Æðruleysi og einn dagur tekinn í einu

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Æðruleysi og einn dagur tekinn í einu

Stór hópur Grindvíkinga á samastað sinn í tilverunni í Vogabyggð í Reykjavík. Í stórum klasa nýrra fjölbýlishúsa við Stefnisvog eru alls 75 íbúðir og telst kunnugum svo til að um 50 þeirra séu í útleigu til fólks úr Grindavík.

Æðruleysi og einn dagur tekinn í einu

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Erna Rún heima í Stefnisvogi, hér með börnunum sínum, þeim …
Erna Rún heima í Stefnisvogi, hér með börnunum sínum, þeim Hjörtfríði og Árna Jakobi. Fjölskyldan flytur í Kópavoginn í júnímánuði. mbl.is/Eyþór

Stór hóp­ur Grind­vík­inga á sam­astað sinn í til­ver­unni í Voga­byggð í Reykja­vík. Í stór­um klasa nýrra fjöl­býl­is­húsa við Stefn­is­vog eru alls 75 íbúðir og telst kunn­ug­um svo til að um 50 þeirra séu í út­leigu til fólks úr Grinda­vík.

Stór hóp­ur Grind­vík­inga á sam­astað sinn í til­ver­unni í Voga­byggð í Reykja­vík. Í stór­um klasa nýrra fjöl­býl­is­húsa við Stefn­is­vog eru alls 75 íbúðir og telst kunn­ug­um svo til að um 50 þeirra séu í út­leigu til fólks úr Grinda­vík.

„Hér hef­ur mynd­ast sam­fé­lag fólks sem þekk­ist fyr­ir og því fylg­ir góð til­finn­ing. Þó er fólk hvað í sínu og sam­gang­ur ekki endi­lega mik­ill,“ seg­ir Erna Rún Magnús­dótt­ir sem býr með fjöl­skyldu sinni í íbúð í Stefn­is­vogi 14.

Þau Erna Rún, Óðinn Árna­son eig­inmaður henn­ar og börn­in þeirra tvö; þau Hjört­fríður og Árni Jakob, fóru úr Grinda­vík þegar bær­inn var rýmd­ur 10. nóv­em­ber sl. haust. Fengu fyrst þar á eft­ir íbúð í miðbæ Reykja­vík­ur en færðu sig í Voga­byggðina í byrj­un des­em­ber. Eru þar í leigu­íbúð í eigu fast­eigna­fé­lags­ins Klasa sem þau hafa fram í júlí næst­kom­andi.

„Við feng­um húsið okk­ar við Fornu­vör greitt út á dög­un­um. Vor­um svo á dög­un­um að festa okk­ur íbúð í Kópa­vogi og að minnsta kosti milli­lend­um þar. Horf­um þó auðvitað til þess að kom­ast aft­ur til Grinda­vík­ur í framtíðinni, en tök­um bara einn dag í einu,“ seg­ir Erna Rún sem í Grinda­vík starf­rækti lík­ams­rækt­ar­stöðina Portið. Einnig var hún þjálf­ari kvenna í yngri flokk­un­um í körfu­bolta.

All­ar til­finn­ing­ar

„Starf­semi Ports­ins ligg­ur niðri og körfu­bolta­stelp­urn­ar eru komn­ar í önn­ur lið. Þetta verður bara að hafa sinn gang,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að aðalstarf sitt sé að skutla börn­un­um í og úr skóla, íþrótt­ir og annað. Dótt­ir­in er í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja í Reykja­nes­bæ og son­ur­inn í grunn­skóla­deild fyr­ir Grinda­vík­ur­börn sem starf­rækt er við Ármúla í Reykja­vík. Óðinn starfar hjá Festi hf. í Kópa­vogi.

„Ástand síðustu mánaða hef­ur sann­ar­lega tekið á og líðan fólks spann­ar all­an til­finn­ingaskalann. Því er auðvitað best að taka þetta af æðru­leysi og vona hið besta,“ seg­ir Erna Rún Magnús­dótt­ir.

mbl.is