Laufey steig á svið í þætti Jimmy Fallon

Poppkúltúr | 10. maí 2024

Laufey steig á svið í þætti Jimmy Fallon

Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var tónlistargestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtudag. Hún flutti lagið Goddess af nýjustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Edition.

Laufey steig á svið í þætti Jimmy Fallon

Poppkúltúr | 10. maí 2024

Laufey.
Laufey. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var tón­list­ar­gest­ur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtu­dag. Hún flutti lagið Goddess af nýj­ustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Ed­iti­on.

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var tón­list­ar­gest­ur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtu­dag. Hún flutti lagið Goddess af nýj­ustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Ed­iti­on.

Lauf­ey töfraði áhorf­end­ur með söng sín­um og pí­anó­spili. Tón­list­ar­kon­an deildi mynd­skeiði af flutn­ingn­um á In­sta­gram-síðu sinni og hafa tug­ir þúsunda þegar líkað við færsl­una.

Þessi vika hef­ur verið afar viðburðarrík hjá tón­list­ar­kon­unni, en Lauf­ey var meðal boðsgesta á Met Gala-viðburðinum á mánu­dag. Vakti hún mikla at­hygli á mynt­ug­ræna dregl­in­um í stór­glæsi­legri hönn­um eft­ir Pra­bal Gur­ung. 

Frægðarsól Lauf­eyj­ar hef­ur risið hátt und­an­far­in ár og hún vakið ómælda at­hygli inn­an­lands og utan.

Lauf­ey hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í fe­brú­ar og kom einnig fram með tón­list­ar­mann­in­um Billy Joel á verðlauna­hátíðinni þegar hann flutti lagið Turn the Lig­ht Back on.



mbl.is