlku þann 3. maí síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Þroskaþjálf­inn og áhrifa­vald­ur­inn Íris Svava Pálma­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar, Arnþór Fjalar­son, eignuðust stúlku þann 3. maí síðastliðinn. Stúlk­an er fyrsta barn pars­ins sam­an. 

Þroskaþjálf­inn og áhrifa­vald­ur­inn Íris Svava Pálma­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar, Arnþór Fjalar­son, eignuðust stúlku þann 3. maí síðastliðinn. Stúlk­an er fyrsta barn pars­ins sam­an. 

Íris Svava hef­ur notið vin­sælda á In­sta­gram þar sem hún tal­ar um já­kvæða lík­ams­ímynd og vill sýna að all­ir lík­am­ar geti verið kynþokka­full­ir. 

„Þessi djúpa tæra ást og gleði“

Íris Svava og Arnþór til­kynntu komu dótt­ur sinn­ar með sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau fal­leg­ar mynd­ir af stúlk­unni. 

„Elsku stelp­an okk­ar kom í heim­inn 3. maí og var næst­um 18 merk­ur. Orð ná ekki að lýsa til­finn­ing­un­um sem eru í gangi innra með okk­ur þessa dag­ana, þessi djúpa tæra ást og gleði sem við höf­um aldrei upp­lifað áður. Mamma og pabbi elska þig meira en lífið sjálft og get­um ekki beðið eft­ir að kynn­ast þér bet­ur,“ skrifuðu þau í færsl­unni. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by Íris Svava (@iris­svava)

mbl.is