Laufey geislaði á Met Gala

Instagram | 7. maí 2024

Laufey geislaði á Met Gala

Einn stærsti tískuviðburður ársins, The Met Gala, var haldinn í gær á Metropolitan-safninu í New York-borg. Margar af frægustu stjörnum í heimi mættu og gengu rauða dregilinn, sem var að vísu myntugrænn á litinn, klæddar glæsilegum og eftirtektarverðum flíkum.

Laufey geislaði á Met Gala

Instagram | 7. maí 2024

Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung.
Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung. AFP/ljósmyndari

Einn stærsti tísku­viðburður árs­ins, The Met Gala, var hald­inn í gær á Metropolit­an-safn­inu í New York-borg. Marg­ar af fræg­ustu stjörn­um í heimi mættu og gengu rauða dreg­il­inn, sem var að vísu mynt­ug­rænn á lit­inn, klædd­ar glæsi­leg­um og eft­ir­tekt­ar­verðum flík­um.

Einn stærsti tísku­viðburður árs­ins, The Met Gala, var hald­inn í gær á Metropolit­an-safn­inu í New York-borg. Marg­ar af fræg­ustu stjörn­um í heimi mættu og gengu rauða dreg­il­inn, sem var að vísu mynt­ug­rænn á lit­inn, klædd­ar glæsi­leg­um og eft­ir­tekt­ar­verðum flík­um.

Þemað í ár var Sleep­ing Beauties: Reawaken­ing Fashi­on og mátti sjá marg­ar skemmti­leg­ar út­færsl­ur á því.

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var meðal gesta á viðburðinum, en Anna Wintour, rit­stjóri tísku­tíma­rits­ins Vogue, stjórn­ar gestal­ist­an­um og hef­ur gert lengi. Wintour býður út­völd­um ein­stak­ling­um úr heimi menn­ing­ar og lista sem hafa skarað fram úr og vakið ein­staka at­hygli á síðastliðnu ári.

Laufey ásamt Prabal Gurung.
Lauf­ey ásamt Pra­bal Gur­ung. AFP/​ljós­mynd­ari

Lauf­ey var stór­glæsi­leg í fer­skju­lituðum síðkjól frá hönnuðinum Pra­bal Gur­ung, en Lauf­ey gekk dreg­il­inn ásamt Gur­ung og stilltu þau sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara. Tón­list­ar­kon­an ljómaði og vakti ómælda at­hygli viðstaddra.

Lauf­ey er orðin þræl­vön að ganga rauða dreg­il­inn, en hún tók meðal ann­ars við Grammy-verðlaun­um fyrr á þessu ári íklædd glæsi­leg­um kjól frá franska tísku­hús­inu Chanel.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is